Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þýðir orðið galgopi?

Guðrún Kvaran

Orðið galgopi er notað um karl eða konu sem er fljótfær og sýnir litla aðgæslu. Það er sett saman af áhersluforliðnum gal-, sem elst dæmi eru um frá 18. öld (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:224), og nafnorðinu gopi sem hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt ‘munnop, lítill (gráðugur) munnur; op; stutt, skjóllítil flík, (opinn) poki’ og eins og þegar er nefnt ‘fljótfær maður’ (sama heimild: 269). Gal- kemur fyrir til dæmis í lýsingarorðunum galauður, galtómur og galopinn.

Orðið galgopi er notað um karl eða konu sem er fljótfær og sýnir litla aðgæslu.

Orðið galgopi þekkist að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Elsta dæmi sem fram kemur við leit í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr bréfasafni Ólafs Davíðssonar frá árunum 1877 til 1895 og dagbók frá 1881 til 1882. Heldur eldra er dæmi af timarit.is úr blaðinu Norðlingi frá 1875.

Heimildir:

Mynd:
  • Jaywalking - Wikipedia. Myndrétthafi er U.S. National Archives and Records Administration. (Sótt 12.06.2017).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.8.2017

Spyrjandi

Kristófer Kristjánsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið galgopi? “ Vísindavefurinn, 23. ágúst 2017. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74068.

Guðrún Kvaran. (2017, 23. ágúst). Hvað þýðir orðið galgopi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74068

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið galgopi? “ Vísindavefurinn. 23. ágú. 2017. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74068>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir orðið galgopi?
Orðið galgopi er notað um karl eða konu sem er fljótfær og sýnir litla aðgæslu. Það er sett saman af áhersluforliðnum gal-, sem elst dæmi eru um frá 18. öld (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:224), og nafnorðinu gopi sem hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt ‘munnop, lítill (gráðugur) munnur; op; stutt, skjóllítil flík, (opinn) poki’ og eins og þegar er nefnt ‘fljótfær maður’ (sama heimild: 269). Gal- kemur fyrir til dæmis í lýsingarorðunum galauður, galtómur og galopinn.

Orðið galgopi er notað um karl eða konu sem er fljótfær og sýnir litla aðgæslu.

Orðið galgopi þekkist að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Elsta dæmi sem fram kemur við leit í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr bréfasafni Ólafs Davíðssonar frá árunum 1877 til 1895 og dagbók frá 1881 til 1882. Heldur eldra er dæmi af timarit.is úr blaðinu Norðlingi frá 1875.

Heimildir:

Mynd:
  • Jaywalking - Wikipedia. Myndrétthafi er U.S. National Archives and Records Administration. (Sótt 12.06.2017).
...