Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað verður um munnvatnið þegar við sofum?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
  • Þegar við erum vakandi erum við stöðugt að kyngja munnvatni, en hvað verður um munnvatnið þegar við sofum?

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Kyngir maður munnvatninu þegar maður sefur eða býr líkaminn bara til minna af því?
  • Hvað kyngir maður miklu munnvatni á ári?

Þegar við sofum hægist á allri líkamsstarfsemi, þar á meðal munnvatnsseyti og kyngingu. Starfsemin hættir hins vegar ekki alveg fyrr en við sofnum svefninum langa.

Munnvatnskirtlarnir eru sex; tveir kjálkabarðskirtlar, tveir vangakirtlar og tveir tungudalskirtlar. Þeir mynda samtals um einn lítra af munnvatni á sólarhring. Seyti kirtlanna er hins vegar mjög misjafnt yfir daginn. Það er gjarnan sagt að fólk fái vatn í munninn þegar það finnur góða matarlykt eða sér girnilegan mat og sú er einmitt raunin. Við örvun munnvatnskirtla, til dæmis þegar við finnum lykt eða bragð af mat, seyta þeir um 4 ml/mínútu en aðeins um 0,1 ml/mínútu þegar ekkert áreiti er til staðar. Munnvatnsseyti hættir sem sagt ekki alveg á meðan við sofum enda væri það ekki æskilegt þar sem hlutverk þess er meðal annars að halda munninum og kokinu röku og sleipu.



Kyngiviðbragðið er flókið viðbragð sem felur í sér flutning einhvers, oftast fæðu, frá munni í kok og þaðan í vélindað. Það skiptist í munnstig, kokstig og vélindastig. Kyngingarferlið er undir stjórn kyngistöðvar í mænukylfu og brú heilans, og einnig æðri stöðvum í heilaberki. Munnstigið er viljastýrt ferli á meðan hin tvö eru sjálfvirk og fara í gang þegar fæða eða munnvatn berst í kokið. Kyngistöðin er virk þegar við sofum en starfsemi hennar er þá í lágmarki.

Þar sem spurt var hversu miklu munnvatni við kyngjum á ári má að lokum nefna að miðað við að það myndist að meðaltali um 1 lítri á sólarhring þá gera það um 365 lítra á ári. Að sjálfsögðu er hér um meðaltal að ræða, sumir mynda meira munnvatn og aðrir minna.

Önnur svör eftir sama höfund þar sem munnvatn kemur við sögu:

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

18.10.2006

Spyrjandi

Ellen Kristjánsdóttir
Elsa Gehringer
Gunna Maggý
Jóhann Elíasson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað verður um munnvatnið þegar við sofum?“ Vísindavefurinn, 18. október 2006. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6321.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 18. október). Hvað verður um munnvatnið þegar við sofum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6321

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað verður um munnvatnið þegar við sofum?“ Vísindavefurinn. 18. okt. 2006. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6321>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað verður um munnvatnið þegar við sofum?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

  • Þegar við erum vakandi erum við stöðugt að kyngja munnvatni, en hvað verður um munnvatnið þegar við sofum?

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Kyngir maður munnvatninu þegar maður sefur eða býr líkaminn bara til minna af því?
  • Hvað kyngir maður miklu munnvatni á ári?

Þegar við sofum hægist á allri líkamsstarfsemi, þar á meðal munnvatnsseyti og kyngingu. Starfsemin hættir hins vegar ekki alveg fyrr en við sofnum svefninum langa.

Munnvatnskirtlarnir eru sex; tveir kjálkabarðskirtlar, tveir vangakirtlar og tveir tungudalskirtlar. Þeir mynda samtals um einn lítra af munnvatni á sólarhring. Seyti kirtlanna er hins vegar mjög misjafnt yfir daginn. Það er gjarnan sagt að fólk fái vatn í munninn þegar það finnur góða matarlykt eða sér girnilegan mat og sú er einmitt raunin. Við örvun munnvatnskirtla, til dæmis þegar við finnum lykt eða bragð af mat, seyta þeir um 4 ml/mínútu en aðeins um 0,1 ml/mínútu þegar ekkert áreiti er til staðar. Munnvatnsseyti hættir sem sagt ekki alveg á meðan við sofum enda væri það ekki æskilegt þar sem hlutverk þess er meðal annars að halda munninum og kokinu röku og sleipu.



Kyngiviðbragðið er flókið viðbragð sem felur í sér flutning einhvers, oftast fæðu, frá munni í kok og þaðan í vélindað. Það skiptist í munnstig, kokstig og vélindastig. Kyngingarferlið er undir stjórn kyngistöðvar í mænukylfu og brú heilans, og einnig æðri stöðvum í heilaberki. Munnstigið er viljastýrt ferli á meðan hin tvö eru sjálfvirk og fara í gang þegar fæða eða munnvatn berst í kokið. Kyngistöðin er virk þegar við sofum en starfsemi hennar er þá í lágmarki.

Þar sem spurt var hversu miklu munnvatni við kyngjum á ári má að lokum nefna að miðað við að það myndist að meðaltali um 1 lítri á sólarhring þá gera það um 365 lítra á ári. Að sjálfsögðu er hér um meðaltal að ræða, sumir mynda meira munnvatn og aðrir minna.

Önnur svör eftir sama höfund þar sem munnvatn kemur við sögu:

Heimildir:...