Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 82 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið gardína og er rétt að nota það í samsetningunni gluggagardína?

Orðið gardína er tökuorð frá 19. öld úr dönsku gardin ‛gluggatjald’. Þangað er það líklega komið úr háþýsku Gardine sem aftur tók orðið að láni úr miðhollensku gardine sem notað var um forhengi við rúm. Í hollensku barst orðið úr frönsku courtine, úr kirkjulatínu cortīna ‛forhengi’. Orðið gardína...

category-iconJarðvísindi

Getur "jaði" (á ensku jade) myndast á Íslandi?

Jaði er samheiti steinefnis sem er eftirsótt ýmist sem skrautsteinn eða til útskurðar. Um er að ræða tvær fölgrænar steindir, jaðeít og nefrít. Fyrrnefnda steindin er af flokki pýroxena, samsetning NaAlSi2O6, en hin síðarnefnda er sérlega hart og massíft afbrigði af aktinólíti, af flokki amfibóla (samsetning Ca2(M...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta nautgripir mikið á dag?

Það eru margir þættir sem hafa áhrif á það hversu mikið nautgripir éta. Hægt er að skipta áhrifaþáttum í þrennt, það sem snýr að gripnum sjálfum, fóðrinu og bóndanum. Gripurinn Stærð og holdafar nautgripa hefur áhrif á hversu mikið þeir éta. Ef miðað er við gripi af sömu stærð éta feitir gripir minna en...

category-iconEfnafræði

Eru málmarnir gull, brons, ál og platína frumefni?

Lotukerfið inniheldur öll þekkt frumefni, bæði þau sem koma fyrir í náttúrunni og þau sem manneskjan hefur búið til í eindahröðlum (e. particle accelerators). Til þess að finna út úr því hvort tiltekinn málmur sé frumefni eða ekki er einfaldast að skoða lotukerfið eða leita í töflum/texta sem innihalda öll frumefn...

category-iconJarðvísindi

Hvernig vita vísindamenn að kvikan í Geldingadölum er komin úr möttlinum?

Efsti hluti jarðmöttulsins nefnist deighvolf eða lághraðalag vegna þess að bergið þar er heitt, nálægt bræðslumarki sínu – það er deigt (eins og deig) og hraði jarðskjálftabylgja lækkar á ferð um það. Möttulbergið samanstendur af fjórum steindum, ólivíni, díopsíti, enstatíti og, háð þrýstingi, plagíóklas eða spínl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið forláta, til dæmis þegar talað er um forlátabíl, og hvaðan kemur það?

Forláta- er notað í samsetningum sem herðandi forliður í jákvæðri merkingu ‛afbragðs-, ágætis-’. Elstu dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans eru frá miðri 19. öld þar sem talað er um forlátagrip og forlátaþing. Uppruninn er ekki ljós. Ekki er unnt að benda á beinar samsvaranir í grannmálunum. Forláta- er not...

category-iconJarðvísindi

Hvað getur eldgos orðið heitt?

Efnið sem kemur upp í eldgosum er misheitt og ræður þar miklu hver samsetning þess er. Kvikan sem kemur upp er gjarnan flokkuð eftir því hversu mikið kísilsýrumagn hún inniheldur. Heitasta kvikan er basísk kvika en hún inniheldur minnst af kísilsýru. Basalthraun, algengasta tegund hrauna á Íslandi, eru einmitt...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað getur gerst ef maður smyr sér ekki nesti í skólann?

Ég reikna með að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvort mikilvægt sé að hafa eitthvað til að borða meðan maður er í skólanum. Þekking okkar, byggð bæði á reynslu og rannsóknum, segir okkur að mataræði skiptir mannveruna mjög miklu hvað heilsu og velferð varðar. Undanfarin ár hafa rannsóknir sýnt að þeim sem haf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Hrefna Sigurjónsdóttir rannsakað?

Hrefna Sigurjónsdóttir er prófessor í líffræði við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir Hrefnu eru á sviði dýraatferlisfræði. Hún hefur rannsakað vistfræði og æxlunarhegðun mykjuflugu og bleikju þar sem áhrif kynvals á hegðun karldýranna var í brennidepli. Í báðum tilvikum h...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á holarktískum, nearktískum og palearktískum svæðum og hvaða svæði tilheyrir Ísland?

Orðin holarktískt (holarctic), nearktískt (nearctic) og palearktískt (palearctic) eru notuð í líflandafræði og vísa til útbreiðslu lífvera. Viðfangsefni líflandafræðinnar er landfræðileg dreifing dýra og plantna og áhrif umhverfisþátta eins og veðurfars, landfræðilegra aðstæðna, jarðfræði og fleiri þátta á út...

category-iconLífvísindi: almennt

Ef kynskiptingur yrði klónaður, af hvoru kyninu yrði eftirmyndin, því gamla eða nýja?

Maðurinn (Homo sapiens sapiens) hefur 46 litninga, þar af eru 44 (22 pör) sjálflitningar og tveir kynlitningar. Karlmenn hafa einn X-litning og einn Y-litning en konur hafa tvo X-litninga. Þessir litningar eru í öllum frumum líkamans nema kynfrumunum. Ef kynskiptingur, til dæmis karlmaður sem væri búinn að gang...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Snjóar á Mars?

Ský hafa verið þekkt á Mars í marga áratugi enda er hægt að greina þau frá jörðinni. Á Mars eru ský allt árið um kring en það var þó ekki fyrr árið 2008 sem það uppgötvaðist að það snjóar á Mars. Uppgötvunina gerði Phoenix-geimfarið. Mynd af skýjum á Mars. Flest ský á Mars eru úr frosnu koltvíildi. Snjórinn sem ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða efni eru í lofthjúpi jarðar?

Lofthjúpur jarðar hefur tekið breytingum frá því að hann myndaðist fyrst. Um það er fjallað nánar í svari við spurningunni Hvernig varð lofthjúpurinn til? Í dag samanstendur lofthjúpur jarðar að mestu leyti af eldfjallagösum sem breyttust og þróuðust með lífi. Í þurru lofti, það er lofti sem inniheldur ekki vat...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Svitna svín?

Upprunalega spurningin var: Ég hef oft heyrt sagt að einhver 'svitni eins og svín', en svitna svín? Dýr hafa ýmsar leiðir til þess að stjórna líkamshitanum. Flest spendýr hafa svitakirtla og geta svitnað að einhverju leyti en afar fáar tegundir treysta á þessa aðferð til þess að stýra líkamshitanum og þá fyr...

category-iconJarðvísindi

Er það rétt að kvikan sem undanfarið hefur komið upp á Reykjanesskaga sé ólík annarri kviku á skaganum?

Sennilega hefur 2021-hraunið við Fagradalsfjall verið ítarlegast rannskað allra hrauna á Reykjanesskaga, ekki síst vegna þess að á þeim 160 dögum sem gosið stóð voru reglulega tekin fersk sýni af hrauninu til greiningar. Þannig fékkst í fyrsta sinn í 780 ár tækifæri til að mæla þróun bergbráðar á Reykjanesskaga í ...

Fleiri niðurstöður