Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Var kókaín og áfengi í Coca-Cola þegar drykkurinn var fyrst búinn til?

JGÞ

Þegar Coca-Cola kom fyrst á markað árið 1886 var kókaín í drykknum, enda vísar fyrri hlutinn í heitinu til kókarunnans sem kókaín er unnið úr. Í drykknum var hins vegar ekkert áfengi.

Blöð úr kókarunna höfðu áður verið notuð í víntegundir. Franski efnafræðingurinn Angelo Mariani setti vín á markað árið 1863. Það kallaðist Vin Mariani og var bragðbætt með blöðum kókarunnans.

Í víntegundina Vin Mariani voru notuð blöð úr kókarunna.

Lyfjafræðingurinn John Stith Pemberton (1831-1888) bjó til upphaflega Coca-Cola-drykkinn. Hann hafði áður búið til áfengan drykk sem kallaðist Pemberton's French Wine Coca. Í hann voru meðal annars notuð blöð úr kókarunna, kólahneta og áfengi. Coca-Cola-drykkurinn var eins konar áfengislaus útgáfa af Pemberton's French Wine Coca.

Vitneskja manna og hugmyndir um kókaín var önnur fyrir og um aldamótin 1900. Viðhorfsbreyting varð hins vegar snemma á 20. öld. Frá og með árinu 1906 var kókaínið hreinsað úr þeim kókalaufum sem notuð voru til að bragðbæta Coca-Cola. Það var þó ekki fyrr en árið 1929 sem efnafræðingum tókst að hreinsa allt kókaín úr kókalaufum. Kókaín í örlitlu magni var þess vegna í Coca-Cola allt til ársins 1929.

Coca-Cola auglýst til sölu í Tímariti Þjóðræknisfélags Íslendinga, en það kom út í Winnipeg í Kanada. Auglýsingin er frá árinu 1919.

Seinni hluti Coca-Cola-vörumerksins vísar til til svonefndrar kólahnetu. Hún er ekki eiginleg hneta heldur fræ plantna af ættkvíslinni Cola, aðallega tegundanna C. nitida og C. acuminata. Fræin innihalda lífræna efnasambandið koffín, eins og kaffi og te. Í fræjunum er einnig svonefnt þeóbrómín en það finnst líka í kakóbaunum. Efnasamböndin koffín og þeóbrómín tilheyra bæði flokki svonefndra metýlxanþína (e. methylxanthines).

Teikning af fræi og blöðum C. acuminata.

Almennt er heitið kóladrykkir notað um dökka gosdrykki sem upprunalega draga nafn sitt af kólahnetunni. Kóladrykkir í dag innihalda þó ekki endilega bragðefni úr kólahnetu. Í þeim er meðal annars karmellulitur, koffín og sykur, kornsíróp eða annað sætuefni. Bragðefnin eru oftast unnin úr vanillu, kanil og sítrus.

Kólatré vaxa best í hitabeltisregnskógum. Notkun kólahnetunnar á sér langa sögu í Vestur-Afríku þar sem hún er meðal annars tuggin sem hressingarlyf.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

3.9.2016

Spyrjandi

Sölvi Vignisson, Hlynur Torfi Traustason, Lárus Valur Kristjánsson

Tilvísun

JGÞ. „Var kókaín og áfengi í Coca-Cola þegar drykkurinn var fyrst búinn til?“ Vísindavefurinn, 3. september 2016, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=22106.

JGÞ. (2016, 3. september). Var kókaín og áfengi í Coca-Cola þegar drykkurinn var fyrst búinn til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=22106

JGÞ. „Var kókaín og áfengi í Coca-Cola þegar drykkurinn var fyrst búinn til?“ Vísindavefurinn. 3. sep. 2016. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=22106>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Var kókaín og áfengi í Coca-Cola þegar drykkurinn var fyrst búinn til?
Þegar Coca-Cola kom fyrst á markað árið 1886 var kókaín í drykknum, enda vísar fyrri hlutinn í heitinu til kókarunnans sem kókaín er unnið úr. Í drykknum var hins vegar ekkert áfengi.

Blöð úr kókarunna höfðu áður verið notuð í víntegundir. Franski efnafræðingurinn Angelo Mariani setti vín á markað árið 1863. Það kallaðist Vin Mariani og var bragðbætt með blöðum kókarunnans.

Í víntegundina Vin Mariani voru notuð blöð úr kókarunna.

Lyfjafræðingurinn John Stith Pemberton (1831-1888) bjó til upphaflega Coca-Cola-drykkinn. Hann hafði áður búið til áfengan drykk sem kallaðist Pemberton's French Wine Coca. Í hann voru meðal annars notuð blöð úr kókarunna, kólahneta og áfengi. Coca-Cola-drykkurinn var eins konar áfengislaus útgáfa af Pemberton's French Wine Coca.

Vitneskja manna og hugmyndir um kókaín var önnur fyrir og um aldamótin 1900. Viðhorfsbreyting varð hins vegar snemma á 20. öld. Frá og með árinu 1906 var kókaínið hreinsað úr þeim kókalaufum sem notuð voru til að bragðbæta Coca-Cola. Það var þó ekki fyrr en árið 1929 sem efnafræðingum tókst að hreinsa allt kókaín úr kókalaufum. Kókaín í örlitlu magni var þess vegna í Coca-Cola allt til ársins 1929.

Coca-Cola auglýst til sölu í Tímariti Þjóðræknisfélags Íslendinga, en það kom út í Winnipeg í Kanada. Auglýsingin er frá árinu 1919.

Seinni hluti Coca-Cola-vörumerksins vísar til til svonefndrar kólahnetu. Hún er ekki eiginleg hneta heldur fræ plantna af ættkvíslinni Cola, aðallega tegundanna C. nitida og C. acuminata. Fræin innihalda lífræna efnasambandið koffín, eins og kaffi og te. Í fræjunum er einnig svonefnt þeóbrómín en það finnst líka í kakóbaunum. Efnasamböndin koffín og þeóbrómín tilheyra bæði flokki svonefndra metýlxanþína (e. methylxanthines).

Teikning af fræi og blöðum C. acuminata.

Almennt er heitið kóladrykkir notað um dökka gosdrykki sem upprunalega draga nafn sitt af kólahnetunni. Kóladrykkir í dag innihalda þó ekki endilega bragðefni úr kólahnetu. Í þeim er meðal annars karmellulitur, koffín og sykur, kornsíróp eða annað sætuefni. Bragðefnin eru oftast unnin úr vanillu, kanil og sítrus.

Kólatré vaxa best í hitabeltisregnskógum. Notkun kólahnetunnar á sér langa sögu í Vestur-Afríku þar sem hún er meðal annars tuggin sem hressingarlyf.

Heimildir:

Myndir:

...