Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Getur maginn í mér sprungið ef ég þamba kók og gleypi síðan mentos?

Sigurður V. Smárason

Þó svo að kók gjósi afskaplega vel þegar mentos er sett beint ofan í kókflösku, þá er ekki þar með sagt að það sama gerist við aðrar aðstæður.

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað gerist ef maður lætur eitt mentos ofan í stóra kók? er megin ástæða þess að kókið gýs skyndilega að það er í sléttu íláti en yfirborð mentosins er hins vegar hrjúft. Við þær aðstæður losnar mikið af koltvísýringi á stuttum tíma. Ef gosinu er hellt í glas losnar heilmikið af gosi strax við það. Ef mentosi er bætt út í gosglas losnar því ekki eins mikið af koltvísýringi þar sem mikill hluti hans er þegar farinn úr gosinu.


Fólk springur ekki í loft upp þó það þambi kók og gleypi síðan mentos.

Það sama á við ef manneskja drekkur gosið. Um leið og það kemst í snertingu við hið "hrjúfa" yfirborð meltingarvegsins fer koltvísýringurinn að losna úr gosinu. Það er því harla lítið eftir þegar ofan í maga er komið og mentos bætir þar engu við. Meltingarvegurinn er mun hrjúfari en mentos og því full fær sjálfur um að unga út þeim loftbólum sem eftir eru.

Allir þekkja að þurfa að ropa eftir mikið gosþamb eins og slanguryrðið ropvatn vísar til. Það væri því jafnlíklegt að mikið gosþamb gæti sprengt maga manneskju eins og blandan mentos og gos. Sem betur fer ræður líkaminn ágætlega við það að losa sig við óþarfa loft sem myndast þegar gos er drukkið, enda ekki líklegt að gos væri yfirleitt leyfilegt til manneldis ef líkur væru á að fólk spryngi við neyslu þess.

Við þetta má svo að bæta að vísindamennirnir í bandaríska þættinum MythBusters sönnuðu svo ekki væri um villst að það þarf mun meiri þrýsting til að sprengja maga (um það bil 30 faldan loftþrýsting) heldur en losnar úr einni gosflösku (sjá þátt nr. 81).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: MLive.com

Höfundur

forstöðumaður Efnagreiningarseturs Háskóla Íslands

Útgáfudagur

19.10.2007

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Sigurður V. Smárason. „Getur maginn í mér sprungið ef ég þamba kók og gleypi síðan mentos?“ Vísindavefurinn, 19. október 2007. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6858.

Sigurður V. Smárason. (2007, 19. október). Getur maginn í mér sprungið ef ég þamba kók og gleypi síðan mentos? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6858

Sigurður V. Smárason. „Getur maginn í mér sprungið ef ég þamba kók og gleypi síðan mentos?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2007. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6858>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur maginn í mér sprungið ef ég þamba kók og gleypi síðan mentos?
Þó svo að kók gjósi afskaplega vel þegar mentos er sett beint ofan í kókflösku, þá er ekki þar með sagt að það sama gerist við aðrar aðstæður.

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað gerist ef maður lætur eitt mentos ofan í stóra kók? er megin ástæða þess að kókið gýs skyndilega að það er í sléttu íláti en yfirborð mentosins er hins vegar hrjúft. Við þær aðstæður losnar mikið af koltvísýringi á stuttum tíma. Ef gosinu er hellt í glas losnar heilmikið af gosi strax við það. Ef mentosi er bætt út í gosglas losnar því ekki eins mikið af koltvísýringi þar sem mikill hluti hans er þegar farinn úr gosinu.


Fólk springur ekki í loft upp þó það þambi kók og gleypi síðan mentos.

Það sama á við ef manneskja drekkur gosið. Um leið og það kemst í snertingu við hið "hrjúfa" yfirborð meltingarvegsins fer koltvísýringurinn að losna úr gosinu. Það er því harla lítið eftir þegar ofan í maga er komið og mentos bætir þar engu við. Meltingarvegurinn er mun hrjúfari en mentos og því full fær sjálfur um að unga út þeim loftbólum sem eftir eru.

Allir þekkja að þurfa að ropa eftir mikið gosþamb eins og slanguryrðið ropvatn vísar til. Það væri því jafnlíklegt að mikið gosþamb gæti sprengt maga manneskju eins og blandan mentos og gos. Sem betur fer ræður líkaminn ágætlega við það að losa sig við óþarfa loft sem myndast þegar gos er drukkið, enda ekki líklegt að gos væri yfirleitt leyfilegt til manneldis ef líkur væru á að fólk spryngi við neyslu þess.

Við þetta má svo að bæta að vísindamennirnir í bandaríska þættinum MythBusters sönnuðu svo ekki væri um villst að það þarf mun meiri þrýsting til að sprengja maga (um það bil 30 faldan loftþrýsting) heldur en losnar úr einni gosflösku (sjá þátt nr. 81).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: MLive.com...