Sólin Sólin Rís 05:33 • sest 21:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:14 • Sest 05:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:26 • Síðdegis: 23:41 í Reykjavík

Hvað er lekandi og hvernig er hægt að lækna hann?

JGÞ

Lekandi er kynsjúkdómur sem orsakast af bakteríunni Neisseria gonorroheae. Bakterían getur sest að í kynfærum, þvagrás, endaþarmi eða hálsi. Hægt er að smitast af lekanda við samfarir, endaþarmsmök og munnmök.

Þeir sem smitast af lekanda verða yfirleitt varir við breytingu á lit og lykt á útferð úr leggöngum eða þvagrás. Einnig veldur lekandi iðulega miklum sársauka við þvaglát eða verk í grindarholi, hjá bæði konum og körlum. Sumir sem fá lekanda eru einkennalausir en geta engu að síður smitað aðra. Einkenni lekanda og klamydíu eru svipuð en þó heldur meiri hjá þeim sem fá lekanda. Einkenni sjúkdómsins koma oftast fram á fyrstu viku eftir smit en það getur þó gerst síðar.

Bandarísk auglýsing frá miðri síðustu öld þar sem því er lofað að sýklalyf lækni lekanda á fjórum tímum.

Til þess að lækna lekanda eru notuð sýklalyf. Áður en þau eru gefin þarf að taka sýni til ræktunar og finna rétta sýklalyfið. Lekandabakterían getur verið af ýmsum stofnum og margir þeirra eru ónæmir gegn sumum sýklalyfjum.

Rétt er að taka fram að lekandi er alvarlegur sjúkdómur. Hann getur valdið ófrjósemi bæði hjá konum og körlum. Eins getur hann valdið sýkingu og bólgu í liðum, augnsýkingum og í verstu tilvikum sýkingu í eggjaleiðurum og kviðarholi.

Árið 2018 greindust 106 einstaklingar með lekanda á Íslandi, mikill meirihluti þeirra voru karlmenn eða 83%. Lekandatilfellum hefur farið nokkuð fjölgandi undanfarin ár. Á árunum 1997 til 2004 voru greind tilfelli aldrei fleiri en 10 á ári. En frá 2005 hafa yfirleitt greinst nokkrir tugir manna með lekanda og undanfarin tvö ár hafa tilfellin verið 100 eða fleiri.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.10.2019

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er lekandi og hvernig er hægt að lækna hann?“ Vísindavefurinn, 9. október 2019. Sótt 21. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78083.

JGÞ. (2019, 9. október). Hvað er lekandi og hvernig er hægt að lækna hann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78083

JGÞ. „Hvað er lekandi og hvernig er hægt að lækna hann?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2019. Vefsíða. 21. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78083>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er lekandi og hvernig er hægt að lækna hann?
Lekandi er kynsjúkdómur sem orsakast af bakteríunni Neisseria gonorroheae. Bakterían getur sest að í kynfærum, þvagrás, endaþarmi eða hálsi. Hægt er að smitast af lekanda við samfarir, endaþarmsmök og munnmök.

Þeir sem smitast af lekanda verða yfirleitt varir við breytingu á lit og lykt á útferð úr leggöngum eða þvagrás. Einnig veldur lekandi iðulega miklum sársauka við þvaglát eða verk í grindarholi, hjá bæði konum og körlum. Sumir sem fá lekanda eru einkennalausir en geta engu að síður smitað aðra. Einkenni lekanda og klamydíu eru svipuð en þó heldur meiri hjá þeim sem fá lekanda. Einkenni sjúkdómsins koma oftast fram á fyrstu viku eftir smit en það getur þó gerst síðar.

Bandarísk auglýsing frá miðri síðustu öld þar sem því er lofað að sýklalyf lækni lekanda á fjórum tímum.

Til þess að lækna lekanda eru notuð sýklalyf. Áður en þau eru gefin þarf að taka sýni til ræktunar og finna rétta sýklalyfið. Lekandabakterían getur verið af ýmsum stofnum og margir þeirra eru ónæmir gegn sumum sýklalyfjum.

Rétt er að taka fram að lekandi er alvarlegur sjúkdómur. Hann getur valdið ófrjósemi bæði hjá konum og körlum. Eins getur hann valdið sýkingu og bólgu í liðum, augnsýkingum og í verstu tilvikum sýkingu í eggjaleiðurum og kviðarholi.

Árið 2018 greindust 106 einstaklingar með lekanda á Íslandi, mikill meirihluti þeirra voru karlmenn eða 83%. Lekandatilfellum hefur farið nokkuð fjölgandi undanfarin ár. Á árunum 1997 til 2004 voru greind tilfelli aldrei fleiri en 10 á ári. En frá 2005 hafa yfirleitt greinst nokkrir tugir manna með lekanda og undanfarin tvö ár hafa tilfellin verið 100 eða fleiri.

Heimildir og mynd:

...