Þörungar nota sólarljós og ólífræn næringarefni í sjónum til orkuframleiðslu. Á veturna þegar yfirborðssjór kólnar og vinda gætir blandast sjórinn niður á mikið dýpi og næringarefni berast á ný til yfirborðs. Vegna uppblöndunar haldast svifþörungarnir ekki nægilega lengi uppi í ljóstillífunarlaginu til að ljóstill...
Mikil neysla á fínunnum sykri (hvítum sykri) getur haft í för með sér að næringarþéttni fæðisins verði lítil og að þörf kyrrsetufólks fyrir næringarefni sé ekki fullnægt. Ástæðan er sú að hvítum sykri fylgja engin lífsnauðsynleg vítamín né steinefni - aðeins orka. Ef þörf okkar fyrir næringarefni er ekki fullnægt,...
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hversu ungir mega krakkar vera til að gerast grænmetisætur eða anti-kjötætur? Það hljóta líka að vera einhver skynsemismörk á því að vera vegan eða í einhverjum af þessum flokkum meðan krakkar eru að taka út mestan vöxt og þroska.
Eitt af því sem gerir manninn einstakan...
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað er átt við þegar talað er um bólgur í líkamanum? Eins og er svo mikið talað um varðandi allskonar mat sem á að vera bólgumyndandi eða bólgueyðandi. Og er það virkilega rétt að tómatar eða ómega6 fita sé bólgumyndandi ?
Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar til að sk...
Melting er flókið fyrirbæri þar sem fæðan er brotin niður í nýtanlegt form. Niðurbrot fæðunnar hefst í munni, þaðan fer fæðan niður um vélindað í magann þar sem hún er hnoðuð og brotin enn frekar niður. Smáþarmarnir taka svo við fæðumaukinu frá maganum og taka upp þau næringarefni sem við fáum úr matnum þegar mel...
Innantómar eða tómar hitaeiningar (kaloríur) eru hitaeiningar sem gefa orku en innihalda lítil sem engin næringarefni eins og vítamín og steinefni. Líkaminn þarf á orkunni að halda en vítamín og steinefni eru afar mikilvæg til þess að hann starfi eðlilega.
Uppistaða í sælgæti er sykur. Í 100 grömmum af sykri er...
Kolvetni, fita og prótín eru helstu næringarefni fæðunnar. Til þess að nýta þau úr fæðunni þarf að melta hana fyrst. Það felur í sér að mala hana og síðan að brjóta stórsameindir hennar niður í smásameindir sem hægt er að taka upp í gegnum þarmavegginn í blóðrásina.
Stórsameindirnar eru fjölsykrur eins og mjöl...
Upprunalega spurningin var:
Ef maður prumpar i krukku/dós og lokar strax eftir, helst lyktin af prumpinu í krukkunni?
Til þess að nýta næringarefni úr mat þurfum við að melta fæðuna. Meltingarvegurinn er nokkurra metra langur og nær frá munni til endaþarmsops. Frumur líkamans geta notað næringarefni eins og...
Til hörgulsjúkdóma teljast allir sjúkdómar sem orsakast af skorti á næringarefnum, en hörgull þýðir einmitt skortur. Þar má fyrst nefna sjúkdóma sem stafa af almennum skorti á mat eða hitaeiningum. Einnig teljast allir þeir sjúkdómar sem stafa af skorti á tilteknu næringarefni vera hörgulsjúkdómar.
Sem dæmi um ...
Þessari spurningu er hægt að svara á marga vegu. Líkaminn þarf á vatni, kolvetnum, fitu og próteinum, vítamínum og steinefnum að halda til vaxtar og viðhalds.
Án vatns lifir maðurinn ekki nema nokkra daga, en hann getur lifað margfalt lengur án matar (40-60 daga). Þá nýtir hann sér fitu og vöðvavefi líkamans s...
Undirrituð hefur aldrei heyrt um það að sykur sé góður fyrir pottaplöntur. Aftur á móti er gott að vökva þær með köldu kartöflusoði en í því er að finna ýmis næringarefni sem plöntur þurfa á að halda.
Sykur er hins vegar góður fyrir afskorin blóm og í blómaáburði sem oft fylgir afskornum blómum er mikill ...
Svarið við spurningunni er já. Hins vegar er birki í eðli sínu nokkuð þurftafrek tegund hvað varðar næringarefni í jarðvegi ef hún á að ná sæmilegum vexti og melar eru yfirleitt mjög rýrir. Það er því líklegt að birki verði bæði seinvaxið og smávaxið á melum ef ekkert annað kemur til. Nauðsynlegt er því að nota á...
Sælgæti eða nammi, inniheldur yfirleitt mikinn sykur, og er þar af leiðandi orkuríkt, en hefur lítið af nauðsynlegum næringarefnum eins og fram kemur í svari við spurningunni Úr hverju er nammi?
Vissulega þurfum við á orku að halda til þess að líkami okkar starfi rétt. Við þurfum meira að segja að fá töluver...
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er það rétt að jökulárnar okkar beri næringarefni fram í sjóinn sem fiskurinn lifir á? Ef svo er hvaðan koma þessi næringarefni upprunalega? Væri kannski hægt að skófla þessum næringarefnum upp og sturta í sjóinn án þess að nota jökulárnar?
Stutta svarið: Rétt er að jökulárnar ...
Grundvöllur hinna auðugu fiskimiða við Ísland er mikil framleiðni svifþörunga við landið. Svifþörungar eru smásæjar plöntur sjávar. Á sumrin hafast þeir við í yfirborðslögum þar sem þá rekur með straumum. Eins og plöntur á landi búa svifþörungarnir yfir þeim eiginleikum að þeir geta með hjálp sólarljóssins myndað ...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!