Sólin Sólin Rís 07:00 • sest 19:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:39 • Sest 07:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:17 • Síðdegis: 18:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:15 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:00 • sest 19:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:39 • Sest 07:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:17 • Síðdegis: 18:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:15 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig getur klamydía smitast?

Landlæknisembættið

Klamydíusýking orsakast af bakteríunni Chlamydia trachomatis. Þessi baktería getur sýkt bæði kynfæri og augu. Á tímabili jókst tíðni sjúkdómsins töluvert og vitað er að þúsundir einstaklinga hafa smitast hérlendis á undanförnum árum. Hins vegar virðist sem dregið hafi úr fjölda nýrra tilfella á allra síðustu árum. Á vef Landlæknisembættisins má nálgast upplýsingar um fjölda klamydíusýkinga eftir mánuðum og árum fyrir tímabilið 1997-2005.

Smitleiðir

Klamydíusmit berst milli manna við snertingu slímhúða, venjulega við samfarir.

Einkenni

Fæstar konur og einungis helmingur karla fá einkenni klamydíusýkingar.

Einkenni karla eru útferð úr þvagrásinni (slímkenndur vökvi, glær, hvítur eða gulleitur) og stundum sviði og kláði í þvagrásinni og við þvaglát. Þessi einkenni koma oft fram 1–3 vikum eftir samfarir sem leiddu til smits.

Einkenni kvenna eru aukin útferð (hvítur eða gulleitur, slímkenndur vökvi frá leggöngum), sviði eða kláði í þvagrásinni við eða eftir þvaglát, tíð þvaglát, óreglulegar blæðingar og stundum kviðverkir.

Einkenni geta horfið á fáeinum dögum hjá báðum kynjum og blundar þá sýkingin í langan tíma. Hún getur blossað upp síðar af mismunandi orsökum, til dæmis vegna annarra sýkinga. Hægt er að bera klamydíusmit í langan tíma áður en sýkillinn breiðist út og byrjar að valda einkennum. Fjölmargir fá aldrei nein einkenni þó þeir séu sýktir.

Fylgikvillar

Ef ekki er brugðist fljótt við klamydíusýkingu er hætta á bólgum í eggjaleiðurum kvenna og jafnvel bólgu í eistum karla. Klamydía er algengasta orsök bólgu í eggjaleiðurum og getur slík bólga leitt til ófrjósemi eða utanlegsfósturs. Klamydía getur sýkt augu og valdið verulegri bólgu með tímabundinni blindu. Því oftar sem einstaklingur sýkist þeim mun meiri líkur eru á skaðlegum aukaverkunum svo sem ófrjósemi.

Greining

Við læknisskoðun sést oft dálítill roði fremst við þvagrásarop karla og hjá konum sést roði og bólga í slímhúð legganga og á leghálsi. Stundum sést ekkert athugavert við skoðun karla og kvenna þótt sýking sé til staðar.

Nú orðið er auðvelt að greina smit. Einungis þarf þvagprufu til. Niðurstöður liggja yfirleitt fyrir innan fárra daga. Ekki er hægt að greina klamydíusýkingu með blóðprófi. Fyrir getur komið að klamydía finnist ekki við rannsókn þótt viðkomandi sé sýktur.

Meðferð

Klamydía er meðhöndluð með ákveðnum sýklalyfjum í töfluformi. Penisilínmeðferð dugar þó ekki. Þau lyf sem oftast eru notuð nú á dögum þarf aðeins að taka í einum skammti eða einu sinni á dag í vikutíma.

Eins og áður segir eru rannsóknir ekki alltaf öruggar. Því er mikilvægt að meðhöndla alla sem grunur leikur á að séu smitaðir, jafnvel þótt niðurstöður rannsókna hafi ekki staðfest smit.

Mynd: Aftonbladet.se

Birt með góðfúslegu leyfi Landlæknisembættisins. Á heimasíðu þess er að finna frekari umfjöllun um kynsjúkdóma.

Höfundur

Landlæknisembættið

embætti landlæknis

Útgáfudagur

20.2.2004

Spyrjandi

Anna Rósa Guðmundsdóttir, f. 1987

Tilvísun

Landlæknisembættið. „Hvernig getur klamydía smitast?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2004, sótt 18. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4010.

Landlæknisembættið. (2004, 20. febrúar). Hvernig getur klamydía smitast? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4010

Landlæknisembættið. „Hvernig getur klamydía smitast?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2004. Vefsíða. 18. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4010>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig getur klamydía smitast?
Klamydíusýking orsakast af bakteríunni Chlamydia trachomatis. Þessi baktería getur sýkt bæði kynfæri og augu. Á tímabili jókst tíðni sjúkdómsins töluvert og vitað er að þúsundir einstaklinga hafa smitast hérlendis á undanförnum árum. Hins vegar virðist sem dregið hafi úr fjölda nýrra tilfella á allra síðustu árum. Á vef Landlæknisembættisins má nálgast upplýsingar um fjölda klamydíusýkinga eftir mánuðum og árum fyrir tímabilið 1997-2005.

Smitleiðir

Klamydíusmit berst milli manna við snertingu slímhúða, venjulega við samfarir.

Einkenni

Fæstar konur og einungis helmingur karla fá einkenni klamydíusýkingar.

Einkenni karla eru útferð úr þvagrásinni (slímkenndur vökvi, glær, hvítur eða gulleitur) og stundum sviði og kláði í þvagrásinni og við þvaglát. Þessi einkenni koma oft fram 1–3 vikum eftir samfarir sem leiddu til smits.

Einkenni kvenna eru aukin útferð (hvítur eða gulleitur, slímkenndur vökvi frá leggöngum), sviði eða kláði í þvagrásinni við eða eftir þvaglát, tíð þvaglát, óreglulegar blæðingar og stundum kviðverkir.

Einkenni geta horfið á fáeinum dögum hjá báðum kynjum og blundar þá sýkingin í langan tíma. Hún getur blossað upp síðar af mismunandi orsökum, til dæmis vegna annarra sýkinga. Hægt er að bera klamydíusmit í langan tíma áður en sýkillinn breiðist út og byrjar að valda einkennum. Fjölmargir fá aldrei nein einkenni þó þeir séu sýktir.

Fylgikvillar

Ef ekki er brugðist fljótt við klamydíusýkingu er hætta á bólgum í eggjaleiðurum kvenna og jafnvel bólgu í eistum karla. Klamydía er algengasta orsök bólgu í eggjaleiðurum og getur slík bólga leitt til ófrjósemi eða utanlegsfósturs. Klamydía getur sýkt augu og valdið verulegri bólgu með tímabundinni blindu. Því oftar sem einstaklingur sýkist þeim mun meiri líkur eru á skaðlegum aukaverkunum svo sem ófrjósemi.

Greining

Við læknisskoðun sést oft dálítill roði fremst við þvagrásarop karla og hjá konum sést roði og bólga í slímhúð legganga og á leghálsi. Stundum sést ekkert athugavert við skoðun karla og kvenna þótt sýking sé til staðar.

Nú orðið er auðvelt að greina smit. Einungis þarf þvagprufu til. Niðurstöður liggja yfirleitt fyrir innan fárra daga. Ekki er hægt að greina klamydíusýkingu með blóðprófi. Fyrir getur komið að klamydía finnist ekki við rannsókn þótt viðkomandi sé sýktur.

Meðferð

Klamydía er meðhöndluð með ákveðnum sýklalyfjum í töfluformi. Penisilínmeðferð dugar þó ekki. Þau lyf sem oftast eru notuð nú á dögum þarf aðeins að taka í einum skammti eða einu sinni á dag í vikutíma.

Eins og áður segir eru rannsóknir ekki alltaf öruggar. Því er mikilvægt að meðhöndla alla sem grunur leikur á að séu smitaðir, jafnvel þótt niðurstöður rannsókna hafi ekki staðfest smit.

Mynd: Aftonbladet.se

Birt með góðfúslegu leyfi Landlæknisembættisins. Á heimasíðu þess er að finna frekari umfjöllun um kynsjúkdóma.

...