Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju er sink svona nauðsynlegt fyrir okkur?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Sink er málmur og eitt af þeim steinefnum sem við þurfum að fá daglega í snefilmagni. Það finnst í sumum fæðutegundum, er bætt í aðrar eða er hægt að fá sem fæðubótarefni. Það finnst einnig í hálstöflum og ýmsum kvefmeðulum sem fást án lyfseðils.

Sink er frumefni með efnatáknið Zn og er númer 30 í lotukerfinu.

Sink er mikilvægt fyrir efnaskipti líkamans, ekki síst sykurefnaskiptin og verkun insúlíns. Það er til dæmis nauðsynlegt til að virkja um það bil 100 ensím, til að mynda ensím sem tekur þátt í að brjóta niður alkóhól. Það gegnir hlutverki í ónæmiskerfi líkamans, nýmyndun prótína og DNA, við frumuskiptingar og kemur við sögu þegar sár gróa. Það er einnig mikilvægt fyrir eðlilegan vöxt og þroska á meðgöngu, í bernsku og á unglingsárunum. Enn fremur er það nauðsynlegt fyrir eðlilegt lyktar- og bragðskyn með því að bindast smáprótíni sem heitir gústín.

Sinkskortur kemur fram í vaxtarstöðvun, lystarleysi og skertum ónæmisviðbrögðum. Í alvarlegri tilfellum geta einnig komið fram hárlos, niðurgangur, getuleysi, lítil karlkynfæri, kynþroska getur seinkað, sár verið lengur að gróa, bragðskyn brenglast og andlegur sljóleiki. Mörg þessara einkenna eru almenns eðlis og ekki sérkenni sinkskorts eingöngu. Því er læknisrannsókn nauðsynleg til að komast að því hver orsökin er. Sinkskortur í líkamanum stafar oftast af of litlu sinki í fæðunni, en ýmsir sjúkdómar geta leitt til sinkskorts þrátt fyrir að nóg sé af því í fæðu, til dæmis kvillar í meltingarveginum sem hafa í för með sér óeðlilegt uppsog næringarefna, langvarandi lifrar- og nýrnasjúkdómar, sigðkornablóðleysi og sykursýki.

Nauðsynlegt er að fá ráðlagðan skammt af sinki daglega til að viðhalda stöðugu ástandi þar sem líkaminn getur ekki safnað sinkforða. Ráðlagður dagskammtur af sinki fer eftir kyni og aldri en er um 10 mg/dag fyrir flesta. Hann er stærri fyrir barnshafandi og mjólkandi konur.

Sink er að finna í ýmsum í matvælum. Mest sinkinnihald er í ostrum en Vesturlandabúar fá mest af sinki úr kjöti, einkum nauta- og lambakjöti og lifur. Baunir, hnetur, heilkorn, sumar tegundir af bættu morgunkorni, mjólkurvörur og skelfiskur eru einnig góðir sinkgjafar. Í jurtaafurðum eins og korni eru efnasambönd (e. phytates) sem binda sink og hindra upptöku þess og því nýtist sink úr dýraafurðum betur.

Ostrur eru góður sinkgjafi en þar sem þær eru ekki á hvers manns borði daglega má einnig benda á korn, lifur, kjöt, fisk og hnetur sem góða uppsprettu sinks.

Talið er að um tveir milljarðar manna í þróunarlöndum fái ekki nóg af sinki úr fæðunni. Börn sem fá ekki nóg sink eru gjörn á að fá sýkingar og niðurgang og sinkskortur á þar með þátt í dauða um 800.000 barna um allan heim á hverju ári. Sink er það snefilsteinefni sem oftast vantar í ræktaðar plöntur og stafar það í flestum tilfellum af sinkskorti í jarðvegi. Áburður sem inniheldur sink er því nauðsynlegur á slíkum stöðum en dæmi um nokkra slíka staði eru stór svæði í Tyrklandi, Indlandi og Kína.

Þótt sink sé lífsnauðsynlegt snefilsteinefni sem við þurfum að fá á hverjum degi getur verið hættulegt að fá of mikið af því. Ef það gerist getur það truflað upptöku kopars og járns úr meltingarveginum en þessi steinefni gegna einnig mörgum mikilvægum hlutverkum í líkamanum. Efri þolmörk fyrir sinki í líkamanum hafa verið sett við 40 mg/dag fyrir fullorðna. Beiskt málmbragð í munni getur verið merki um sinkeitrun.

Heimildir og myndir:


Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Af hverju er sink (úr fæðu eða fjölvítamínum) svona nauðsynlegt fyrir okkur og hvað gerir það? Getur neysla þess verið skaðleg á einhvern hátt?

Höfundur

Útgáfudagur

12.11.2012

Spyrjandi

Gísli Hallgrímsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju er sink svona nauðsynlegt fyrir okkur?“ Vísindavefurinn, 12. nóvember 2012. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61606.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2012, 12. nóvember). Af hverju er sink svona nauðsynlegt fyrir okkur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61606

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju er sink svona nauðsynlegt fyrir okkur?“ Vísindavefurinn. 12. nóv. 2012. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61606>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er sink svona nauðsynlegt fyrir okkur?
Sink er málmur og eitt af þeim steinefnum sem við þurfum að fá daglega í snefilmagni. Það finnst í sumum fæðutegundum, er bætt í aðrar eða er hægt að fá sem fæðubótarefni. Það finnst einnig í hálstöflum og ýmsum kvefmeðulum sem fást án lyfseðils.

Sink er frumefni með efnatáknið Zn og er númer 30 í lotukerfinu.

Sink er mikilvægt fyrir efnaskipti líkamans, ekki síst sykurefnaskiptin og verkun insúlíns. Það er til dæmis nauðsynlegt til að virkja um það bil 100 ensím, til að mynda ensím sem tekur þátt í að brjóta niður alkóhól. Það gegnir hlutverki í ónæmiskerfi líkamans, nýmyndun prótína og DNA, við frumuskiptingar og kemur við sögu þegar sár gróa. Það er einnig mikilvægt fyrir eðlilegan vöxt og þroska á meðgöngu, í bernsku og á unglingsárunum. Enn fremur er það nauðsynlegt fyrir eðlilegt lyktar- og bragðskyn með því að bindast smáprótíni sem heitir gústín.

Sinkskortur kemur fram í vaxtarstöðvun, lystarleysi og skertum ónæmisviðbrögðum. Í alvarlegri tilfellum geta einnig komið fram hárlos, niðurgangur, getuleysi, lítil karlkynfæri, kynþroska getur seinkað, sár verið lengur að gróa, bragðskyn brenglast og andlegur sljóleiki. Mörg þessara einkenna eru almenns eðlis og ekki sérkenni sinkskorts eingöngu. Því er læknisrannsókn nauðsynleg til að komast að því hver orsökin er. Sinkskortur í líkamanum stafar oftast af of litlu sinki í fæðunni, en ýmsir sjúkdómar geta leitt til sinkskorts þrátt fyrir að nóg sé af því í fæðu, til dæmis kvillar í meltingarveginum sem hafa í för með sér óeðlilegt uppsog næringarefna, langvarandi lifrar- og nýrnasjúkdómar, sigðkornablóðleysi og sykursýki.

Nauðsynlegt er að fá ráðlagðan skammt af sinki daglega til að viðhalda stöðugu ástandi þar sem líkaminn getur ekki safnað sinkforða. Ráðlagður dagskammtur af sinki fer eftir kyni og aldri en er um 10 mg/dag fyrir flesta. Hann er stærri fyrir barnshafandi og mjólkandi konur.

Sink er að finna í ýmsum í matvælum. Mest sinkinnihald er í ostrum en Vesturlandabúar fá mest af sinki úr kjöti, einkum nauta- og lambakjöti og lifur. Baunir, hnetur, heilkorn, sumar tegundir af bættu morgunkorni, mjólkurvörur og skelfiskur eru einnig góðir sinkgjafar. Í jurtaafurðum eins og korni eru efnasambönd (e. phytates) sem binda sink og hindra upptöku þess og því nýtist sink úr dýraafurðum betur.

Ostrur eru góður sinkgjafi en þar sem þær eru ekki á hvers manns borði daglega má einnig benda á korn, lifur, kjöt, fisk og hnetur sem góða uppsprettu sinks.

Talið er að um tveir milljarðar manna í þróunarlöndum fái ekki nóg af sinki úr fæðunni. Börn sem fá ekki nóg sink eru gjörn á að fá sýkingar og niðurgang og sinkskortur á þar með þátt í dauða um 800.000 barna um allan heim á hverju ári. Sink er það snefilsteinefni sem oftast vantar í ræktaðar plöntur og stafar það í flestum tilfellum af sinkskorti í jarðvegi. Áburður sem inniheldur sink er því nauðsynlegur á slíkum stöðum en dæmi um nokkra slíka staði eru stór svæði í Tyrklandi, Indlandi og Kína.

Þótt sink sé lífsnauðsynlegt snefilsteinefni sem við þurfum að fá á hverjum degi getur verið hættulegt að fá of mikið af því. Ef það gerist getur það truflað upptöku kopars og járns úr meltingarveginum en þessi steinefni gegna einnig mörgum mikilvægum hlutverkum í líkamanum. Efri þolmörk fyrir sinki í líkamanum hafa verið sett við 40 mg/dag fyrir fullorðna. Beiskt málmbragð í munni getur verið merki um sinkeitrun.

Heimildir og myndir:


Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Af hverju er sink (úr fæðu eða fjölvítamínum) svona nauðsynlegt fyrir okkur og hvað gerir það? Getur neysla þess verið skaðleg á einhvern hátt?
...