Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um frumefnið ál?

Baldur Bergmann Einarsson og BRH

Ál er frumefni nr. 13 í lotukerfinu. Ál er silfurhvítur léttmálmur með mólmassa 26,98 g/mól. Efnið er sterkt miðað við eðlisþyngd og auðvelt í mótun. Þessir eiginleikar álsins endurspeglast í því að það er annar mest notaði málmurinn í heiminum á eftir stáli. Ál er ekki segulmagnað en eins og almennt gildir um málma leiðir ál vel rafmagn og hita. Ál er endurvinnanlegt og er um 75% af því áli sem hefur verið framleitt enn í notkun.

Ál var uppgötvað árið 1825 þegar af danski efnafræðingurinn Hans Christian Ørsted einangraði það úr efninu álklóríð (AlCl3). Frumefnið dregur nafn sitt af efninu álúm sem Forn-Grikkir og Rómverjar notuðu meðal annars sem litarefni.

Ál er 13. frumefni lotukerfisins.

Ál er algengasti málmur í jarðskorpunni og finnst aðallega í svokölluðu báxíti sem er málmgrýti ríkt af áloxíðum. Ál er í dag unnið úr súráli (Al2O3), sem unnið er úr báxíti. Rafgreining er notuð til að einangra álið úr súrálinu. Ál er framleitt í margvíslegum tilgangi í heiminum: Það er til dæmis notað í matar- og drykkjarumbúðir; farartæki af ýmsum stærðum og gerðum, svo sem bíla og skip; sjónvarp og hljómflutningstæki og raflínur.

Framleiðsla áls er ekki óumdeild en hún hefur töluverð umhverfisáhrif. Þannig má nefna að losun koltvíildis eða koltvísýrings frá álverinu á Reyðarfirði nemur samanlagt um 564 þúsund tonnum af CO2 og CO2-ígildum, sem er svipað og allur bílafloti Íslendinga losar.

Heimildir

Mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2014.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

10.9.2014

Spyrjandi

Freyja Dís Jónsdóttir

Tilvísun

Baldur Bergmann Einarsson og BRH. „Hvað getið þið sagt mér um frumefnið ál?“ Vísindavefurinn, 10. september 2014, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31948.

Baldur Bergmann Einarsson og BRH. (2014, 10. september). Hvað getið þið sagt mér um frumefnið ál? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31948

Baldur Bergmann Einarsson og BRH. „Hvað getið þið sagt mér um frumefnið ál?“ Vísindavefurinn. 10. sep. 2014. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31948>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um frumefnið ál?
Ál er frumefni nr. 13 í lotukerfinu. Ál er silfurhvítur léttmálmur með mólmassa 26,98 g/mól. Efnið er sterkt miðað við eðlisþyngd og auðvelt í mótun. Þessir eiginleikar álsins endurspeglast í því að það er annar mest notaði málmurinn í heiminum á eftir stáli. Ál er ekki segulmagnað en eins og almennt gildir um málma leiðir ál vel rafmagn og hita. Ál er endurvinnanlegt og er um 75% af því áli sem hefur verið framleitt enn í notkun.

Ál var uppgötvað árið 1825 þegar af danski efnafræðingurinn Hans Christian Ørsted einangraði það úr efninu álklóríð (AlCl3). Frumefnið dregur nafn sitt af efninu álúm sem Forn-Grikkir og Rómverjar notuðu meðal annars sem litarefni.

Ál er 13. frumefni lotukerfisins.

Ál er algengasti málmur í jarðskorpunni og finnst aðallega í svokölluðu báxíti sem er málmgrýti ríkt af áloxíðum. Ál er í dag unnið úr súráli (Al2O3), sem unnið er úr báxíti. Rafgreining er notuð til að einangra álið úr súrálinu. Ál er framleitt í margvíslegum tilgangi í heiminum: Það er til dæmis notað í matar- og drykkjarumbúðir; farartæki af ýmsum stærðum og gerðum, svo sem bíla og skip; sjónvarp og hljómflutningstæki og raflínur.

Framleiðsla áls er ekki óumdeild en hún hefur töluverð umhverfisáhrif. Þannig má nefna að losun koltvíildis eða koltvísýrings frá álverinu á Reyðarfirði nemur samanlagt um 564 þúsund tonnum af CO2 og CO2-ígildum, sem er svipað og allur bílafloti Íslendinga losar.

Heimildir

Mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2014.

...