Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 27 svör fundust

Hvað er að ybba gogg?

Sögnin að ybba þekkist í málinu frá 17. öld og merkir ‘ýfast, derra sig’. Af sögninni er líklega leitt lýsingarorðið ybbinn ‘argur, önugur, ósvífinn’. Goggur merkir annars vegar ‘nef á fugli’ en hins vegar ‘kjaftur, munnur’. Sá sem er að ybba gogg er því að ‘brúka munn, mótmæla, rífa sig’. Sögnin að ybba þe...

Nánar

Geta kettir andað með nefinu?

Að öllu jöfnu anda kettir með nefinu. Á vefsíðum sem fjalla um heilbrigði katta kemur fram að ef köttur andar með munninum þá eigi að fara með hann tafarlaust til dýralæknis. Að jafnaði er það ekki eðlilegt að köttur andi með munninum. Nokkrar skýringar eru á því að kettir beita munninum við öndun og engin þeir...

Nánar

Hvað merkir að mæla við völu?

Orðabók Háskólans á ekki dæmi um orðasambandið að mæla við völu en aftur á móti dæmi um að velta völu eða völum í merkingunni að ‘tala óskýrt og þvöglulega’. Ekki er ólíklegt að bæði orðasamböndin merki hið sama. Vala í þessu sambandi er vafalítið smábein í hækillið sauðkindar á milli fótleggjar og langleggjar,...

Nánar

Hvaða áhrif hefur öldrun á meltingarkerfið?

Meltingarkerfi er það sem oftast er kallað meltingarfæri á gamalgróinni íslensku og táknar meltingarveginn með þeim líffærum sem tengjast honum og leggja til meltingarsafa. Meltingarvegurinn nær frá munni að endaþarmi. Í öndverðu er talið að einfrumungar hafi þróað með sér fæðugöng þar sem fæðan var tekin inn ...

Nánar

Hvert er algengasta krabbameinið af völdum reykinga?

Árlega greinast á Íslandi rúmlega 80 karlar og 60 konur með krabbamein sem rekja má beint til reykinga þeirra. Þetta eru um 15% allra karla og 11% allra kvenna sem greinast með krabbamein árlega. Flestir þessara einstaklinga fá lungnakrabbamein, eða um 100 manns árlega. Til viðbótar greinast árlega um 16 einsta...

Nánar

Hver er munurinn á brjóstsviða og nábít?

Nábítur er ákveðið stig af brjóstsviða. Eins og fram kemur í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvað er bakflæði? fáum við brjóstsviða þegar magasýrur flæða eða skvettast upp í vélinda úr maganum. Vélindað þolir illa svo sterkt, ertandi efni og við finnum fyrir bruna- eða sviðatilfinningu. Það kallas...

Nánar

Hvað er frunsa?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Getið þig sagt mér hvað frunsa er? Hvers vegna fær sumt fólk frunsu en annað ekki? Er hægt að koma í veg fyrir frunsumyndun?Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Eru frunsur smitandi? Ef svo er, geta þær smitast um allan líkamann? Frunsur eða áblástur er veirusýkin...

Nánar

Hvað er Angelman-heilkenni og hvernig lýsir það sér?

Angelman-heilkenni er erfðasjúkdómur. Örsök heilkennisins er í 70% tilvika sú að ákveðinn genabút vantar á litning 15 (15q11-q13) frá móður og slökkt er á þessum sama bút á litningi föðurs vegna sjaldgæfs fyrirbæris sem kallast erfðagreyping (e. genomic imprinting). Langoftast er þetta ný stökkbreyting (de novo). ...

Nánar

Af hverju verða tennur skakkar?

Tann- og bitskekkja er talin stafa fyrst og fremst af arfgengum orsökum. Hvert mannsbarn hlýtur í vöggugjöf úr ýmsum áttum fjölda eininga sem þurfa að raðast vel saman til þess að úr verði rétt bit og réttar tennur. Ef kjálkar, tennur og mjúkvefir andlitsins mynda ekki samræmda heild verður útkoman meira eða minna...

Nánar

Af hverju er hnúfubakur loðinn í munninum?

Hárin á skíðum hnúfubaka og annarra skíðishvala gegna mikilvægu hlutverki í fæðunámi þeirra. Skíðin eru föst við efri kjálka dýranna og sú hlið skíðanna sem snýr inn að munnholi er alsett hárum. Hnúfubakurinn hefur 330 pör af skíðum. Þau eru um 60 cm á lengd og rúmir 30 cm á breidd þar sem þau eru breiðust. Hér s...

Nánar

Hvað er meltingarvegur í meðalmanni langur?

Meltingarvegurinn nær frá munni og til endaþarms. Í meðalmanni er hann um 9-10 metra langur. Þar af er lengd smáþarmanna um 6 til 7 metrar. Innra yfirborð smáþarmanna er afar stórt. Smáþarmarnir liggja í fellingum og fellingarnar eru þaktar þarmatotum. Himnur totufrumnanna liggja einnig í fellingum. Innra yfirbor...

Nánar

Hvað þýðir orðið galgopi?

Orðið galgopi er notað um karl eða konu sem er fljótfær og sýnir litla aðgæslu. Það er sett saman af áhersluforliðnum gal-, sem elst dæmi eru um frá 18. öld (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:224), og nafnorðinu gopi sem hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt ‘munnop, lítill (gráðugur) munnur; op; stutt, skjól...

Nánar

Hvað er skarð í vör?

Skarð í vör og/eða klofinn gómur eru fæðingargallar í andliti og munni sem koma fram snemma á fósturstigi og stafa af því að ekki er nægilega mikill vefur í vörinni eða munninum til að loka bilinu á milli helminganna tveggja. Skarð í vör er sem sagt áþreifanleg rifa milli vinstri og hægri helminga efri vararinnar ...

Nánar

Fleiri niðurstöður