Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp kók?

Katrín Birgisdóttir og Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir

Það var maður að nafni Dr. John Sith Pemberton, lyfjafræðingur í Atlanta í Georgíu, Bandaríkjunum, sem framleiddi fyrst sírópið sem síðar varð þekkt sem Coca-Cola, árið 1886. Hann var að reyna að finna upp vökva sem læknaði höfuðverk og væri um leið góður á bragðið. Pemberton fór með sírópið í apótek í næsta nágrenni, Jacob’s Pharmacy, þar var kolsýrðu vatni blandað við sírópið og selt í glösum á 5 sent stykkið.

Vinur dr. Pembertons og bókhaldari, Frank Robinson, stakk upp á því að 2 C myndu koma vel út í auglýsingu og hannaði hann nafnið Coca-Cola, og skrift Robinsons varð að einstöku merki kóksins.

Fyrst seldist drykkurinn ekki vel, aðeins um 9 glös á dag. Dr. Pemberton var síðri kaupsýslumaður en uppfinningamaður og byrjaði að selja hlutabréf í fyritæki sínu. Rétt fyrir dauða sinn 1888, seldi hann það sem hann átti eftir í fyrirtækinu sínu til Asa nokkurs Candlers.

Árið 1892 stofnuðu Asa Candler, bróðir hans John S. Candler, Frank Robinsson og tveir aðrir, fyrirtækið Coca-Cola og salan jókst næstum tífalt. Þá fóru þeir að auglýsa vöruna með dagatölum, klukkum og krukkum. Árið eftir fengu þeir einkaleyfi fyrir vörumerkinu Coca-Cola.

Upphaflega var kók nær eingöngu selt sem síróp til veitingastaða sem blönduðu sjálfir við kolsýrðu vatni, en Joseph A. Biedenharn frá Vicksburg, Missippi, datt í hug að tappa drykknum tilbúnum á flöskur og selja þannig. Upp frá því þróaðist sú venja Coca-Cola-fyrirtækisins að selja sírópið svæðisbundnum átöppunaraðilum, líkt og gert er hér á Íslandi, sem sjálfir blanda vatni og kolsýru og tappa á fyrir heimamarkað.

Árið 1929 var hægt með tilkomu opinna kæla að bjóða upp á ískalt Coca-Cola í smásöluverslunum. Skömmu síðar kom svo fyrsti peningasjálfsalinn sem gerði sölu kóks í verksmiðjum, skrifstofum og skólum mögulega.

Á fjórða áratugnum hófst herferðin með jólasveininum sem enn stendur yfir. Haddom Sundblom hannaði jólasvein Coca-Cola sem margir þekkja sem hinn „sanna“ jólasvein, eins og lesa má um í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Er bandaríski jólasveinninn búinn til af Coca-Cola-fyrirtækinu?

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundar

grunnskólanemi í Valhúsaskóla

grunnskólanemi í Valhúsaskóla

Útgáfudagur

5.3.2003

Spyrjandi

Magnea Guðrún

Tilvísun

Katrín Birgisdóttir og Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir. „Hver fann upp kók?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2003, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3202.

Katrín Birgisdóttir og Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir. (2003, 5. mars). Hver fann upp kók? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3202

Katrín Birgisdóttir og Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir. „Hver fann upp kók?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2003. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3202>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp kók?
Það var maður að nafni Dr. John Sith Pemberton, lyfjafræðingur í Atlanta í Georgíu, Bandaríkjunum, sem framleiddi fyrst sírópið sem síðar varð þekkt sem Coca-Cola, árið 1886. Hann var að reyna að finna upp vökva sem læknaði höfuðverk og væri um leið góður á bragðið. Pemberton fór með sírópið í apótek í næsta nágrenni, Jacob’s Pharmacy, þar var kolsýrðu vatni blandað við sírópið og selt í glösum á 5 sent stykkið.

Vinur dr. Pembertons og bókhaldari, Frank Robinson, stakk upp á því að 2 C myndu koma vel út í auglýsingu og hannaði hann nafnið Coca-Cola, og skrift Robinsons varð að einstöku merki kóksins.

Fyrst seldist drykkurinn ekki vel, aðeins um 9 glös á dag. Dr. Pemberton var síðri kaupsýslumaður en uppfinningamaður og byrjaði að selja hlutabréf í fyritæki sínu. Rétt fyrir dauða sinn 1888, seldi hann það sem hann átti eftir í fyrirtækinu sínu til Asa nokkurs Candlers.

Árið 1892 stofnuðu Asa Candler, bróðir hans John S. Candler, Frank Robinsson og tveir aðrir, fyrirtækið Coca-Cola og salan jókst næstum tífalt. Þá fóru þeir að auglýsa vöruna með dagatölum, klukkum og krukkum. Árið eftir fengu þeir einkaleyfi fyrir vörumerkinu Coca-Cola.

Upphaflega var kók nær eingöngu selt sem síróp til veitingastaða sem blönduðu sjálfir við kolsýrðu vatni, en Joseph A. Biedenharn frá Vicksburg, Missippi, datt í hug að tappa drykknum tilbúnum á flöskur og selja þannig. Upp frá því þróaðist sú venja Coca-Cola-fyrirtækisins að selja sírópið svæðisbundnum átöppunaraðilum, líkt og gert er hér á Íslandi, sem sjálfir blanda vatni og kolsýru og tappa á fyrir heimamarkað.

Árið 1929 var hægt með tilkomu opinna kæla að bjóða upp á ískalt Coca-Cola í smásöluverslunum. Skömmu síðar kom svo fyrsti peningasjálfsalinn sem gerði sölu kóks í verksmiðjum, skrifstofum og skólum mögulega.

Á fjórða áratugnum hófst herferðin með jólasveininum sem enn stendur yfir. Haddom Sundblom hannaði jólasvein Coca-Cola sem margir þekkja sem hinn „sanna“ jólasvein, eins og lesa má um í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Er bandaríski jólasveinninn búinn til af Coca-Cola-fyrirtækinu?

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....