Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða málmar eru í messing?

Emelía Eiríksdóttir

Messing (e. brass) er málmblendi sem inniheldur kopar (Cu) og sink (Zn) en bæði efnin eru málmar og nágrannar í lotukerfinu, frumefni númer 29 og 30. Kopar er rauð-appelsínugulur/rauð-brúnn á lit en sink er silfurgrátt. Litur messings svipar til kopars en er meira út í gulllitað.

Messing hefur verið notað um langa hríð, elstu dæmi um notkun þess eru frá því 3. öld fyrir Krist. Helstu ástæðurnar fyrir vinsældum messings er hversu auðvelt er að vinna með það (steypa það í mót), það er sterkt og hefur hátt tæringarþol (e. corrosion resistance) og slitþol. Það er því algengt að messing sé að finna í pípulögnum, lásum, hurðahúnum, hjörum, rennilásum, hljóðfærum (til dæmis bjöllum og mörgum blásturshljóðfærum) og skartgripum, svo fátt eitt sé nefnt.

Messing (e. brass) er að finna í mörgum blásturshljóðfærum enda er orðið brass band stundum notað um lúðrasveit á ensku.

Hlutföll kopars og sinks eru mjög breytileg eftir því hvaða eiginleikum sóst er eftir í messing en dæmigerð samsetning er um 66% kopar og 34% sink. Einnig er algengt að bæta hinum ýmsu málmum eða málmleysingjum út í messing til að fá fram enn aðra efnafræðilega og eðlisfræðilega eiginleika. Dæmi um þessi íbótarefni eru ál, járn, mangan, blý, fosfór, arsenik og kísill.

Messing er einnig kallað látún en orðið messing er notað í fleiri germönskum málum samanber messing á norsku og dönsku, mässing á sænsku og Messing á þýsku.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.1.2023

Spyrjandi

Björn Hansson

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hvaða málmar eru í messing?“ Vísindavefurinn, 2. janúar 2023, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=17033.

Emelía Eiríksdóttir. (2023, 2. janúar). Hvaða málmar eru í messing? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=17033

Emelía Eiríksdóttir. „Hvaða málmar eru í messing?“ Vísindavefurinn. 2. jan. 2023. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=17033>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða málmar eru í messing?
Messing (e. brass) er málmblendi sem inniheldur kopar (Cu) og sink (Zn) en bæði efnin eru málmar og nágrannar í lotukerfinu, frumefni númer 29 og 30. Kopar er rauð-appelsínugulur/rauð-brúnn á lit en sink er silfurgrátt. Litur messings svipar til kopars en er meira út í gulllitað.

Messing hefur verið notað um langa hríð, elstu dæmi um notkun þess eru frá því 3. öld fyrir Krist. Helstu ástæðurnar fyrir vinsældum messings er hversu auðvelt er að vinna með það (steypa það í mót), það er sterkt og hefur hátt tæringarþol (e. corrosion resistance) og slitþol. Það er því algengt að messing sé að finna í pípulögnum, lásum, hurðahúnum, hjörum, rennilásum, hljóðfærum (til dæmis bjöllum og mörgum blásturshljóðfærum) og skartgripum, svo fátt eitt sé nefnt.

Messing (e. brass) er að finna í mörgum blásturshljóðfærum enda er orðið brass band stundum notað um lúðrasveit á ensku.

Hlutföll kopars og sinks eru mjög breytileg eftir því hvaða eiginleikum sóst er eftir í messing en dæmigerð samsetning er um 66% kopar og 34% sink. Einnig er algengt að bæta hinum ýmsu málmum eða málmleysingjum út í messing til að fá fram enn aðra efnafræðilega og eðlisfræðilega eiginleika. Dæmi um þessi íbótarefni eru ál, járn, mangan, blý, fosfór, arsenik og kísill.

Messing er einnig kallað látún en orðið messing er notað í fleiri germönskum málum samanber messing á norsku og dönsku, mässing á sænsku og Messing á þýsku.

Heimildir og myndir:

...