Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er selen og til hvers þurfum við það?

Dagur Snær Sævarsson

Frumefnið selen (e. selenium), táknað Se, hefur sætistöluna 34 í lotukerfinu og mólmassann 78,96 g/mól. Selen finnst í jarðvegi, vatni og í sumu fæði, svo sem smjöri, hvítlauk, sólblómafræjum, valhnetum, rúsínum og ýmsum innmat eins og lifur og nýrum svo eitthvað sé nefnt.

Selen gegnir mikilvægu hlutverki við ýmis efnaskipti í líkamanum og tengist meðal annars skjaldkirtlinum þar sem það kemur við sögu í myndun skjaldkirtilshormóna. Selenskortur getur því haft áhrif á virkni skjaldkirtilsins. Skortur á seleni getur einnig leitt til Keshan-sjúkdóms en það er hjartasjúkdómur sem kenndur er við héraðið Keshan í Kína þar sem hann uppgötvaðist. Sjúkdómurinn hefur síðan greinst víðar í heiminum, einkum þar sem magn selens í jarðvegi er mjög lítið.


Frumefnið selen er eitt af snefnilefnum líkamans.

Selen virðist gegna hlutverki andoxunarefna sem hluti af efninu glutathíoni peroxíðasa. Auk þess hefur selen verið rannsakað í tengslum við krabbamein í blöðruhálskirtli og benda ýmsar niðurstöður til þess að hjá sumum karlmönnum geti aukið magn af seleni dregið úr líkum á krabbameini af því tagi.

Þess ber þó að geta að selen er eitt af snefilefnum líkamans og eins og orðið gefur til kynna ætti það að finnast í líkamanum í snefilmagni. Í of miklu magni er það skaðlegt og getur valdið ógleði, uppköstum, magaverkjum, hárlosi, losi á nöglum og þreytu svo aðeins nokkur einkenni séu nefnd. Í versta falli getur ofgnótt selens leitt til dauða.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

nemi í lífefnafræði við Kaupmannahafnarháskóla

Útgáfudagur

15.11.2007

Spyrjandi

Heiðrún Halldórsdóttir
Birta Bjarnadóttir

Tilvísun

Dagur Snær Sævarsson. „Hvað er selen og til hvers þurfum við það?“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2007, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6906.

Dagur Snær Sævarsson. (2007, 15. nóvember). Hvað er selen og til hvers þurfum við það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6906

Dagur Snær Sævarsson. „Hvað er selen og til hvers þurfum við það?“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2007. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6906>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er selen og til hvers þurfum við það?
Frumefnið selen (e. selenium), táknað Se, hefur sætistöluna 34 í lotukerfinu og mólmassann 78,96 g/mól. Selen finnst í jarðvegi, vatni og í sumu fæði, svo sem smjöri, hvítlauk, sólblómafræjum, valhnetum, rúsínum og ýmsum innmat eins og lifur og nýrum svo eitthvað sé nefnt.

Selen gegnir mikilvægu hlutverki við ýmis efnaskipti í líkamanum og tengist meðal annars skjaldkirtlinum þar sem það kemur við sögu í myndun skjaldkirtilshormóna. Selenskortur getur því haft áhrif á virkni skjaldkirtilsins. Skortur á seleni getur einnig leitt til Keshan-sjúkdóms en það er hjartasjúkdómur sem kenndur er við héraðið Keshan í Kína þar sem hann uppgötvaðist. Sjúkdómurinn hefur síðan greinst víðar í heiminum, einkum þar sem magn selens í jarðvegi er mjög lítið.


Frumefnið selen er eitt af snefnilefnum líkamans.

Selen virðist gegna hlutverki andoxunarefna sem hluti af efninu glutathíoni peroxíðasa. Auk þess hefur selen verið rannsakað í tengslum við krabbamein í blöðruhálskirtli og benda ýmsar niðurstöður til þess að hjá sumum karlmönnum geti aukið magn af seleni dregið úr líkum á krabbameini af því tagi.

Þess ber þó að geta að selen er eitt af snefilefnum líkamans og eins og orðið gefur til kynna ætti það að finnast í líkamanum í snefilmagni. Í of miklu magni er það skaðlegt og getur valdið ógleði, uppköstum, magaverkjum, hárlosi, losi á nöglum og þreytu svo aðeins nokkur einkenni séu nefnd. Í versta falli getur ofgnótt selens leitt til dauða.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

...