Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að fá klamydíu í munninn?

MBS

Klamydíusýking getur smitast við munnmök og einkenni hennar geta þá komið fram í munnholi. Tíðni smits við munnmök er óþekkt, en það er þó mikill misskilningur að munnmök séu öruggari leið til að stunda kynlíf. Margir kynsjúkdómar smitast við munnmök svo sem herpes, vörtur og klamydía.

Klamydíusýking orsakast af bakteríunni Chlamydia trachomatis. Bakterían getur sýkt bæði kynfæri og augu, auk munnholsins. Því miður hefur tíðni sjúkdómsins aukist mikið og hafa þúsundir einstaklinga smitast hérlendis á undanförnum árum. Allra seinustu árin hefur þó eitthvað dregið úr fjölda smita og er það einkum þakkað aukinni fræðslu um varnir gegn kynsjúkdómum.

Á vef Landlæknisembættisins er að finna eftirfarandi upplýsingar um fjölda tilkynntra klamydíusmita milli ára:

Ár19971998 199920002001 2002200320042005
Fjöldi tilfella1586155016871819 21222088163817351622

Eins og fram kemur í svari Vísindavefsins við spurningunni Hvernig getur klamydía smitast? smitast hún með snertingu slímhúða, venjulega við samfarir. Þar segir jafnframt:
Fæstar konur og einungis helmingur karla fá einkenni klamydíusýkingar.

Einkenni karla eru útferð úr þvagrásinni (slímkenndur vökvi, glær, hvítur eða gulleitur) og stundum sviði og kláði í þvagrásinni við þvaglát. Þessi einkenni koma oft fram 1-3 vikum eftir samfarir sem leiddu til smits.

Einkenni kvenna eru aukin útferð (hvítur eða gulleitur, slímkenndur vökvi frá leggöngum), sviði eða kláði í þvagrásinni við eða eftir þvaglát, tíð þvaglát, óreglulegar blæðingar og stundum kviðverkir.

Einkenni geta horfið á fáeinum dögum hjá báðum kynjum og blundar þá sýkingin í langan tíma. Hún getur blossað upp síðar af mismunandi orsökum, til dæmis vegna annarra sýkinga. Hægt er að bera klamydíusmit í langan tíma áður en sýkillinn breiðist út og byrjar að valda einkennum.
Þar sem sjúkdómurinn er í flestum tilfellum einkennalaus getur fólk verið með hann lengi án þess að vita af því. Það er því mjög mikilvægt að nota verjur bæði við samfarir og munnmök, en smokkurinn er eina getnaðarvörnin sem einnig ver gegn kynsjúkdómum. Það er þó engin vörn fullkomin og því getur verið ráðlegt fyrir fólk sem stundar kynlíf að fara í skoðun.

Við viljum benda á að hægt er að fara í skoðun endurgjaldslaust og láta athuga hvort maður sé með kynsjúkdóm. Einnig er athygli vakin á því að greinist smit hjá einstaklingum er meðferðin einnig endurgjaldslaus. Hægt er að leita til eftirfarandi aðila:

Á höfuðborgarsvæðinu
  • Göngudeild húð- og kynsjúkdóma, Þverholti 18. Panta þarf tíma í síma 5602320.
  • Húð- og kynsjúkdómalæknar
  • Kvennadeild Landspítalans
  • Kvensjúkdómalæknar
  • Heilsugæslustöðvar
  • Heimilislæknar

Á landsbyggðinni
  • Heilsugæslustöðvar
  • Kvensjúkdómalæknar

Frekari upplýsingar um kynsjúkdóma má finna á eftirfarandi vefslóðum:

Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vefsetrinu Doktor.is.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

27.9.2006

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

MBS. „Er hægt að fá klamydíu í munninn?“ Vísindavefurinn, 27. september 2006, sótt 16. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6213.

MBS. (2006, 27. september). Er hægt að fá klamydíu í munninn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6213

MBS. „Er hægt að fá klamydíu í munninn?“ Vísindavefurinn. 27. sep. 2006. Vefsíða. 16. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6213>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að fá klamydíu í munninn?
Klamydíusýking getur smitast við munnmök og einkenni hennar geta þá komið fram í munnholi. Tíðni smits við munnmök er óþekkt, en það er þó mikill misskilningur að munnmök séu öruggari leið til að stunda kynlíf. Margir kynsjúkdómar smitast við munnmök svo sem herpes, vörtur og klamydía.

Klamydíusýking orsakast af bakteríunni Chlamydia trachomatis. Bakterían getur sýkt bæði kynfæri og augu, auk munnholsins. Því miður hefur tíðni sjúkdómsins aukist mikið og hafa þúsundir einstaklinga smitast hérlendis á undanförnum árum. Allra seinustu árin hefur þó eitthvað dregið úr fjölda smita og er það einkum þakkað aukinni fræðslu um varnir gegn kynsjúkdómum.

Á vef Landlæknisembættisins er að finna eftirfarandi upplýsingar um fjölda tilkynntra klamydíusmita milli ára:

Ár19971998 199920002001 2002200320042005
Fjöldi tilfella1586155016871819 21222088163817351622

Eins og fram kemur í svari Vísindavefsins við spurningunni Hvernig getur klamydía smitast? smitast hún með snertingu slímhúða, venjulega við samfarir. Þar segir jafnframt:
Fæstar konur og einungis helmingur karla fá einkenni klamydíusýkingar.

Einkenni karla eru útferð úr þvagrásinni (slímkenndur vökvi, glær, hvítur eða gulleitur) og stundum sviði og kláði í þvagrásinni við þvaglát. Þessi einkenni koma oft fram 1-3 vikum eftir samfarir sem leiddu til smits.

Einkenni kvenna eru aukin útferð (hvítur eða gulleitur, slímkenndur vökvi frá leggöngum), sviði eða kláði í þvagrásinni við eða eftir þvaglát, tíð þvaglát, óreglulegar blæðingar og stundum kviðverkir.

Einkenni geta horfið á fáeinum dögum hjá báðum kynjum og blundar þá sýkingin í langan tíma. Hún getur blossað upp síðar af mismunandi orsökum, til dæmis vegna annarra sýkinga. Hægt er að bera klamydíusmit í langan tíma áður en sýkillinn breiðist út og byrjar að valda einkennum.
Þar sem sjúkdómurinn er í flestum tilfellum einkennalaus getur fólk verið með hann lengi án þess að vita af því. Það er því mjög mikilvægt að nota verjur bæði við samfarir og munnmök, en smokkurinn er eina getnaðarvörnin sem einnig ver gegn kynsjúkdómum. Það er þó engin vörn fullkomin og því getur verið ráðlegt fyrir fólk sem stundar kynlíf að fara í skoðun.

Við viljum benda á að hægt er að fara í skoðun endurgjaldslaust og láta athuga hvort maður sé með kynsjúkdóm. Einnig er athygli vakin á því að greinist smit hjá einstaklingum er meðferðin einnig endurgjaldslaus. Hægt er að leita til eftirfarandi aðila:

Á höfuðborgarsvæðinu
  • Göngudeild húð- og kynsjúkdóma, Þverholti 18. Panta þarf tíma í síma 5602320.
  • Húð- og kynsjúkdómalæknar
  • Kvennadeild Landspítalans
  • Kvensjúkdómalæknar
  • Heilsugæslustöðvar
  • Heimilislæknar

Á landsbyggðinni
  • Heilsugæslustöðvar
  • Kvensjúkdómalæknar

Frekari upplýsingar um kynsjúkdóma má finna á eftirfarandi vefslóðum:

Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vefsetrinu Doktor.is....