Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:25 • Sest 00:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:16 • Síðdegis: 16:51 í Reykjavík

Er kók gott fyrir magann þegar maður er með ælupest?

EDS

Það er vel þekkt ráð við gubbupest að drekka gos, kók er mjög gjarnan nefnt en sprite er einnig þekkt. Þetta ráð er ekki séríslenskt fyrirbæri því ef leitað er á Netinu má víða sjá að mælt er með gosdrykkju við ælupest. Þar er reyndar gjarnan mælt með goslausum drykkjum, en einnig kóki og sprite auk þess sem engiferöl (e. ginger ale) er oft nefnt til sögunnar.

Ekki eru til neinar læknisfræðilegar rannsóknir sem styðja þetta ráð. Vísindamenn í Bretlandi gerðu könnun á því hvort hægt væri að finna greinar í gagnagrunnum um læknisfræðileg efni frá 1950 til 2007 sem styddu það að gos væri gott við ælupest. Í stuttu máli fundu þeir engar vísindalegar rannsóknir sem gáfu til kynna að æskilegt væri að drekka gos við gubbupest, og í raun væri ekki rétt að mæla með gosdrykkjum við þessar aðstæður, meðal annars vegna mikils sykurinnihalds.

Ekki er mælt með því að fólk sem er með gubbupest drekki gosdrykki.

Á heimasíðu Barnaspítala Hringsins er að finna leiðbeiningar og ráð við uppköstum og niðurgangi hjá börnum. Þar er ráðlagt að sleppa bæði gosi og ávaxtasafa við magapestum.

Það er gaman að velta fyrir sér hvers vegna gosdrykkir hafa verið taldir góðir við gubbupest. Kannski hefur þetta frekar verið fyrir sálina en magann, sérstaklega áður fyrr þegar gosdrykkir voru ekki á hvers manns borði alla daga vikunnar eins og nú er, heldur aðeins í boði við sérstök tilefni.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

4.6.2009

Spyrjandi

Alda Sveinsdóttir, Inga Björk Jóhannsdóttir

Tilvísun

EDS. „Er kók gott fyrir magann þegar maður er með ælupest? “ Vísindavefurinn, 4. júní 2009. Sótt 27. janúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=52782.

EDS. (2009, 4. júní). Er kók gott fyrir magann þegar maður er með ælupest? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52782

EDS. „Er kók gott fyrir magann þegar maður er með ælupest? “ Vísindavefurinn. 4. jún. 2009. Vefsíða. 27. jan. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52782>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er kók gott fyrir magann þegar maður er með ælupest?
Það er vel þekkt ráð við gubbupest að drekka gos, kók er mjög gjarnan nefnt en sprite er einnig þekkt. Þetta ráð er ekki séríslenskt fyrirbæri því ef leitað er á Netinu má víða sjá að mælt er með gosdrykkju við ælupest. Þar er reyndar gjarnan mælt með goslausum drykkjum, en einnig kóki og sprite auk þess sem engiferöl (e. ginger ale) er oft nefnt til sögunnar.

Ekki eru til neinar læknisfræðilegar rannsóknir sem styðja þetta ráð. Vísindamenn í Bretlandi gerðu könnun á því hvort hægt væri að finna greinar í gagnagrunnum um læknisfræðileg efni frá 1950 til 2007 sem styddu það að gos væri gott við ælupest. Í stuttu máli fundu þeir engar vísindalegar rannsóknir sem gáfu til kynna að æskilegt væri að drekka gos við gubbupest, og í raun væri ekki rétt að mæla með gosdrykkjum við þessar aðstæður, meðal annars vegna mikils sykurinnihalds.

Ekki er mælt með því að fólk sem er með gubbupest drekki gosdrykki.

Á heimasíðu Barnaspítala Hringsins er að finna leiðbeiningar og ráð við uppköstum og niðurgangi hjá börnum. Þar er ráðlagt að sleppa bæði gosi og ávaxtasafa við magapestum.

Það er gaman að velta fyrir sér hvers vegna gosdrykkir hafa verið taldir góðir við gubbupest. Kannski hefur þetta frekar verið fyrir sálina en magann, sérstaklega áður fyrr þegar gosdrykkir voru ekki á hvers manns borði alla daga vikunnar eins og nú er, heldur aðeins í boði við sérstök tilefni.

Heimildir og mynd:

...