Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er virkilega hægt að drekka kók í þremur kynjum?

Ásta Svavarsdóttir

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Kók er íslenska heitið á gosdrykknum Coca-Cola en er að einhverju leyti notað um kóladrykki almennt, óháð því hvert vörumerkið er. Orðið er sprottið af fyrri hluta erlenda vörumerkisins sem hefur verið lagað að íslenskum framburði og stafsetningu. Það er einnig til marks um aðlögun orðsins að íslensku málkerfi að það beygist í samræmi við samhengið sem það birtist í og tengist auðveldlega við aðra orðstofna í samsettum orðum eins og kókflaska, kókskilti, kókverksmiðja og fleiri.

Kyn orðsins kók er nokkuð á reiki eins og oft gerist með tökuorð. Í Íslenskri orðabók (1. útg. 1963) var það sagt vera hvorugkynsorð en í ritdómi um bókina í Skírni 1964 var meðal annars gerð eftirfarandi athugasemd:
  • Kók er aðeins tilgreint sem hvorugkennt orð, en í máli unglinga í Reykjavík er það einnig kvenkennt. („Ég er búinn með kókina mína“).

Í framhaldi af þessu var kvenkyni og reyndar líka karlkyni bætt við í síðari útgáfum orðabókarinnar. Dæmi eru um orðið í öllum þremur kynjum í ritmálssafni Orðabókar Háskólans þótt oft verði ekki ráðið af mynd orðsins eða samhenginu hvert kynið er:
  • Kyn óvíst:
    • Við gefum börnum kók og gos þrátt fyrir alla sykurhræðsluna.
  • Hvorugkyn:
    • Sæktu kókið. Það er í skottinu [::á bílnum].
  • Karlkyn:
    • Þú hefur ekki komið með kókinn.
  • Kvenkyn:
    • Tvær kók, ískaldar, sagði Gulli.

Karlkynsdæmin eru öll nokkuð gömul, frá því um eða fyrir 1960, en bæði hvorugkyns- og kvenkynsmyndir orðsins eru nokkuð algengar fram á þennan dag, til dæmis má finna allnokkur dæmi um hvort tveggja í textasafni Orðabókarinnar þótt hvorugkynsdæmin séu fleiri. Dæmi um kvenkyn eru flest eða öll af svipuðu tagi:
  • Hún benti þjóninum á að koma með aðra kók. (Textasafn OH)
  • [Hann] vissi t.d. ekki að hann væri að hesthúsa 18 kg af hreinum sykri árlega með því að fá sér eina kók á dag. ( Morgunblaðið 11.7.02)
  • Standi þeir sig vel fá þeir kannski leyfi til að skipta á milli sín einni kók svo fremi að afköstin minnki ekki. (Morgunblaðið 28.10.99)

Í öllum þessum dæmum virðist merkingin vera 'flaska af kóki' og í sumum þeirra mætti jafnvel líta svo á að nafnorðið flaska væri undanskilið.

Þessi jólasveinn drekkur kók í þremur kynjum: kókið, kókina og kókinn!

Hliðstæð dæmi eru til með orðum sem vísa til annarra drykkja. Þegar sagt er „Ég ætla að fá aðra appelsín“ eða „Get ég fengið einn kaffi“ stendur kvenkyns- og karlkynsmynd orðanna annar og einn með hvorugkynsnafnorðunum appelsín og kaffi. Venjulega mun þó ekki gert ráð fyrir að nafnorðin hafi skipt um kyn í slíkum dæmum heldur séu orðin flaska (kvk.) og bolli (kk.) þarna undanskilin en ákvarði þó kynið á ákvæðisorðunum: „aðra“ og „einn“.

Á sama hátt mætti líta á flest dæmin þar sem orðið kók virðist vera kvenkyns. Það getur þó ekki átt við um dæmi þar sem ákveðni greinirinn sýnir svo ekki verður um villst að orðið sjálft er kvenkyns.
  • Þura drakk hálfa kókina og þau hin skiptu afgangnum bróðurlega á milli sín. (Textasafn OH)

Kvenkynsmynd orðsins einskorðast þó, eftir því sem best verður séð, við merkinguna 'flaska af kóki' en er aldrei notuð um drykkinn sem slíkan. Þetta sést ágætlega af eftirfarandi dæmi þar sem bæði kvenkyns- og hvorugkynsmynd kemur fram:
  • ég var nýbúinn að þamba eina kók. Svo þegar ég var búinn með kókið og flaskan var orðin tóm [...] ( Morgunblaðið 16.8.98)

Nafnorðið kók er ættað úr amerískri ensku. Það er sprottið af vörumerkinu Coca-Cola sem hefur verið lagað að íslensku sem kókakóla (sjá ritmálssafn Orðabókar Háskólans) og síðan stytt í kók.

Elsta dæmi um orðið í söfnum Orðabókarinnar er frá 1954 en eflaust er það nokkru eldra. Orð sem vísa til ákveðinnar framleiðsluvöru er yfirleitt hægt að aldursgreina nákvæmlega og vitað er að kókakóla varð til í Bandaríkjunum árið 1886. Á Íslandi var farið að framleiða þennan gosdrykk árið 1942 og orðið kók hlýtur að hafa orðið til um líkt leyti.

Heimildir og mynd
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans
  • Textasafn Orðabókar Háskólans
  • Gagnasafn Morgunblaðsins
  • Íslensk orðabók handa skólum og almenningi. Ritstjóri: Árni Böðvarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1963.
  • Íslensk orðabók. 3. útg. Ritstjóri: Mörður Árnason. Edda 2002.
  • Vefsíða Vífilfells.
  • Skírnir. 1964.
  • Mynd: Santa_Drinking_RGB.png. (Sótt 24. 11. 2014).


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Ásta Svavarsdóttir

rannsóknardósent á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

11.12.2014

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ásta Svavarsdóttir. „Er virkilega hægt að drekka kók í þremur kynjum?“ Vísindavefurinn, 11. desember 2014, sótt 5. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68642.

Ásta Svavarsdóttir. (2014, 11. desember). Er virkilega hægt að drekka kók í þremur kynjum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68642

Ásta Svavarsdóttir. „Er virkilega hægt að drekka kók í þremur kynjum?“ Vísindavefurinn. 11. des. 2014. Vefsíða. 5. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68642>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er virkilega hægt að drekka kók í þremur kynjum?
Kók er íslenska heitið á gosdrykknum Coca-Cola en er að einhverju leyti notað um kóladrykki almennt, óháð því hvert vörumerkið er. Orðið er sprottið af fyrri hluta erlenda vörumerkisins sem hefur verið lagað að íslenskum framburði og stafsetningu. Það er einnig til marks um aðlögun orðsins að íslensku málkerfi að það beygist í samræmi við samhengið sem það birtist í og tengist auðveldlega við aðra orðstofna í samsettum orðum eins og kókflaska, kókskilti, kókverksmiðja og fleiri.

Kyn orðsins kók er nokkuð á reiki eins og oft gerist með tökuorð. Í Íslenskri orðabók (1. útg. 1963) var það sagt vera hvorugkynsorð en í ritdómi um bókina í Skírni 1964 var meðal annars gerð eftirfarandi athugasemd:
  • Kók er aðeins tilgreint sem hvorugkennt orð, en í máli unglinga í Reykjavík er það einnig kvenkennt. („Ég er búinn með kókina mína“).

Í framhaldi af þessu var kvenkyni og reyndar líka karlkyni bætt við í síðari útgáfum orðabókarinnar. Dæmi eru um orðið í öllum þremur kynjum í ritmálssafni Orðabókar Háskólans þótt oft verði ekki ráðið af mynd orðsins eða samhenginu hvert kynið er:
  • Kyn óvíst:
    • Við gefum börnum kók og gos þrátt fyrir alla sykurhræðsluna.
  • Hvorugkyn:
    • Sæktu kókið. Það er í skottinu [::á bílnum].
  • Karlkyn:
    • Þú hefur ekki komið með kókinn.
  • Kvenkyn:
    • Tvær kók, ískaldar, sagði Gulli.

Karlkynsdæmin eru öll nokkuð gömul, frá því um eða fyrir 1960, en bæði hvorugkyns- og kvenkynsmyndir orðsins eru nokkuð algengar fram á þennan dag, til dæmis má finna allnokkur dæmi um hvort tveggja í textasafni Orðabókarinnar þótt hvorugkynsdæmin séu fleiri. Dæmi um kvenkyn eru flest eða öll af svipuðu tagi:
  • Hún benti þjóninum á að koma með aðra kók. (Textasafn OH)
  • [Hann] vissi t.d. ekki að hann væri að hesthúsa 18 kg af hreinum sykri árlega með því að fá sér eina kók á dag. ( Morgunblaðið 11.7.02)
  • Standi þeir sig vel fá þeir kannski leyfi til að skipta á milli sín einni kók svo fremi að afköstin minnki ekki. (Morgunblaðið 28.10.99)

Í öllum þessum dæmum virðist merkingin vera 'flaska af kóki' og í sumum þeirra mætti jafnvel líta svo á að nafnorðið flaska væri undanskilið.

Þessi jólasveinn drekkur kók í þremur kynjum: kókið, kókina og kókinn!

Hliðstæð dæmi eru til með orðum sem vísa til annarra drykkja. Þegar sagt er „Ég ætla að fá aðra appelsín“ eða „Get ég fengið einn kaffi“ stendur kvenkyns- og karlkynsmynd orðanna annar og einn með hvorugkynsnafnorðunum appelsín og kaffi. Venjulega mun þó ekki gert ráð fyrir að nafnorðin hafi skipt um kyn í slíkum dæmum heldur séu orðin flaska (kvk.) og bolli (kk.) þarna undanskilin en ákvarði þó kynið á ákvæðisorðunum: „aðra“ og „einn“.

Á sama hátt mætti líta á flest dæmin þar sem orðið kók virðist vera kvenkyns. Það getur þó ekki átt við um dæmi þar sem ákveðni greinirinn sýnir svo ekki verður um villst að orðið sjálft er kvenkyns.
  • Þura drakk hálfa kókina og þau hin skiptu afgangnum bróðurlega á milli sín. (Textasafn OH)

Kvenkynsmynd orðsins einskorðast þó, eftir því sem best verður séð, við merkinguna 'flaska af kóki' en er aldrei notuð um drykkinn sem slíkan. Þetta sést ágætlega af eftirfarandi dæmi þar sem bæði kvenkyns- og hvorugkynsmynd kemur fram:
  • ég var nýbúinn að þamba eina kók. Svo þegar ég var búinn með kókið og flaskan var orðin tóm [...] ( Morgunblaðið 16.8.98)

Nafnorðið kók er ættað úr amerískri ensku. Það er sprottið af vörumerkinu Coca-Cola sem hefur verið lagað að íslensku sem kókakóla (sjá ritmálssafn Orðabókar Háskólans) og síðan stytt í kók.

Elsta dæmi um orðið í söfnum Orðabókarinnar er frá 1954 en eflaust er það nokkru eldra. Orð sem vísa til ákveðinnar framleiðsluvöru er yfirleitt hægt að aldursgreina nákvæmlega og vitað er að kókakóla varð til í Bandaríkjunum árið 1886. Á Íslandi var farið að framleiða þennan gosdrykk árið 1942 og orðið kók hlýtur að hafa orðið til um líkt leyti.

Heimildir og mynd
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans
  • Textasafn Orðabókar Háskólans
  • Gagnasafn Morgunblaðsins
  • Íslensk orðabók handa skólum og almenningi. Ritstjóri: Árni Böðvarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1963.
  • Íslensk orðabók. 3. útg. Ritstjóri: Mörður Árnason. Edda 2002.
  • Vefsíða Vífilfells.
  • Skírnir. 1964.
  • Mynd: Santa_Drinking_RGB.png. (Sótt 24. 11. 2014).


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

...