Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað er andremma og af hverju stafar hún?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Af hverju verður maður andfúll?
  • Hvernig er hægt að koma í veg fyrir það að verða andfúll eða losna við andfýlu?
  • Af hverju vaknar maður andfúll á morgnana þó maður hafi burstað tennurnar kvöldið áður?

Aðrir spyrjendur eru: Birna Gunnarsdóttir, Hrund Harðardóttir, Eiríkur Þorbjörnsson, Erla Björgvinsdóttir, Þóra Friðriksdóttir, Arna Sigurjónsdóttir, Anna Lísa, Joshua Guðsteinsson og Davíð Sigurðsson.

Allir lenda í því að vera andfúlir endrum og eins. Andfýla, andremma eða halitosis eins og hún heitir á fræðimáli, er þó mjög misslæm eftir einstaklingum. Flestir eru andfúlir fyrst á morgnanna en það lagast svo þegar þeir hafa borðað morgunmat og burstað tennurnar. Hjá sumum er andremma hins vegar meira vandamál. Ýmsar ástæður geta verið fyrir andremmu og er fjallað um nokkrar þeirra hér á eftir.

Mataræði hefur að sjálfsögðu einhver áhrif á lykt loftsins sem við öndum frá okkur. Ástæðan er sú að í sumum matvælum, svo sem lauk og hvítlauk, eru rokgjörn efni sem berast eftir meltingu með blóðinu, meðal annars til lungnanna og enda í útöndunarloftinu. Hið sama getur gerst hjá þeim sem fara í stranga megrun en nokkuð algengt er að þeir verði andfúlir. Við ófullkomið niðurbrot á fitu er hætta á ástandi í líkamanum sem nefnist ketósa. Þá myndast rokgjörn og oft illa lyktandi efni úr fitunni, ketónar, sem enda að einhverju leyti í útöndunarlofti.



Andremma getur verið stórt vandamál.

Ef munnurinn er ekki vel hirtur sitja matarörður þar eftir og í þær safnast bakteríur sem meira en nóg er af í munni okkar. Bakteríurnar brjóta niður efni í fæðunni og sum myndefnin geta verið illa lyktandi. Vegna starfssemi bakteríanna er jafnvel hætta á að fæðan rotni á milli tannanna, á tungunni og í kringum góminn ef hún fær að vera nógu lengi í munninum.

Munnþurrkur (xerostomia) getur leitt til andremmu. Þá dregur úr munnvatnsseyti, ekki verður nægilegt munnvatn til að fæðuörður skolist burt og ofangreint ferli fer í gang. Munnþurrkur er reyndar helsta ástæðan fyrir því að fólk er andfúlt á morgnana því yfir nóttina dregur úr munnvatnsframleiðslu og bakteríur eiga auðveldara með að safnast fyrir og valda andremmu.

Munnþurrkur getur stafað af ýmsum lyfjum, kvillum í munnvatnskirtlum eða komið þegar andað er með munninum, eins og þegar nefið er stíflað vegna kvefs. Bæta má úr munnþurrki með því að gæta þess að drekka nóg, helst vatn. Tóbaksvörur valda andremmu og er það ein af mörgum ástæðum til að hætta að nota þær.

Í heilbrigðu fólki er munnurinn sem sagt að öllum líkindum helsta uppspretta andremmu. Tungan leikur þar stórt hlutverk og þá aðallega sá hluti hennar sem er aftast í kokinu. Ef skafið er af yfirborði tungu hjá andfúlu fólki með skeið kemur á hana gul slímkennd skán sem lyktar mjög líkt og útöndunarloft viðkomandi einstaklings. Talið er að efnið aftast á tungunni geti átt uppruna sinn í slími sem rennur úr nefgöngum ofan í kokið. Megnið af því berist niður í vélindað og þaðan í magann en þó er talið að hluti þess geti loðað við tunguna. Þótt slímið sé alveg lyktarlaust þegar það berst þangað breytist það eftir nokkurra daga sambýli við bakteríurnar í munninum. Sumir einstaklingar sem verða oft andfúlir virðast hafa einhvers konar ofnæmi og mynda óvenjumikið af nefslími sem berst á tunguna.



Tungan er stundum uppspretta andremmu.

Í frumstæðari þjóðfélögum er líklegt að aftasti hluti tungunnar hafi verið hreinsaður betur en nú á dögum með því að borða meira grófmeti. Hvort sem það er rétt eða ekki er þetta sá staður í munninum sem er helsta uppspretta andremmu og er lyktin sem þaðan kemur einkennandi. Athyglisvert er að sumir sem stríða við þetta vandamál eru ekki mjög andfúlir þegar þeir blása frá sér, en þegar þeir byrja að tala versnar ástandið til muna. Svo virðist sem að við það að tala berist loft yfir hina virku tungu og lyktin magnist.

Sjaldgæfara er að andremma sé merki um óheilbrigt ástand eins og staðbundna sýkingu í öndunarveginum, þráláta barkabólgu, sykursýki, truflun í meltingarfærum, lifur eða nýrum. Ef andremma er viðvarandi vandamál og tannlæknir hefur gengið úr skugga um að munnurinn sé vel hirtur og heilbrigður og orsökina því ekki að finna þar, er rétt að leita til læknis til að komast að því hvað veldur. Mjög sjaldgæft er að maginn sé orsök andremmu. Vélindað sem liggur úr kokinu og ofan í magann er nærri alltaf lokað. Það opnast ekki nema þegar kyngt er eða ropað sem hvort tveggja tekur tiltölulega stutta stund.

Til þess að koma í veg fyrir andremmu er mikilvægast að halda munninum vel hirtum. Matarleifar eiga ekki að fá að sitja í munninum í lengri tíma. Bursta þarf tennurnar kvölds og morgna með flúortannkremi og nota tannþráð daglega. Gott er að bursta tunguna líka. Munnskol gera hins vegar lítið gagn þar sem þau fela andremmu aðeins tímabundið en vinna ekki á vandamálinu.

Önnur svör á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

10.3.2006

Spyrjandi

Karl Sigurgeirsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er andremma og af hverju stafar hún?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2006. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5700.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 10. mars). Hvað er andremma og af hverju stafar hún? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5700

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er andremma og af hverju stafar hún?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2006. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5700>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er andremma og af hverju stafar hún?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Af hverju verður maður andfúll?
  • Hvernig er hægt að koma í veg fyrir það að verða andfúll eða losna við andfýlu?
  • Af hverju vaknar maður andfúll á morgnana þó maður hafi burstað tennurnar kvöldið áður?

Aðrir spyrjendur eru: Birna Gunnarsdóttir, Hrund Harðardóttir, Eiríkur Þorbjörnsson, Erla Björgvinsdóttir, Þóra Friðriksdóttir, Arna Sigurjónsdóttir, Anna Lísa, Joshua Guðsteinsson og Davíð Sigurðsson.

Allir lenda í því að vera andfúlir endrum og eins. Andfýla, andremma eða halitosis eins og hún heitir á fræðimáli, er þó mjög misslæm eftir einstaklingum. Flestir eru andfúlir fyrst á morgnanna en það lagast svo þegar þeir hafa borðað morgunmat og burstað tennurnar. Hjá sumum er andremma hins vegar meira vandamál. Ýmsar ástæður geta verið fyrir andremmu og er fjallað um nokkrar þeirra hér á eftir.

Mataræði hefur að sjálfsögðu einhver áhrif á lykt loftsins sem við öndum frá okkur. Ástæðan er sú að í sumum matvælum, svo sem lauk og hvítlauk, eru rokgjörn efni sem berast eftir meltingu með blóðinu, meðal annars til lungnanna og enda í útöndunarloftinu. Hið sama getur gerst hjá þeim sem fara í stranga megrun en nokkuð algengt er að þeir verði andfúlir. Við ófullkomið niðurbrot á fitu er hætta á ástandi í líkamanum sem nefnist ketósa. Þá myndast rokgjörn og oft illa lyktandi efni úr fitunni, ketónar, sem enda að einhverju leyti í útöndunarlofti.



Andremma getur verið stórt vandamál.

Ef munnurinn er ekki vel hirtur sitja matarörður þar eftir og í þær safnast bakteríur sem meira en nóg er af í munni okkar. Bakteríurnar brjóta niður efni í fæðunni og sum myndefnin geta verið illa lyktandi. Vegna starfssemi bakteríanna er jafnvel hætta á að fæðan rotni á milli tannanna, á tungunni og í kringum góminn ef hún fær að vera nógu lengi í munninum.

Munnþurrkur (xerostomia) getur leitt til andremmu. Þá dregur úr munnvatnsseyti, ekki verður nægilegt munnvatn til að fæðuörður skolist burt og ofangreint ferli fer í gang. Munnþurrkur er reyndar helsta ástæðan fyrir því að fólk er andfúlt á morgnana því yfir nóttina dregur úr munnvatnsframleiðslu og bakteríur eiga auðveldara með að safnast fyrir og valda andremmu.

Munnþurrkur getur stafað af ýmsum lyfjum, kvillum í munnvatnskirtlum eða komið þegar andað er með munninum, eins og þegar nefið er stíflað vegna kvefs. Bæta má úr munnþurrki með því að gæta þess að drekka nóg, helst vatn. Tóbaksvörur valda andremmu og er það ein af mörgum ástæðum til að hætta að nota þær.

Í heilbrigðu fólki er munnurinn sem sagt að öllum líkindum helsta uppspretta andremmu. Tungan leikur þar stórt hlutverk og þá aðallega sá hluti hennar sem er aftast í kokinu. Ef skafið er af yfirborði tungu hjá andfúlu fólki með skeið kemur á hana gul slímkennd skán sem lyktar mjög líkt og útöndunarloft viðkomandi einstaklings. Talið er að efnið aftast á tungunni geti átt uppruna sinn í slími sem rennur úr nefgöngum ofan í kokið. Megnið af því berist niður í vélindað og þaðan í magann en þó er talið að hluti þess geti loðað við tunguna. Þótt slímið sé alveg lyktarlaust þegar það berst þangað breytist það eftir nokkurra daga sambýli við bakteríurnar í munninum. Sumir einstaklingar sem verða oft andfúlir virðast hafa einhvers konar ofnæmi og mynda óvenjumikið af nefslími sem berst á tunguna.



Tungan er stundum uppspretta andremmu.

Í frumstæðari þjóðfélögum er líklegt að aftasti hluti tungunnar hafi verið hreinsaður betur en nú á dögum með því að borða meira grófmeti. Hvort sem það er rétt eða ekki er þetta sá staður í munninum sem er helsta uppspretta andremmu og er lyktin sem þaðan kemur einkennandi. Athyglisvert er að sumir sem stríða við þetta vandamál eru ekki mjög andfúlir þegar þeir blása frá sér, en þegar þeir byrja að tala versnar ástandið til muna. Svo virðist sem að við það að tala berist loft yfir hina virku tungu og lyktin magnist.

Sjaldgæfara er að andremma sé merki um óheilbrigt ástand eins og staðbundna sýkingu í öndunarveginum, þráláta barkabólgu, sykursýki, truflun í meltingarfærum, lifur eða nýrum. Ef andremma er viðvarandi vandamál og tannlæknir hefur gengið úr skugga um að munnurinn sé vel hirtur og heilbrigður og orsökina því ekki að finna þar, er rétt að leita til læknis til að komast að því hvað veldur. Mjög sjaldgæft er að maginn sé orsök andremmu. Vélindað sem liggur úr kokinu og ofan í magann er nærri alltaf lokað. Það opnast ekki nema þegar kyngt er eða ropað sem hvort tveggja tekur tiltölulega stutta stund.

Til þess að koma í veg fyrir andremmu er mikilvægast að halda munninum vel hirtum. Matarleifar eiga ekki að fá að sitja í munninum í lengri tíma. Bursta þarf tennurnar kvölds og morgna með flúortannkremi og nota tannþráð daglega. Gott er að bursta tunguna líka. Munnskol gera hins vegar lítið gagn þar sem þau fela andremmu aðeins tímabundið en vinna ekki á vandamálinu.

Önnur svör á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:...