Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru steinefni?

Steinefni eru nauðsynleg næringarefni sem líkaminn þarfnast í litlu magni fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Steinefnin nýtast líkamanum yfirleitt best á því formi sem þau koma fyrir í matvælum. Stundum er steinefnum skipt niður í aðalsteinefni og snefilsteinefni. Munurinn á þessum tveimur flokkum felst eingöngu í því að af þeim fyrrtöldu þurfum við meira magn en af þeim síðarnefndu. Hér verður ekki gerður greinarmunur á aðalsteinefnum og snefilefnum heldur eingöngu talað um steinefni.

Steinefni eru í mismunandi magni í mismunandi fæðu, eins og kjöti, korni og kornvörum, fiski, mjólk og mjólkurvörum, grænmeti, ávöxtum (einkum þurrkuðum ávöxtum) og hnetum.Steinefni eru meðal annars í korni og kornvörum, mjólkurvörum, fiski, hnetum, ávöxtum og grænmeti.

Steinefni eru nauðsynleg einkum af þremur ástæðum: til að byggja upp sterk bein og tennur, til að stjórna vökvajafnvægi líkamans og til að umbreyta matnum sem við borðum í orku

Steinefnin eru yfir tuttugu talsins og hér eru þau helstu:

Nánar má lesa um steinefni í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvaða ólífrænu efni eru í mannslíkamanum?

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum

Mynd:


Upprunalega hjóðaði spurningin svona:
Hvað gera steinefni? Getur þú sagt mér eitthvað um steinefni í stórum dráttum?

Þessi texti er fenginn af vef Lýðheilsustöðvar og birtur með góðfúslegu leyfi.

Útgáfudagur

24.8.2010

Spyrjandi

Berglind Sveinsdóttir

Höfundur

Tilvísun

Lýðheilsustöð. „Hvað eru steinefni?“ Vísindavefurinn, 24. ágúst 2010. Sótt 15. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=22548.

Lýðheilsustöð. (2010, 24. ágúst). Hvað eru steinefni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=22548

Lýðheilsustöð. „Hvað eru steinefni?“ Vísindavefurinn. 24. ágú. 2010. Vefsíða. 15. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=22548>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Halldór Björnsson

1965

Halldór Björnsson er haf- og veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á sviði veðurfræði, veðurfarsfræði, haffræði, hafísfræði og loftslagskerfisfræði.