Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þýðir orðið forláta, til dæmis þegar talað er um forlátabíl, og hvaðan kemur það?

Forláta- er notað í samsetningum sem herðandi forliður í jákvæðri merkingu ‛afbragðs-, ágætis-’. Elstu dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans eru frá miðri 19. öld þar sem talað er um forlátagrip og forlátaþing. Uppruninn er ekki ljós. Ekki er unnt að benda á beinar samsvaranir í grannmálunum.

Forláta- er notað í samsetningum sem herðandi forliður í jákvæðri merkingu 'afbragðs-, ágætis-. Uppruni er ekki ljós.

Ef til vill eru einhver tengsl við nafnorðið forlát ‛fyrirgefning’ og sögnina forláta ‛fyrirgefa’, samanber dönsku forlade ‛yfirgefa, fyrirgefa’ og miðlágþýsku vorlāten í sömu merkingu.

Mynd:

Útgáfudagur

4.10.2012

Spyrjandi

Sigurður Þórólfsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið forláta, til dæmis þegar talað er um forlátabíl, og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn, 4. október 2012. Sótt 20. nóvember 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=62879.

Guðrún Kvaran. (2012, 4. október). Hvað þýðir orðið forláta, til dæmis þegar talað er um forlátabíl, og hvaðan kemur það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62879

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið forláta, til dæmis þegar talað er um forlátabíl, og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2012. Vefsíða. 20. nóv. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62879>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Svarti ferningurinn

Pólsk-rússneski málarinn og listfræðingurinn Kazimir Malevich málaði verk sem kallast Svarti ferningurinn árið 1915. Verkið er málaður svartur ferningur og er iðulega talið eitt af lykilverkum afstraktlistar. Hugtakið afstrakt er oftast notað um myndlist sem leitast ekki við að endurgera hinn sýnilega veruleika. Það er dregið af latneska orðinu abstrahere sem þýðir ‚draga frá‘.