Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Eru málmarnir gull, brons, ál og platína frumefni?

Emelía Eiríksdóttir

Lotukerfið inniheldur öll þekkt frumefni, bæði þau sem koma fyrir í náttúrunni og þau sem manneskjan hefur búið til í eindahröðlum (e. particle accelerators). Til þess að finna út úr því hvort tiltekinn málmur sé frumefni eða ekki er einfaldast að skoða lotukerfið eða leita í töflum/texta sem innihalda öll frumefnin, eins og til dæmis í svarinu Hvað heita öll frumefnin?

Lotukerfið.

Ál (Al, e. aluminium) er frumefni númer 13 í lotukerfinu, platína (Pt, e. platinum) er frumefni númer 78 og gull (Au, e. gold) er frumefni númer 79. Brons (e. bronz) er hins vegar ekki í lotukerfinu því brons er ekki frumefni heldur blanda af málmunum kopar og tini. Kopar (Cu, e. copper) og tin (Sn, e. tin) eru hins vegar bæði frumefni, kopar er númer 29 í lotukerfinu og tin númer 50. Hlutfall kopars og tins í bronsi getur verið breytilegt en dæmigerð samsetning er 88% kopar og 12% tin.

Messing (einnig kallað látún á íslensku, e. brass) er annað dæmi um málmblendi en það inniheldur frumefnin kopar og sink (Zn, e. zink). Hlutfall kopars og sinks er breytilegt eftir því hvaða eiginleikum er sóst eftir en dæmigerð samsetning messings inniheldur um 66% kopar og 34% sink.

Mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.5.2023

Spyrjandi

Eva Karen Axelsdóttir

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Eru málmarnir gull, brons, ál og platína frumefni?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2023. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=8591.

Emelía Eiríksdóttir. (2023, 30. maí). Eru málmarnir gull, brons, ál og platína frumefni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=8591

Emelía Eiríksdóttir. „Eru málmarnir gull, brons, ál og platína frumefni?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2023. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=8591>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru málmarnir gull, brons, ál og platína frumefni?
Lotukerfið inniheldur öll þekkt frumefni, bæði þau sem koma fyrir í náttúrunni og þau sem manneskjan hefur búið til í eindahröðlum (e. particle accelerators). Til þess að finna út úr því hvort tiltekinn málmur sé frumefni eða ekki er einfaldast að skoða lotukerfið eða leita í töflum/texta sem innihalda öll frumefnin, eins og til dæmis í svarinu Hvað heita öll frumefnin?

Lotukerfið.

Ál (Al, e. aluminium) er frumefni númer 13 í lotukerfinu, platína (Pt, e. platinum) er frumefni númer 78 og gull (Au, e. gold) er frumefni númer 79. Brons (e. bronz) er hins vegar ekki í lotukerfinu því brons er ekki frumefni heldur blanda af málmunum kopar og tini. Kopar (Cu, e. copper) og tin (Sn, e. tin) eru hins vegar bæði frumefni, kopar er númer 29 í lotukerfinu og tin númer 50. Hlutfall kopars og tins í bronsi getur verið breytilegt en dæmigerð samsetning er 88% kopar og 12% tin.

Messing (einnig kallað látún á íslensku, e. brass) er annað dæmi um málmblendi en það inniheldur frumefnin kopar og sink (Zn, e. zink). Hlutfall kopars og sinks er breytilegt eftir því hvaða eiginleikum er sóst eftir en dæmigerð samsetning messings inniheldur um 66% kopar og 34% sink.

Mynd: ...