Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað er mikill sykur í kóki?

EDS

Samkvæmt upplýsingum um næringargildi sem eru á kókflöskum og dósum eru 10,6 grömm af kolvetnum (sykri) í hverjum 100 millilítrum af gosdrykknum. Það þýðir að í hálfum lítra, sem er vinsæll skammtur af kóki, eru um 53 grömm af sykri. Í tveggja lítra flösku er sykurmagnið um 212 grömm.

Til þess að átta sig betur á magninu er ágætt að hugsa sykurinn í sykurmolum. Reyndar eru sykurmolar misstórir en það má til dæmis miða við að molinn séu 2 grömm eins og Lýðheilsustöð gerir í ágætri samantekt um viðbættan sykur í matvælum. Samkvæmt því eru rúmlega 26 sykurmolar í hálfum lítra af kóki og 106 sykurmolar í tveggja lítra flösku.Í 100 ml af kóki eru 10,6 g af kolvetnum. Í tveggja lítra flösku eru því alls 212 g sem jafngildir 106 sykurmolum eða 53 teskeiðum af sykri.

Sumum kann að finnast betra að sjá magnið fyrir sér í teskeiðum. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni Cooking measurement converter er ein teskeið af sykri um það bil fjögur grömm. Í hálfslítra kókflösku eða dós eru því rúmlega 13 teskeiðar af sykri og um 53 teskeiðar í tveimur lítrum af kóki.

Sá sem drekkur hálfan lítra af kóki á dag hvern einasta dag vikunnar allan ársins hring fær með gosdrykkjunni einni saman rúmlega eitt og hálft kíló af sykri á mánuði eða rúmlega 19 kíló á ári.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um gosdrykki, til dæmis:

Mynd: EDS


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað eru margir sykurmolar í 2 l kókflösku?

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.5.2008

Spyrjandi

Sigrún Dís Hauksdóttir
Daníel Jónsson

Tilvísun

EDS. „Hvað er mikill sykur í kóki?“ Vísindavefurinn, 16. maí 2008. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=11670.

EDS. (2008, 16. maí). Hvað er mikill sykur í kóki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=11670

EDS. „Hvað er mikill sykur í kóki?“ Vísindavefurinn. 16. maí. 2008. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=11670>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er mikill sykur í kóki?
Samkvæmt upplýsingum um næringargildi sem eru á kókflöskum og dósum eru 10,6 grömm af kolvetnum (sykri) í hverjum 100 millilítrum af gosdrykknum. Það þýðir að í hálfum lítra, sem er vinsæll skammtur af kóki, eru um 53 grömm af sykri. Í tveggja lítra flösku er sykurmagnið um 212 grömm.

Til þess að átta sig betur á magninu er ágætt að hugsa sykurinn í sykurmolum. Reyndar eru sykurmolar misstórir en það má til dæmis miða við að molinn séu 2 grömm eins og Lýðheilsustöð gerir í ágætri samantekt um viðbættan sykur í matvælum. Samkvæmt því eru rúmlega 26 sykurmolar í hálfum lítra af kóki og 106 sykurmolar í tveggja lítra flösku.Í 100 ml af kóki eru 10,6 g af kolvetnum. Í tveggja lítra flösku eru því alls 212 g sem jafngildir 106 sykurmolum eða 53 teskeiðum af sykri.

Sumum kann að finnast betra að sjá magnið fyrir sér í teskeiðum. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni Cooking measurement converter er ein teskeið af sykri um það bil fjögur grömm. Í hálfslítra kókflösku eða dós eru því rúmlega 13 teskeiðar af sykri og um 53 teskeiðar í tveimur lítrum af kóki.

Sá sem drekkur hálfan lítra af kóki á dag hvern einasta dag vikunnar allan ársins hring fær með gosdrykkjunni einni saman rúmlega eitt og hálft kíló af sykri á mánuði eða rúmlega 19 kíló á ári.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um gosdrykki, til dæmis:

Mynd: EDS


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað eru margir sykurmolar í 2 l kókflösku?
...