Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hversu mörg frumefni eru þekkt og hve mörg þeirra koma fyrir í náttúrunni?

Emelía Eiríksdóttir

Frumefnin (e. elements eða chemical elements) eru í dag 118 talsins. Einungis 81 þessara frumefna eru stöðug, það er að segja þau búa yfir minnst einni stöðugri samsætu (e. isotope). Stöðugustu samsæturnar eru þær sem hafa jafnan fjölda af róteindum og nifteindum. Aðrar samsætur þessara frumefna geta verið óstöðugar þó það sé ekki alltaf raunin.

Með hugtakinu „óstöðugt frumefni“ eða „geislavirkt frumefni“ (e. radioactive element) er átt við frumefni sem sundrast/hrörnar sjálfkrafa einhvern tímann á lífsleiðinni. Við hrörnun (e. decay) sendir frumefnið aðallega frá sér alfa- eða betaeind (e. alpha or beta particle) sem veldur því að viðkomandi frumefni breytist í annað frumefni. Gammageislun (e. gamma radiation) gerist einnig oft samfara alfa- eða betahrörnun. Þá sendir frumefnið frá sér orkumikið ljós þegar örvaður kjarni fellur niður í grunnástand. Gammageislun ein og sér leiðir því ekki til frumefnabreytinga. Fleiri tegundir af geislavirkni eru til en eru mun fátíðari og verða því ekki ræddar hérna.

Ef um alfageislun (e. alpha emission) er að ræða, lækkar sætistalan (e. atomic number) um tvo vegna þess að alfaeind (e. alpha particle) samanstendur af tveimur róteindum (e. protons), sem ákvarða sætistöluna, og tveimur nifteindum (e. neutrons). Alfaeind er líka þekkt sem helínkjarni.Radon (sætistala 86) er geislavirkt og sundrast í pólon (sætistala 84) og alfaeind.

Betageislun er aðeins flóknari; annaðhvort hækkar sætistalan um einn þegar rafeind er geislað eða hún lækkar um einn þegar jáeind, það er jákvætt hlaðinni rafeind, er geislað. Þessar breytingar á sætistölu eiga sér skýringar. Sætistöluaukningin verður þegar nifteind breytist í róteind og rafeind en sætistöluminnkunin verður þegar róteind breytist í nifteind og jáeind.

Frumefni nr. 1-83 að undanskildum frumefnum nr. 43 (teknitín) og 61 (prometín) tilheyra sem sagt þessum 81 stöðugu frumefnum. Frumefni 1-94 hafa þó öll fundist í náttúrunni en í mismiklu magni. Frumefni geta sem sagt fundist í náttúrunni þó að þau séu óstöðug. Það að frumefni sé óstöðugt þýðir ekki að líftími þess sé það lítill að ekki gefist tími til að finna/mæla það heldur þýðir það einungis að innri eiginleikar frumefnisins valda því að það sundrast sjálfkrafa á einhverjum tímapunkti. Líftíminn (yfirleitt talað um helmingunartíma, e. half-life) getur verið brot úr sekúndu upp í milljarða ára, allt eftir því hvert frumefnið er eða öllu heldur hvaða samsætu tiltekins frumefnis er um að ræða.

Frumefni nr. 95-118 hafa hins vegar ekki fundist í náttúrunni, tilvist þeirra er einungis afleiðing kjarnasamruna (e. nuclear fusion) við afar ströng skilyrði í svokölluðum eindahröðlum (e. particle accelerators). Mun fleiri frumefni hafa þó verið búin til í eindahröðlum enda getur verið erfitt að einangra mörg þeirra úr náttúrunni vegna þess hve fáar frumeindir af tilteknum frumefnum eru til í heiminum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Frekara lesefni utan Vísindavefsins:

Myndir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.7.2010

Spyrjandi

Gróa Rún Hlynsdóttir f. 1992, Ritstjórn

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hversu mörg frumefni eru þekkt og hve mörg þeirra koma fyrir í náttúrunni?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2010. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56750.

Emelía Eiríksdóttir. (2010, 14. júlí). Hversu mörg frumefni eru þekkt og hve mörg þeirra koma fyrir í náttúrunni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56750

Emelía Eiríksdóttir. „Hversu mörg frumefni eru þekkt og hve mörg þeirra koma fyrir í náttúrunni?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2010. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56750>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu mörg frumefni eru þekkt og hve mörg þeirra koma fyrir í náttúrunni?
Frumefnin (e. elements eða chemical elements) eru í dag 118 talsins. Einungis 81 þessara frumefna eru stöðug, það er að segja þau búa yfir minnst einni stöðugri samsætu (e. isotope). Stöðugustu samsæturnar eru þær sem hafa jafnan fjölda af róteindum og nifteindum. Aðrar samsætur þessara frumefna geta verið óstöðugar þó það sé ekki alltaf raunin.

Með hugtakinu „óstöðugt frumefni“ eða „geislavirkt frumefni“ (e. radioactive element) er átt við frumefni sem sundrast/hrörnar sjálfkrafa einhvern tímann á lífsleiðinni. Við hrörnun (e. decay) sendir frumefnið aðallega frá sér alfa- eða betaeind (e. alpha or beta particle) sem veldur því að viðkomandi frumefni breytist í annað frumefni. Gammageislun (e. gamma radiation) gerist einnig oft samfara alfa- eða betahrörnun. Þá sendir frumefnið frá sér orkumikið ljós þegar örvaður kjarni fellur niður í grunnástand. Gammageislun ein og sér leiðir því ekki til frumefnabreytinga. Fleiri tegundir af geislavirkni eru til en eru mun fátíðari og verða því ekki ræddar hérna.

Ef um alfageislun (e. alpha emission) er að ræða, lækkar sætistalan (e. atomic number) um tvo vegna þess að alfaeind (e. alpha particle) samanstendur af tveimur róteindum (e. protons), sem ákvarða sætistöluna, og tveimur nifteindum (e. neutrons). Alfaeind er líka þekkt sem helínkjarni.Radon (sætistala 86) er geislavirkt og sundrast í pólon (sætistala 84) og alfaeind.

Betageislun er aðeins flóknari; annaðhvort hækkar sætistalan um einn þegar rafeind er geislað eða hún lækkar um einn þegar jáeind, það er jákvætt hlaðinni rafeind, er geislað. Þessar breytingar á sætistölu eiga sér skýringar. Sætistöluaukningin verður þegar nifteind breytist í róteind og rafeind en sætistöluminnkunin verður þegar róteind breytist í nifteind og jáeind.

Frumefni nr. 1-83 að undanskildum frumefnum nr. 43 (teknitín) og 61 (prometín) tilheyra sem sagt þessum 81 stöðugu frumefnum. Frumefni 1-94 hafa þó öll fundist í náttúrunni en í mismiklu magni. Frumefni geta sem sagt fundist í náttúrunni þó að þau séu óstöðug. Það að frumefni sé óstöðugt þýðir ekki að líftími þess sé það lítill að ekki gefist tími til að finna/mæla það heldur þýðir það einungis að innri eiginleikar frumefnisins valda því að það sundrast sjálfkrafa á einhverjum tímapunkti. Líftíminn (yfirleitt talað um helmingunartíma, e. half-life) getur verið brot úr sekúndu upp í milljarða ára, allt eftir því hvert frumefnið er eða öllu heldur hvaða samsætu tiltekins frumefnis er um að ræða.

Frumefni nr. 95-118 hafa hins vegar ekki fundist í náttúrunni, tilvist þeirra er einungis afleiðing kjarnasamruna (e. nuclear fusion) við afar ströng skilyrði í svokölluðum eindahröðlum (e. particle accelerators). Mun fleiri frumefni hafa þó verið búin til í eindahröðlum enda getur verið erfitt að einangra mörg þeirra úr náttúrunni vegna þess hve fáar frumeindir af tilteknum frumefnum eru til í heiminum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Frekara lesefni utan Vísindavefsins:

Myndir:...