Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru innantómar hitaeiningar?

Áróra Rós Ingadóttir

Innantómar eða tómar hitaeiningar (kaloríur) eru hitaeiningar sem gefa orku en innihalda lítil sem engin næringarefni eins og vítamín og steinefni. Líkaminn þarf á orkunni að halda en vítamín og steinefni eru afar mikilvæg til þess að hann starfi eðlilega.

Uppistaða í sælgæti er sykur. Í 100 grömmum af sykri eru um 400 hitaeiningar en nánast engin næringarefni.

Dæmi um tómar hitaeiningar er viðbættur sykur. Í 100 grömmum af sykri eru um 400 hitaeiningar en nánast engin næringarefni, hvort sem um er að ræða hvítan sykur, púðursykur, hrásykur eða aðra tegund sykurs. Til samaburðar má nefna að í 100 grömmum af ætum hluta eplis eru um 50 hitaeiningar og mikið af næringarefnum.

Ef borðað er mikið af innantómum hitaeiningum fáum við mikla orku en ekki þau næringarefni sem við þurfum á að halda. Það er því ráðlagt að forðast að borða mikið af tómum hitaeiningum og velja frekar matvæli sem eru rík af næringarefnum svo sem ávexti, grænmeti, fisk, gróft kornmeti og fleira.

Heimild og mynd:

Höfundur

Áróra Rós Ingadóttir

næringarfræðingur

Útgáfudagur

12.9.2014

Spyrjandi

Elín Sigríður Ómarsdóttir, Paulina Luty

Tilvísun

Áróra Rós Ingadóttir. „Hvað eru innantómar hitaeiningar?“ Vísindavefurinn, 12. september 2014, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66036.

Áróra Rós Ingadóttir. (2014, 12. september). Hvað eru innantómar hitaeiningar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66036

Áróra Rós Ingadóttir. „Hvað eru innantómar hitaeiningar?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2014. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66036>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru innantómar hitaeiningar?
Innantómar eða tómar hitaeiningar (kaloríur) eru hitaeiningar sem gefa orku en innihalda lítil sem engin næringarefni eins og vítamín og steinefni. Líkaminn þarf á orkunni að halda en vítamín og steinefni eru afar mikilvæg til þess að hann starfi eðlilega.

Uppistaða í sælgæti er sykur. Í 100 grömmum af sykri eru um 400 hitaeiningar en nánast engin næringarefni.

Dæmi um tómar hitaeiningar er viðbættur sykur. Í 100 grömmum af sykri eru um 400 hitaeiningar en nánast engin næringarefni, hvort sem um er að ræða hvítan sykur, púðursykur, hrásykur eða aðra tegund sykurs. Til samaburðar má nefna að í 100 grömmum af ætum hluta eplis eru um 50 hitaeiningar og mikið af næringarefnum.

Ef borðað er mikið af innantómum hitaeiningum fáum við mikla orku en ekki þau næringarefni sem við þurfum á að halda. Það er því ráðlagt að forðast að borða mikið af tómum hitaeiningum og velja frekar matvæli sem eru rík af næringarefnum svo sem ávexti, grænmeti, fisk, gróft kornmeti og fleira.

Heimild og mynd:

...