Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er gos fitandi?

EDS

Já gos getur verið fitandi ef það er sykur í því.

Líkaminn þarf orku til þess að starfa eðlilega og þá orku fáum við úr því sem við setjum ofan í okkur. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. En vísasta leiðin til þess að fitna er að innbyrða meiri orku en líkaminn nær að brenna.

Orkuþörfin er breytileg á milli einstaklinga og skipta þættir eins og aldur og kyn þar máli. Til viðmiðunar má segja að orkuþörf ungs fólks sem stundar einhverja hreyfingu sé á bilinu 2000-2500 hitaeiningar á sólahring.

Samkvæmt upplýsingum um næringargildi á umbúðum gefa 100 ml af sykruðu kóki um 42 hitaeiningar. Svipaða sögu er að segja um aðra sykraða gosdrykki. Í hálfum lítra, sem er algeng skammtastærð, eru því 210 hitaeiningar eða um 10% af orkuþörfinni miðað við 2000 hitaeiningar á sólahring.



Mikil gosdrykkja er talin ein af ástæðum offitu hjá ungu fólki á Vesturlöndum.

Flestir fá næga orku úr daglegri fæðu og þær hitaeiningar sem koma með gosdrykkju eru því oftast nær hrein og klár viðbót sem líkaminn geymir sem fitu. Einhver kann að spyrja hvort ekki sé hægt að borða minna til þess að eiga inni “kvóta” fyrir orkunni sem fæst með gosdrykkjum. Það er hins vegar mjög óskynsamlegt og ekki heilsusamlegt, þar sem venjulegur matur inniheldur nauðsynleg næringarefni sem við þurfum á að halda en gosdrykkir gefa okkur ekkert nema orku.

Fyrir utan það að geta átt þátt í aukakílóum er gos mjög slæmt fyrir tennur þar sem það veldur tannátu (tannskemmdum). Margir hafa líklega heyrt af tilraun þar sem tönn er sett ofan í kók til þess að sjá hversu fljótt hún eyðist. Sykurlaust gos er að því leyti betra, þar sem það inniheldur ekki sykur sem veldur tannátu en hins vegar hefur það alveg sömu áhrif þegar kemur að glerungseyðingu, sem er vaxandi vandamál. Um þetta má lesa nánar í svari við spurningunni Er betra fyrir tannheilsuna að neyta sykurskertra gosdrykkja í stað sykraða, þá í sambandi við tannátu?

Heimildir og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Er gos fitandi? Eða er það bara óhollt fyrir tennurnar eins og maður hefur heyrt í gegnum árin?

Höfundur

Útgáfudagur

25.5.2010

Spyrjandi

Brynjar Smári Alfreðsson

Tilvísun

EDS. „Er gos fitandi?“ Vísindavefurinn, 25. maí 2010, sótt 12. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56308.

EDS. (2010, 25. maí). Er gos fitandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56308

EDS. „Er gos fitandi?“ Vísindavefurinn. 25. maí. 2010. Vefsíða. 12. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56308>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er gos fitandi?
Já gos getur verið fitandi ef það er sykur í því.

Líkaminn þarf orku til þess að starfa eðlilega og þá orku fáum við úr því sem við setjum ofan í okkur. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. En vísasta leiðin til þess að fitna er að innbyrða meiri orku en líkaminn nær að brenna.

Orkuþörfin er breytileg á milli einstaklinga og skipta þættir eins og aldur og kyn þar máli. Til viðmiðunar má segja að orkuþörf ungs fólks sem stundar einhverja hreyfingu sé á bilinu 2000-2500 hitaeiningar á sólahring.

Samkvæmt upplýsingum um næringargildi á umbúðum gefa 100 ml af sykruðu kóki um 42 hitaeiningar. Svipaða sögu er að segja um aðra sykraða gosdrykki. Í hálfum lítra, sem er algeng skammtastærð, eru því 210 hitaeiningar eða um 10% af orkuþörfinni miðað við 2000 hitaeiningar á sólahring.



Mikil gosdrykkja er talin ein af ástæðum offitu hjá ungu fólki á Vesturlöndum.

Flestir fá næga orku úr daglegri fæðu og þær hitaeiningar sem koma með gosdrykkju eru því oftast nær hrein og klár viðbót sem líkaminn geymir sem fitu. Einhver kann að spyrja hvort ekki sé hægt að borða minna til þess að eiga inni “kvóta” fyrir orkunni sem fæst með gosdrykkjum. Það er hins vegar mjög óskynsamlegt og ekki heilsusamlegt, þar sem venjulegur matur inniheldur nauðsynleg næringarefni sem við þurfum á að halda en gosdrykkir gefa okkur ekkert nema orku.

Fyrir utan það að geta átt þátt í aukakílóum er gos mjög slæmt fyrir tennur þar sem það veldur tannátu (tannskemmdum). Margir hafa líklega heyrt af tilraun þar sem tönn er sett ofan í kók til þess að sjá hversu fljótt hún eyðist. Sykurlaust gos er að því leyti betra, þar sem það inniheldur ekki sykur sem veldur tannátu en hins vegar hefur það alveg sömu áhrif þegar kemur að glerungseyðingu, sem er vaxandi vandamál. Um þetta má lesa nánar í svari við spurningunni Er betra fyrir tannheilsuna að neyta sykurskertra gosdrykkja í stað sykraða, þá í sambandi við tannátu?

Heimildir og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Er gos fitandi? Eða er það bara óhollt fyrir tennurnar eins og maður hefur heyrt í gegnum árin?
...