Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru vítamín og til hvers þurfum við þau?

Lýðheilsustöð

Vítamín eru lífræn efni sem líkaminn þarfnast í litlum mæli til þess að tryggja líf, heilbrigði, vöxt og fjölgun. Hvert vítamín gegnir sérhæfðu hlutverki en meginhlutverk þeirra er að taka þátt í stjórnun efnaskipta líkamans. Vítamínin fáum við aðallega úr fæðunni. Ef eitthvert þessara efna skortir í fæðuna getur það haft alvarlegar afleiðingar, raskað eðlilegri líkamsstarfsemi, leitt til sjúkdóma og jafnvel dauða.

Ávextir og grænmeti eru rík af vítamínum.

Vítamínum má skipta í tvo flokka: fituleysanleg og vatnsleysanleg.

Fituleysanleg vítamín eru aðallega í feitum matvælum, eins og dýrafitu, jurtaolíu, mjólkurvörum, lifur og feitum fiski.

Ef borðað er umfram þörf af fituleysanlegum vítamínum safnast þau fyrir í líkamanum, einkum í lifur og fituvef, og líkaminn getur nýtt þau síðar. Þetta skýrir hvers vegna líkaminn kemst af án þess að neyta fituleysanlegu vítamínanna daglega þótt hann þarfnist þeirra á hverjum degi til að starfa eðlilega. Þess vegna getur verið ágætt að hafa smábirgðir í líkamanum en ef of mikið safnast upp getur það valdið skaða. Það má því segja að það sé bæði jákvætt og neikvætt að umframmagn fituleysanlegra vítamína skuli safnast upp í líkamanum.

Eftirtalin vítamín eru fituleysanleg:

Vatnsleysanleg vítamín varðveitast ekki í líkamanum og því þarf að neyta þeirra oftar en þeirra fituleysanlegu.

Ef líkaminn fær stærri skammta af vatnsleysanlegum vítamínum en hann þarf á að halda losar hann sig við umframmagn með þvagi. Þar sem líkaminn geymir ekki vatnsleysanleg vítamín eru þessi vítamín almennt ekki skaðleg.

Vatnsleysanleg vítamín er að finna í ávöxtum, grænmeti og korni. Öfugt við fituleysanlegu vítamínin geta þau eyðilagst við hitun eða við það að komast í snertingu við súrefni í andrúmsloftinu. Einnig geta þau tapast við suðu.

Þetta þýðir að við eldun, sérstaklega suðu, tapast töluvert af þessum vítamínum úr fæðunni. Besta leiðin til að varðveita vatnsleysanlegu vítamínin er því að gufusjóða eða grilla.

Eftirtalin vítamín eru vatnsleysanleg:

  • Þíamín (B1-vítamín)
  • Ríbóflavín (B2-vítamín)
  • Níasín (B3-vítamín)
  • Pýridoxín (B6-vítamín)
  • Kóbalamín (B12-vítamín)
  • Fólat (fólínsýra/fólasín)
  • C-vítamín (askorbínsýra)
  • Bíótín
  • Pantóþensýra

Mynd:


Þessi texti er stytt og örlítið breytt útgáfa af umfjöllun um vítamín og steinefni á vef Lýðheilsustöðvar og birtur með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Útgáfudagur

2.3.2010

Síðast uppfært

25.1.2022

Spyrjandi

Álfheiður Edda Sigurðardóttir, f. 1996

Tilvísun

Lýðheilsustöð. „Hvað eru vítamín og til hvers þurfum við þau?“ Vísindavefurinn, 2. mars 2010, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47965.

Lýðheilsustöð. (2010, 2. mars). Hvað eru vítamín og til hvers þurfum við þau? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47965

Lýðheilsustöð. „Hvað eru vítamín og til hvers þurfum við þau?“ Vísindavefurinn. 2. mar. 2010. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47965>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru vítamín og til hvers þurfum við þau?
Vítamín eru lífræn efni sem líkaminn þarfnast í litlum mæli til þess að tryggja líf, heilbrigði, vöxt og fjölgun. Hvert vítamín gegnir sérhæfðu hlutverki en meginhlutverk þeirra er að taka þátt í stjórnun efnaskipta líkamans. Vítamínin fáum við aðallega úr fæðunni. Ef eitthvert þessara efna skortir í fæðuna getur það haft alvarlegar afleiðingar, raskað eðlilegri líkamsstarfsemi, leitt til sjúkdóma og jafnvel dauða.

Ávextir og grænmeti eru rík af vítamínum.

Vítamínum má skipta í tvo flokka: fituleysanleg og vatnsleysanleg.

Fituleysanleg vítamín eru aðallega í feitum matvælum, eins og dýrafitu, jurtaolíu, mjólkurvörum, lifur og feitum fiski.

Ef borðað er umfram þörf af fituleysanlegum vítamínum safnast þau fyrir í líkamanum, einkum í lifur og fituvef, og líkaminn getur nýtt þau síðar. Þetta skýrir hvers vegna líkaminn kemst af án þess að neyta fituleysanlegu vítamínanna daglega þótt hann þarfnist þeirra á hverjum degi til að starfa eðlilega. Þess vegna getur verið ágætt að hafa smábirgðir í líkamanum en ef of mikið safnast upp getur það valdið skaða. Það má því segja að það sé bæði jákvætt og neikvætt að umframmagn fituleysanlegra vítamína skuli safnast upp í líkamanum.

Eftirtalin vítamín eru fituleysanleg:

Vatnsleysanleg vítamín varðveitast ekki í líkamanum og því þarf að neyta þeirra oftar en þeirra fituleysanlegu.

Ef líkaminn fær stærri skammta af vatnsleysanlegum vítamínum en hann þarf á að halda losar hann sig við umframmagn með þvagi. Þar sem líkaminn geymir ekki vatnsleysanleg vítamín eru þessi vítamín almennt ekki skaðleg.

Vatnsleysanleg vítamín er að finna í ávöxtum, grænmeti og korni. Öfugt við fituleysanlegu vítamínin geta þau eyðilagst við hitun eða við það að komast í snertingu við súrefni í andrúmsloftinu. Einnig geta þau tapast við suðu.

Þetta þýðir að við eldun, sérstaklega suðu, tapast töluvert af þessum vítamínum úr fæðunni. Besta leiðin til að varðveita vatnsleysanlegu vítamínin er því að gufusjóða eða grilla.

Eftirtalin vítamín eru vatnsleysanleg:

  • Þíamín (B1-vítamín)
  • Ríbóflavín (B2-vítamín)
  • Níasín (B3-vítamín)
  • Pýridoxín (B6-vítamín)
  • Kóbalamín (B12-vítamín)
  • Fólat (fólínsýra/fólasín)
  • C-vítamín (askorbínsýra)
  • Bíótín
  • Pantóþensýra

Mynd:


Þessi texti er stytt og örlítið breytt útgáfa af umfjöllun um vítamín og steinefni á vef Lýðheilsustöðvar og birtur með góðfúslegu leyfi....