Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp á sykri?

Helga Sverrisdóttir

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvernig er sykur búinn til?

Elstu heimildir um sykurræktun er að finna í frásögn Alexanders mikla frá árinu 327 fyrir Krist þar sem hann segir frá ræktun á sykurreyr á Indlandi. Á þeim tíma var sykurinn soginn úr sykurreyrnum. Seinna eða árið 300 eftir Krist hafði sykurframleiðslan á Indlandi þróast og þá var sykurinn framleiddur með því að pressa sykurreyrinn og sjóða.

Sykurreyr barst til Sikileyjar og Spánar frá Egyptalandi og Persíu. Árið 1492 flutti Kólumbus sykurreyr með sér frá Kanaríeyjum til Santo Domingo. Sykurreyrinn dreifðist því víða og eftir því sem hann varð aðgengilegri því ódýrara varð að framleiða og kaupa sykur. Smátt og smátt minnkaði kostnaðurinn við framleiðslu sykurs sem leiddi til þess að sykur hætti að vera munaðarvara.

Árið 1747 uppgötvaði efnafræðingurinn Robert Marggraf að sykur væri einnig að finna í safa sykurrófa. Marggraf taldi þó að sykurmagnið í rófunum væri ekki nægilega mikið til þess að það borgaði sig að hefja framleiðslu á sykri úr sykurrófum. En fimmtíu árum síðar tók nemandi Marggraf, Herra Achard, við rannsókn læriföður síns og í kjölfar þess var fyrsta verksmiðjan sem vann sykur úr sykurrófum sett á legg í Kuern í Þýskalandi árið 1802.

Sykurreyr, Saccharum officinarum, er fjölær grastegund sem finnst aðallega í hitabeltinu og í heittempruðum löndum. Sykurrófa, Beta vulgaris, er eins og nafnið gefur til kynna rótarávöxtur sem vex villt í Suðvestur-Asíu, Miðjarðarhafslöndum og í svölu loftslagi eins og í Vestur Evrópu. Um 15% sykurhlutfall er í jurtunum tveimur. Í sykurrófunni er sykurinn að finna í rótinni en í sykurreyrnum er hann að finna í mergnum í stönglinum sem getur verið 3 til 8 metra hár. Algengara er að nota sykurreyr til sykurframleiðslu en sykurrófur.

Sykur er framleiddur á þann hátt að stönglar sykurreyrsins eru teknir og skornir og pressaðir en sykurrófur eru skornar niður og látnar í heitt vatnsbað. Safinn úr jurtunum er því næst látinn kristallast við uppgufun svo að úr verði hrásykur. Hrásykurinn er þveginn og settur í skilvindu og heita gufu til að ná burt sírópsleifum sem gera hann gulan. Það sem síðan er gert ræður því hvort úr verði flórsykur, strásykur, molasykur eða kandís.

Þó að sykur sé aðallega framleiddur úr sykurreyr og sykurrófum er einnig hægt að framleiða hann úr hlynsafa, vínþrúgum, vatnsmelónum og döðlupálmum. Árlega eru framleidd um 100 milljón tonna af hrásykri og mest er framleitt á Indlandi, í Brasilíu, Kína og á Kúbu.

Efnafræðiformúla sykurs er C12 H22O11.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

stjórnmálafræðingur, um tíma starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.12.2001

Spyrjandi

Herdís Haraldsdóttir, f. 1988
Hildur Sólmundsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Helga Sverrisdóttir. „Hver fann upp á sykri?“ Vísindavefurinn, 3. desember 2001, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1985.

Helga Sverrisdóttir. (2001, 3. desember). Hver fann upp á sykri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1985

Helga Sverrisdóttir. „Hver fann upp á sykri?“ Vísindavefurinn. 3. des. 2001. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1985>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp á sykri?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvernig er sykur búinn til?

Elstu heimildir um sykurræktun er að finna í frásögn Alexanders mikla frá árinu 327 fyrir Krist þar sem hann segir frá ræktun á sykurreyr á Indlandi. Á þeim tíma var sykurinn soginn úr sykurreyrnum. Seinna eða árið 300 eftir Krist hafði sykurframleiðslan á Indlandi þróast og þá var sykurinn framleiddur með því að pressa sykurreyrinn og sjóða.

Sykurreyr barst til Sikileyjar og Spánar frá Egyptalandi og Persíu. Árið 1492 flutti Kólumbus sykurreyr með sér frá Kanaríeyjum til Santo Domingo. Sykurreyrinn dreifðist því víða og eftir því sem hann varð aðgengilegri því ódýrara varð að framleiða og kaupa sykur. Smátt og smátt minnkaði kostnaðurinn við framleiðslu sykurs sem leiddi til þess að sykur hætti að vera munaðarvara.

Árið 1747 uppgötvaði efnafræðingurinn Robert Marggraf að sykur væri einnig að finna í safa sykurrófa. Marggraf taldi þó að sykurmagnið í rófunum væri ekki nægilega mikið til þess að það borgaði sig að hefja framleiðslu á sykri úr sykurrófum. En fimmtíu árum síðar tók nemandi Marggraf, Herra Achard, við rannsókn læriföður síns og í kjölfar þess var fyrsta verksmiðjan sem vann sykur úr sykurrófum sett á legg í Kuern í Þýskalandi árið 1802.

Sykurreyr, Saccharum officinarum, er fjölær grastegund sem finnst aðallega í hitabeltinu og í heittempruðum löndum. Sykurrófa, Beta vulgaris, er eins og nafnið gefur til kynna rótarávöxtur sem vex villt í Suðvestur-Asíu, Miðjarðarhafslöndum og í svölu loftslagi eins og í Vestur Evrópu. Um 15% sykurhlutfall er í jurtunum tveimur. Í sykurrófunni er sykurinn að finna í rótinni en í sykurreyrnum er hann að finna í mergnum í stönglinum sem getur verið 3 til 8 metra hár. Algengara er að nota sykurreyr til sykurframleiðslu en sykurrófur.

Sykur er framleiddur á þann hátt að stönglar sykurreyrsins eru teknir og skornir og pressaðir en sykurrófur eru skornar niður og látnar í heitt vatnsbað. Safinn úr jurtunum er því næst látinn kristallast við uppgufun svo að úr verði hrásykur. Hrásykurinn er þveginn og settur í skilvindu og heita gufu til að ná burt sírópsleifum sem gera hann gulan. Það sem síðan er gert ræður því hvort úr verði flórsykur, strásykur, molasykur eða kandís.

Þó að sykur sé aðallega framleiddur úr sykurreyr og sykurrófum er einnig hægt að framleiða hann úr hlynsafa, vínþrúgum, vatnsmelónum og döðlupálmum. Árlega eru framleidd um 100 milljón tonna af hrásykri og mest er framleitt á Indlandi, í Brasilíu, Kína og á Kúbu.

Efnafræðiformúla sykurs er C12 H22O11.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:...