Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margar hitaeiningar í stórum snúð úr bakaríi og hvað þyrfti maður að borða marga slíka til að fullnægja orkuþörf dagsins?

Mörgum krökkum og fullorðnum reyndar líka finnast snúðar ómótstæðilegir. Því miður eru þeir ekkert sérlega hollir en gefa nokkuð mikla orku.

Hér tökum við til skoðunar snúð með súkkulaði. Samkvæmt upplýsingum úr næringarefnatöflu á vef Matís þá eru 270 hitaeiningar eða 1130 kj í hverjum 100 g af súkkulaðisnúð. Sjálfsagt er þetta aðeins breytilegt á milli snúða, ekki er víst að hráefnin í þeim séu nákvæmlega alltaf í sömu hlutföllum hjá mismunandi framleiðendum en talan er örugglega ágætt viðmið.

Þeir sem innbyrða einn svona snúð gætu verið búnir að fullnægja fjórðungi af orkuþörf dagsins eða jafnvel meira. Með fjórum snúðum er daglegri orkuþörf fullnægt en rétt er að taka fram að það er ekki hollt mataræði.

Snúðar eru misstórir. Við gerð þessa svars var því miður ekki hægt að ganga á milli margra bakaría og vigta snúða en í einu bakaríi sem heimsótt var reyndist stór snúður með súkkulaði vera 250 g. Ef það eru 270 hitaeiningar í hverjum 100 g þá inniheldur einn slíkur snúður 675 hitaeiningar. Á vef Myllunnar er dæmi um snúð með súkkulaði sem er 190 g. Í einum slíkum snúð eru um 513 hitaeiningar.

Orkuþörf einstaklinga er mismikil og fer meðal annars eftir aldri og kyni, líkamsþyngd og hreyfingu hvers og eins. Algengt er að orkuþörfin sé á bilinu 2000-2500 hitaeiningar á dag hjá fólki sem er nálægt meðalþyngd og stundar meðalhreyfingu. Einn snúður getur því gefið einn fjórða eða jafnvel meira af þeirri orku sem líkaminn þarfnast til daglegra starfa.

Til þess að fullnægja daglegri orkuþörf þurfa menn því einungis að borða fjóra slíka snúða. Rétt er að taka fram að það telst ekki hollt mataræði!

Heimildir og mynd:

Útgáfudagur

16.2.2012

Spyrjandi

Sigurður Laxdal, f. 1998

Höfundur

Tilvísun

EDS. „Hvað eru margar hitaeiningar í stórum snúð úr bakaríi og hvað þyrfti maður að borða marga slíka til að fullnægja orkuþörf dagsins?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2012. Sótt 20. október 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=61611.

EDS. (2012, 16. febrúar). Hvað eru margar hitaeiningar í stórum snúð úr bakaríi og hvað þyrfti maður að borða marga slíka til að fullnægja orkuþörf dagsins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61611

EDS. „Hvað eru margar hitaeiningar í stórum snúð úr bakaríi og hvað þyrfti maður að borða marga slíka til að fullnægja orkuþörf dagsins?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2012. Vefsíða. 20. okt. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61611>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þorsteinn Helgason

1946

Þorsteinn Helgason er dósent emeritus í sagnfræði og sögukennslu við Menntavísindasvið HÍ. Rannsóknir hans hafa beinst að kennslufræði sögu, námsgagnagerð), gagnrýninni hugsun í kennslu, minningafræði og munnlegri sögu. Viðamestu verkefnin hafa fjallað um Tyrkjaránið á Íslandi 1627.