Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hvaða ólífrænu efni eru í mannslíkamanum?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Áður en lengra er haldið er rétt að gera stuttlega grein fyrir því hvað ólífræn efni eru og hver munurinn er á þeim og lífrænum efnum.

Lífræn efni eru efnasambönd kolefnis nema koltvíoxíð, koleinoxíð og nokkur sölt. Þau finnast í lifandi verum, úrgangi frá þeim og leifum þeirra. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera gerð úr kolefnisfrumeindum sem mynda megingrind sameindanna. Vetni finnst einnig í öllum lífrænum efnum og súrefni, nitur og brennisteinn í mörgum þeirra.

Ólífræn efni eru öll efnasambönd sem eru ekki lífræn. Þau eru mun einfaldari efni og finnast í hinni dauðu náttúru. Mörg þeirra finnast líka í lífverum og eru þeim nauðsynleg eða myndast við starfsemi þeirra, til dæmis súrefni og koltvíoxíð.

Vatn er það efnasamband sem mest er af í líkamanum. Hlutfall þess er mismunandi eftir vefjum líkamans en er að meðaltali um 60% af líkamsþyngd karla og svolítið minna í konum. Vatn er ólífrænt efni, líkt og súrefnið sem við öndum að okkur og koltvíoxíð sem við öndum frá okkur.

Frumefnin sem koma fyrir í þessum ólífrænu efnasamböndum, það er vetni, súrefni og kolefni, er líka að finna í lífrænum efnum í líkama okkar. Saman mynda þessi frumefni, ásamt frumefninu nitri, sem er að finna í öllum prótínum og fleiri lífrænum efnum, rúmlega 96% af líkamsþyngdinni eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni: Hver eru helstu frumefni líkamans?

Líkaminn getur ekki sjálfur myndað ólífræn efni og verðum við að fá þau öll úr fæðunni. Almennt eru þessi efni kölluð steinefni (e. minerals). Steinefnin eru nauðsynleg fyrir samvægi líkamans og gegna ýmsum hlutverkum. Sum eru byggingarefni tanna og beina, önnur eru hjálparhvatar við efnaskiptin og enn önnur koma við sögu í stjórnun vökva- og sýrujafnvægis líkamans, taugaboða og vöðvasamdráttar. Að lokum má nefna að sum steinefni eru hluti af lífsnauðsynlegum lífrænum efnum, eins og blóðrauða og hormóninu þýroxíni. Mörg steinefni gegna fleiri en einu hlutverki. Líkt og með önnur nauðsynleg fæðuefni koma fram skortseinkenni ef við fáum ekki nóg af steinefnum.

Um 3,9% af líkamsþyngdinni eru frumefni sem koma fyrir á formi salta. Það eru málmarnir kalk, kalíum, natríum, magnesíum og járn, og málmleysingjarnir fosfór, klór, brennisteinn og joð. Þessi frumefni eru oft kölluð aðalsteinefni þar sem þó nokkuð er af þeim í líkamanum og við þurfum að fá nokkurt magn af þeim daglega.

Önnur steinefni finnast í okkur í mjög litlu magni hvert um sig og kallast snefilsteinefni (e. trace elements). Þau eru minna en 0,5% af líkamsþyngdinni og þurfum við aðeins örlítið af þeim daglega. Þessi efni eru frumefnin króm, kóbalt, kopar, flúor, mólybdenum, mangan, selen, tin, vanadíum og zink.

Nauðsynlegt er að borða holla og fjölbreytta fæðu til að fá nóg af öllum steinefnum og má alls ekki gleyma grænmeti og ávöxtum í því sambandi.

Dæmi um önnur áhugaverð svör á Vísindavefnum um skyld efni:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

27.10.2006

Spyrjandi

Sif Guðmundsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða ólífrænu efni eru í mannslíkamanum?“ Vísindavefurinn, 27. október 2006. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6342.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 27. október). Hvaða ólífrænu efni eru í mannslíkamanum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6342

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða ólífrænu efni eru í mannslíkamanum?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2006. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6342>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða ólífrænu efni eru í mannslíkamanum?
Áður en lengra er haldið er rétt að gera stuttlega grein fyrir því hvað ólífræn efni eru og hver munurinn er á þeim og lífrænum efnum.

Lífræn efni eru efnasambönd kolefnis nema koltvíoxíð, koleinoxíð og nokkur sölt. Þau finnast í lifandi verum, úrgangi frá þeim og leifum þeirra. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera gerð úr kolefnisfrumeindum sem mynda megingrind sameindanna. Vetni finnst einnig í öllum lífrænum efnum og súrefni, nitur og brennisteinn í mörgum þeirra.

Ólífræn efni eru öll efnasambönd sem eru ekki lífræn. Þau eru mun einfaldari efni og finnast í hinni dauðu náttúru. Mörg þeirra finnast líka í lífverum og eru þeim nauðsynleg eða myndast við starfsemi þeirra, til dæmis súrefni og koltvíoxíð.

Vatn er það efnasamband sem mest er af í líkamanum. Hlutfall þess er mismunandi eftir vefjum líkamans en er að meðaltali um 60% af líkamsþyngd karla og svolítið minna í konum. Vatn er ólífrænt efni, líkt og súrefnið sem við öndum að okkur og koltvíoxíð sem við öndum frá okkur.

Frumefnin sem koma fyrir í þessum ólífrænu efnasamböndum, það er vetni, súrefni og kolefni, er líka að finna í lífrænum efnum í líkama okkar. Saman mynda þessi frumefni, ásamt frumefninu nitri, sem er að finna í öllum prótínum og fleiri lífrænum efnum, rúmlega 96% af líkamsþyngdinni eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni: Hver eru helstu frumefni líkamans?

Líkaminn getur ekki sjálfur myndað ólífræn efni og verðum við að fá þau öll úr fæðunni. Almennt eru þessi efni kölluð steinefni (e. minerals). Steinefnin eru nauðsynleg fyrir samvægi líkamans og gegna ýmsum hlutverkum. Sum eru byggingarefni tanna og beina, önnur eru hjálparhvatar við efnaskiptin og enn önnur koma við sögu í stjórnun vökva- og sýrujafnvægis líkamans, taugaboða og vöðvasamdráttar. Að lokum má nefna að sum steinefni eru hluti af lífsnauðsynlegum lífrænum efnum, eins og blóðrauða og hormóninu þýroxíni. Mörg steinefni gegna fleiri en einu hlutverki. Líkt og með önnur nauðsynleg fæðuefni koma fram skortseinkenni ef við fáum ekki nóg af steinefnum.

Um 3,9% af líkamsþyngdinni eru frumefni sem koma fyrir á formi salta. Það eru málmarnir kalk, kalíum, natríum, magnesíum og járn, og málmleysingjarnir fosfór, klór, brennisteinn og joð. Þessi frumefni eru oft kölluð aðalsteinefni þar sem þó nokkuð er af þeim í líkamanum og við þurfum að fá nokkurt magn af þeim daglega.

Önnur steinefni finnast í okkur í mjög litlu magni hvert um sig og kallast snefilsteinefni (e. trace elements). Þau eru minna en 0,5% af líkamsþyngdinni og þurfum við aðeins örlítið af þeim daglega. Þessi efni eru frumefnin króm, kóbalt, kopar, flúor, mólybdenum, mangan, selen, tin, vanadíum og zink.

Nauðsynlegt er að borða holla og fjölbreytta fæðu til að fá nóg af öllum steinefnum og má alls ekki gleyma grænmeti og ávöxtum í því sambandi.

Dæmi um önnur áhugaverð svör á Vísindavefnum um skyld efni:

Heimildir og mynd:...