Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Er eggjarauða fitandi?

EDS

Líkaminn þarf orku til þess að starfa eðlilega og þá orku fáum við úr því sem við setjum ofan í okkur. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. En vísasta leiðin til þess að fitna er að innbyrða meiri orku en líkaminn nær að brenna.

Orkuþörfin er breytileg á milli einstaklinga og skipta þættir eins og aldur og kyn þar máli. Til viðmiðunar má segja að orkuþörf ungs fólks sem stundar einhverja hreyfingu sé á bilinu 2000-2500 kkal (kílókaloríur, líka kallað hitaeiningar) á sólahring.

Eggjarauður eru mjög orkuríkar og neysla þeirra í einhverju magni getur auðveldlega átt þátt í því að líkaminn fær meiri orku en hann þarf til vaxtar og viðhalds. Samkvæmt næringarefnatöflu á vef Matís eru 1500 kílójúl (kJ) eða 359 hitaeiningar í 100 g af hráum eggjarauðum úr hænueggjum. Meðal hænuegg er 50-60 g að þyngd og er hlutfall rauðunnar um 32-35%. Miðað við það er ein eggjarauða um 16-21 g og inniheldur um 60-70 hitaeiningar.



Þessar sex eggjarauður gætu innihaldið allt að 360 hitaeiningar eða um sjötta hluta af orkuþörf dagsins.

Ein eggjarauða við og við leiðir varla til offitu en eins og með flest annað er rétt að gæta hófs. Til þess að fá nánari upplýsingar um næringarefnin í eggjarauðum og öðrum fæðutegundum er fróðlegt að skoða næringarefnatöflurnar á vef Matís.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

10.8.2011

Spyrjandi

Anna Elísabet, f. 1994

Tilvísun

EDS. „Er eggjarauða fitandi? “ Vísindavefurinn, 10. ágúst 2011. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59850.

EDS. (2011, 10. ágúst). Er eggjarauða fitandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59850

EDS. „Er eggjarauða fitandi? “ Vísindavefurinn. 10. ágú. 2011. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59850>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er eggjarauða fitandi?
Líkaminn þarf orku til þess að starfa eðlilega og þá orku fáum við úr því sem við setjum ofan í okkur. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. En vísasta leiðin til þess að fitna er að innbyrða meiri orku en líkaminn nær að brenna.

Orkuþörfin er breytileg á milli einstaklinga og skipta þættir eins og aldur og kyn þar máli. Til viðmiðunar má segja að orkuþörf ungs fólks sem stundar einhverja hreyfingu sé á bilinu 2000-2500 kkal (kílókaloríur, líka kallað hitaeiningar) á sólahring.

Eggjarauður eru mjög orkuríkar og neysla þeirra í einhverju magni getur auðveldlega átt þátt í því að líkaminn fær meiri orku en hann þarf til vaxtar og viðhalds. Samkvæmt næringarefnatöflu á vef Matís eru 1500 kílójúl (kJ) eða 359 hitaeiningar í 100 g af hráum eggjarauðum úr hænueggjum. Meðal hænuegg er 50-60 g að þyngd og er hlutfall rauðunnar um 32-35%. Miðað við það er ein eggjarauða um 16-21 g og inniheldur um 60-70 hitaeiningar.



Þessar sex eggjarauður gætu innihaldið allt að 360 hitaeiningar eða um sjötta hluta af orkuþörf dagsins.

Ein eggjarauða við og við leiðir varla til offitu en eins og með flest annað er rétt að gæta hófs. Til þess að fá nánari upplýsingar um næringarefnin í eggjarauðum og öðrum fæðutegundum er fróðlegt að skoða næringarefnatöflurnar á vef Matís.

Mynd:...