Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Í hvaða fæðutegundum er D-vítamín?

Magnús Jóhannsson

Líkami okkar fær fituleysanlega vítamínið D-vítamín á tvennan hátt, sólarljósið breytir vissum efnum í D-vítamín í húðinni og við fáum einnig D-vítamín með fæðunni.

Ef útfjólublátt ljós skín á líkamann, myndast á 10-15 mínútum allt það D-vítamín sem við þurfum þann daginn. Þegar nægjanlegt D-vítamín hefur myndast, minnkar þessi framleiðsla og stöðvast að lokum alveg, þannig að sólböð eða ljósaböð geta aldrei valdið D-vítamíneitrun. Í fæðu fáum við D-vítamín einkum úr fiski, lýsi og eggjarauðum en þar að auki eru ýmsar matvörur bættar með D-vítamíni, meðal annars mjólkurafurðir og viðbit.

Vegna þess að líkaminn getur, með hjálp sólarljóss, búið til D-vítamín má segja að það sé frekar hormón en vítamín. Þetta er þó allflókið mál vegna þess að til eru mismunandi form af D-vítamíni; þau sem skipta mestu máli eru D2- og D3-vítamín, en til þess að gera þau virk í líkamanum koma við sögu sólarljós og líffærin lifur og nýru. Þegar D-vítamínið er komið á virkt form í líkamanum hagar það sér eins og hormón sem stjórnar meðal annars nýtingu kalks og fosfats úr fæðunni og myndun beina.

iskur og eggjarauður innihalda mikið D-vítamín frá náttúrunnar hendi. D-vítamíni er bætt í ýmsar aðrar matvörur, svo sem mjólkurvörur.

Sumir eru í meiri hættu en aðrir að fá of lítið D-vítamín. Fram að tveggja ára aldri eru börn í hættu og ef þau þjást af verulegum skorti á D-vítamíni fá þau beinkröm. Í nágrannalöndum okkar, Norðurlöndum og Bretlandi, hefur komið í ljós að börn innflytjenda eru í verulegri hættu og virðist skýringin að minnsta kosti að hluta til vera sú að matarvenjur þessa fólks henta ekki vel á norðlægum, sólarlitlum slóðum. Annar hópur barna og fullorðinna sem eru í sérstakri hættu eru þeir sem tileinka sér einhæft mataræði, til dæmis grænmetisætur.

Beinkröm kemur oftast í ljós á aldrinum sex mánaða til tveggja ára og lýsir sér með slappleika, óróleika, hægum vexti, vanhæfni til að standa og ganga, verkjum í beinum, mjóum bognum útlimum og stórum liðamótum. Stundum má sjá útstandandi bringubein, kúlur á mótum rifbeina og bringubeins og jafnvel aðra aflögun rifbeina eða höfuðkúpu. Þeir sem verða harðast úti fá þar að auki hættulega krampa.

Greining D-vítamínskorts er tiltölulega einföld og byggist venjulega á því að mæla kalsíum (kalk) og fosfat í blóði og taka röntgenmyndir af viðeigandi beinum. Meðferðin felst í D-vítamíngjöf og þá hverfa öll óþægindi venjulega fljótt. Bein sem hafa afmyndast jafna sig oftast með tímanum en einstaka sinnum þarf síðar meir að laga með skurðaðgerð bein sem ekki lagast nægjanlega vel. Má þar nefna suma sem orðnir eru verulega hjólbeinóttir.

Við vitum að alvarlegur D-vítamínskortur veldur beinkröm hjá börnum og beinmeyru hjá fullorðnum. En margir hafa einnig áhyggjur af vægum D-vítamínskorti sem oft veldur engum einkennum eða óþægindum. Slíkur skortur gæti aukið hættu á krabbameinum í ristli, brjóstum, eggjastokkum, húð (sortuæxli) og blöðruhálskirtli og gæti einnig stuðlað að hjarta- og æðasjúkdómum, truflunum á ónæmiskerfinu og beinþynningu. Þetta eru þó enn sem komið er aðeins vísbendingar, ekkert af þessu getur talist fullsannað.

D-vítamín hefur ýmiss konar áhrif á húðina og hafa verið gerðar ýmsar tilraunir til að lækna húðsjúkdóma með inntöku D-vítamíns. Þetta bar lítinn árangur og leiddi þar að auki oft til D-vítamíneitrunar sem getur verið hættuleg. Nú er verið að gera tilraunir með að bera D-vítamín eða skyld efni á húðina við sjúkdómum eins og til dæmis sóra (psoriasis) og lofa þær mjög góðu.

Mynd:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

14.8.2008

Spyrjandi

Þórný Sigurjónsdóttir
Auður Elín Finnbogadóttir

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Í hvaða fæðutegundum er D-vítamín?“ Vísindavefurinn, 14. ágúst 2008. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=23536.

Magnús Jóhannsson. (2008, 14. ágúst). Í hvaða fæðutegundum er D-vítamín? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=23536

Magnús Jóhannsson. „Í hvaða fæðutegundum er D-vítamín?“ Vísindavefurinn. 14. ágú. 2008. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=23536>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í hvaða fæðutegundum er D-vítamín?
Líkami okkar fær fituleysanlega vítamínið D-vítamín á tvennan hátt, sólarljósið breytir vissum efnum í D-vítamín í húðinni og við fáum einnig D-vítamín með fæðunni.

Ef útfjólublátt ljós skín á líkamann, myndast á 10-15 mínútum allt það D-vítamín sem við þurfum þann daginn. Þegar nægjanlegt D-vítamín hefur myndast, minnkar þessi framleiðsla og stöðvast að lokum alveg, þannig að sólböð eða ljósaböð geta aldrei valdið D-vítamíneitrun. Í fæðu fáum við D-vítamín einkum úr fiski, lýsi og eggjarauðum en þar að auki eru ýmsar matvörur bættar með D-vítamíni, meðal annars mjólkurafurðir og viðbit.

Vegna þess að líkaminn getur, með hjálp sólarljóss, búið til D-vítamín má segja að það sé frekar hormón en vítamín. Þetta er þó allflókið mál vegna þess að til eru mismunandi form af D-vítamíni; þau sem skipta mestu máli eru D2- og D3-vítamín, en til þess að gera þau virk í líkamanum koma við sögu sólarljós og líffærin lifur og nýru. Þegar D-vítamínið er komið á virkt form í líkamanum hagar það sér eins og hormón sem stjórnar meðal annars nýtingu kalks og fosfats úr fæðunni og myndun beina.

iskur og eggjarauður innihalda mikið D-vítamín frá náttúrunnar hendi. D-vítamíni er bætt í ýmsar aðrar matvörur, svo sem mjólkurvörur.

Sumir eru í meiri hættu en aðrir að fá of lítið D-vítamín. Fram að tveggja ára aldri eru börn í hættu og ef þau þjást af verulegum skorti á D-vítamíni fá þau beinkröm. Í nágrannalöndum okkar, Norðurlöndum og Bretlandi, hefur komið í ljós að börn innflytjenda eru í verulegri hættu og virðist skýringin að minnsta kosti að hluta til vera sú að matarvenjur þessa fólks henta ekki vel á norðlægum, sólarlitlum slóðum. Annar hópur barna og fullorðinna sem eru í sérstakri hættu eru þeir sem tileinka sér einhæft mataræði, til dæmis grænmetisætur.

Beinkröm kemur oftast í ljós á aldrinum sex mánaða til tveggja ára og lýsir sér með slappleika, óróleika, hægum vexti, vanhæfni til að standa og ganga, verkjum í beinum, mjóum bognum útlimum og stórum liðamótum. Stundum má sjá útstandandi bringubein, kúlur á mótum rifbeina og bringubeins og jafnvel aðra aflögun rifbeina eða höfuðkúpu. Þeir sem verða harðast úti fá þar að auki hættulega krampa.

Greining D-vítamínskorts er tiltölulega einföld og byggist venjulega á því að mæla kalsíum (kalk) og fosfat í blóði og taka röntgenmyndir af viðeigandi beinum. Meðferðin felst í D-vítamíngjöf og þá hverfa öll óþægindi venjulega fljótt. Bein sem hafa afmyndast jafna sig oftast með tímanum en einstaka sinnum þarf síðar meir að laga með skurðaðgerð bein sem ekki lagast nægjanlega vel. Má þar nefna suma sem orðnir eru verulega hjólbeinóttir.

Við vitum að alvarlegur D-vítamínskortur veldur beinkröm hjá börnum og beinmeyru hjá fullorðnum. En margir hafa einnig áhyggjur af vægum D-vítamínskorti sem oft veldur engum einkennum eða óþægindum. Slíkur skortur gæti aukið hættu á krabbameinum í ristli, brjóstum, eggjastokkum, húð (sortuæxli) og blöðruhálskirtli og gæti einnig stuðlað að hjarta- og æðasjúkdómum, truflunum á ónæmiskerfinu og beinþynningu. Þetta eru þó enn sem komið er aðeins vísbendingar, ekkert af þessu getur talist fullsannað.

D-vítamín hefur ýmiss konar áhrif á húðina og hafa verið gerðar ýmsar tilraunir til að lækna húðsjúkdóma með inntöku D-vítamíns. Þetta bar lítinn árangur og leiddi þar að auki oft til D-vítamíneitrunar sem getur verið hættuleg. Nú er verið að gera tilraunir með að bera D-vítamín eða skyld efni á húðina við sjúkdómum eins og til dæmis sóra (psoriasis) og lofa þær mjög góðu.

Mynd:

...