Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fær maður spik af nammi og óhollum mat?

EDS

Eins og lesa má um í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvers vegna verða sumir feitir þótt þeir borði alveg eins mat og þeir grönnu? ákvarðast holdafar af jafnvæginu milli neyslu og bruna. Við innbyrðum daglega fæðu sem inniheldur ákveðinn fjölda hitaeininga og þessi orka er notuð til að reka áfram ýmis efnaferli og til að framleiða varma.

Ef fæðan er orkuríkari en sem nemur orkunni sem við notum geymir líkaminn þessa umframorku í formi fitu, fitufrumurnar fyllast og stækka og við fitnum. Nánar má lesa um þetta í svari svari Þórarins Sveinssonar við spurningunni Af hverju breytast vöðvar í fitu eftir að þjálfun er hætt? og svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Myndast nýjar fitufrumur þegar við fitnum?

Sælgæti inniheldur lítið af nauðsynlegum næringarefnum en er mjög orkuríkt og því þarf ekki að borða mikið af því til þess að orkuneyslan verði meiri en orkuþörfin. Sem dæmi má taka súkkulaði en Björn Sigurður Gunnarsson fjallar það í svari við spurningunni Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann? Þar má meðal annars lesa að í 100 grömmum af súkkulaði (sem jafngildir einni súkkulaðiplötu) eru yfir 500 hitaeiningar (kcal), sem samsvarar rúmlega 1/4 af daglegri orkuneyslu kvenna í síðustu landskönnun.

Á sama hátt er margt af því sem telst til óhollrar fæðu mjög orkuríkt þannig að ef við borðum mikið af slíkum mat náum við ekki að brenna öllum þeim hitaeiningum sem við innbyrðum.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.6.2004

Spyrjandi

Kristín Kristjánsdóttir, f. 1992

Tilvísun

EDS. „Af hverju fær maður spik af nammi og óhollum mat?“ Vísindavefurinn, 1. júní 2004, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4305.

EDS. (2004, 1. júní). Af hverju fær maður spik af nammi og óhollum mat? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4305

EDS. „Af hverju fær maður spik af nammi og óhollum mat?“ Vísindavefurinn. 1. jún. 2004. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4305>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fær maður spik af nammi og óhollum mat?
Eins og lesa má um í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvers vegna verða sumir feitir þótt þeir borði alveg eins mat og þeir grönnu? ákvarðast holdafar af jafnvæginu milli neyslu og bruna. Við innbyrðum daglega fæðu sem inniheldur ákveðinn fjölda hitaeininga og þessi orka er notuð til að reka áfram ýmis efnaferli og til að framleiða varma.

Ef fæðan er orkuríkari en sem nemur orkunni sem við notum geymir líkaminn þessa umframorku í formi fitu, fitufrumurnar fyllast og stækka og við fitnum. Nánar má lesa um þetta í svari svari Þórarins Sveinssonar við spurningunni Af hverju breytast vöðvar í fitu eftir að þjálfun er hætt? og svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Myndast nýjar fitufrumur þegar við fitnum?

Sælgæti inniheldur lítið af nauðsynlegum næringarefnum en er mjög orkuríkt og því þarf ekki að borða mikið af því til þess að orkuneyslan verði meiri en orkuþörfin. Sem dæmi má taka súkkulaði en Björn Sigurður Gunnarsson fjallar það í svari við spurningunni Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann? Þar má meðal annars lesa að í 100 grömmum af súkkulaði (sem jafngildir einni súkkulaðiplötu) eru yfir 500 hitaeiningar (kcal), sem samsvarar rúmlega 1/4 af daglegri orkuneyslu kvenna í síðustu landskönnun.

Á sama hátt er margt af því sem telst til óhollrar fæðu mjög orkuríkt þannig að ef við borðum mikið af slíkum mat náum við ekki að brenna öllum þeim hitaeiningum sem við innbyrðum.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....