Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru samsætur?

Ágúst Kvaran

Frumeindir (atóm) samanstanda af jákvætt hlöðnum kjörnum og neikvætt hlöðnum rafeindum á sveimi umhverfis kjarnana. Frumeindakjarnar samanstanda ennfremur af jákvætt hlöðnum róteindum og óhlöðnum nifteindum. Fjöldi róteinda segir til um sætistölu viðkomandi frumeinda og er hún einkennandi fyrir viðkomandi frumefni (nánar er fjallað um þetta í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er lotukerfið?).

Frumeindir ákveðins frumefnis geta hins vegar haft mismargar nifteindir. Slíkar frumeindir nefnast samsætur. Dæmi um slíkt eru samsætur frumefnisins vetnis sem inniheldur einungis eina róteind. Algengasta samsæta vetnis, einfaldlega nefnd vetni, inniheldur enga nifteind og hefur einkennistáknið 1H1.

Auk þess eru til sjaldgæfari samsæturnar, tvívetni (þungt vetni, e. deuterium) (2H1 eða D) og þrívetni (e. tritium) (3H1 eða T). Hávísirinn (e. superscript) í táknum samsætanna tilgreinir heildarfjölda kjarnaagna (róteinda og nifteinda), en lágvísirinn tilgreinir fjölda róteinda.

Vatn (sameindatákn: H2O) með vetnissamsætur 2H1 (þungt vetni) nefnist þungt vatn en nánar er fjallað um það í svari Finnboga Óskarssonar við spurningunni Hvað er þungt vatn og til hvers er það notað?



Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Höfundur

Ágúst Kvaran

prófessor emeritus í eðlisefnafræði við HÍ

Útgáfudagur

29.7.2004

Spyrjandi

Arnar Páll Birgisson

Tilvísun

Ágúst Kvaran. „Hvað eru samsætur?“ Vísindavefurinn, 29. júlí 2004, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4431.

Ágúst Kvaran. (2004, 29. júlí). Hvað eru samsætur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4431

Ágúst Kvaran. „Hvað eru samsætur?“ Vísindavefurinn. 29. júl. 2004. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4431>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru samsætur?
Frumeindir (atóm) samanstanda af jákvætt hlöðnum kjörnum og neikvætt hlöðnum rafeindum á sveimi umhverfis kjarnana. Frumeindakjarnar samanstanda ennfremur af jákvætt hlöðnum róteindum og óhlöðnum nifteindum. Fjöldi róteinda segir til um sætistölu viðkomandi frumeinda og er hún einkennandi fyrir viðkomandi frumefni (nánar er fjallað um þetta í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er lotukerfið?).

Frumeindir ákveðins frumefnis geta hins vegar haft mismargar nifteindir. Slíkar frumeindir nefnast samsætur. Dæmi um slíkt eru samsætur frumefnisins vetnis sem inniheldur einungis eina róteind. Algengasta samsæta vetnis, einfaldlega nefnd vetni, inniheldur enga nifteind og hefur einkennistáknið 1H1.

Auk þess eru til sjaldgæfari samsæturnar, tvívetni (þungt vetni, e. deuterium) (2H1 eða D) og þrívetni (e. tritium) (3H1 eða T). Hávísirinn (e. superscript) í táknum samsætanna tilgreinir heildarfjölda kjarnaagna (róteinda og nifteinda), en lágvísirinn tilgreinir fjölda róteinda.

Vatn (sameindatákn: H2O) með vetnissamsætur 2H1 (þungt vetni) nefnist þungt vatn en nánar er fjallað um það í svari Finnboga Óskarssonar við spurningunni Hvað er þungt vatn og til hvers er það notað?



Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:...