Sólin Sólin Rís 07:15 • sest 19:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:55 • Sest 22:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:59 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík

Hvað brennir maður mörgum hitaeiningum í svefni?

EDS

Þó líkamsstarfsemin sé í lágmarki þegar við sofum er engu að síður ýmislegt í gangi sem krefst orku; við drögum andann, hjartað slær, blóðið rennur, heilinn er virkur, við byltum okkur og svona mætti áfram telja.

Víða á Netinu má finna upplýsingar um það hversu mikla orku þarf til þess að framkvæma ákveðið athæfi, allt frá því að sofa til þess að hlaupa spretthlaup. Yfirleitt er miðað við brennslu hitaeininga á klukkustund og einhverja ákveðna líkamsþyngd.Ef gert er ráð fyrir að Þyrnirós hafi verið grannvaxin og ekki vegið nema tæp 55 kg þá hefur hún verið búin að brenna 43.800.000 hitaeiningum þegar prinsinn vakti hana eftir heila öld. Við verðum bara að vona að hún hafi fengið næringu í æð á meðan hún svaf!

Manneskja sem er 70 kg brennir um 63 hitaeiningum á hverri klukkustund þegar hún sefur. Það þýðir að átta tíma svefn krefst rétt rúmlega 500 hitaeininga. Ef þetta er sett í samhengi þá krefst góður nætursvefn svipaðs fjölda hitaeininga og er að finna í 100 g af kartöfluflögum eða um sex meðalstórum eplum. Með því að ganga rösklega í um tvær klukkustundir eða skokka rólega í tæpa klukkustund má brenna sama fjölda hitaeininga og líkaminn notar þegar sofið er í átta klukkustundir.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Brennur maður einhverjum hitaeiningum í svefni og ef svo er, hvað brennur meðal maður mörgum hitaeiningum ef sofið er í um 8 klst?

Höfundur

Útgáfudagur

10.12.2008

Spyrjandi

Hulda Valdís Önundardóttir
Birna Sigurðardóttir

Tilvísun

EDS. „Hvað brennir maður mörgum hitaeiningum í svefni?“ Vísindavefurinn, 10. desember 2008. Sótt 24. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=47945.

EDS. (2008, 10. desember). Hvað brennir maður mörgum hitaeiningum í svefni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=47945

EDS. „Hvað brennir maður mörgum hitaeiningum í svefni?“ Vísindavefurinn. 10. des. 2008. Vefsíða. 24. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=47945>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað brennir maður mörgum hitaeiningum í svefni?
Þó líkamsstarfsemin sé í lágmarki þegar við sofum er engu að síður ýmislegt í gangi sem krefst orku; við drögum andann, hjartað slær, blóðið rennur, heilinn er virkur, við byltum okkur og svona mætti áfram telja.

Víða á Netinu má finna upplýsingar um það hversu mikla orku þarf til þess að framkvæma ákveðið athæfi, allt frá því að sofa til þess að hlaupa spretthlaup. Yfirleitt er miðað við brennslu hitaeininga á klukkustund og einhverja ákveðna líkamsþyngd.Ef gert er ráð fyrir að Þyrnirós hafi verið grannvaxin og ekki vegið nema tæp 55 kg þá hefur hún verið búin að brenna 43.800.000 hitaeiningum þegar prinsinn vakti hana eftir heila öld. Við verðum bara að vona að hún hafi fengið næringu í æð á meðan hún svaf!

Manneskja sem er 70 kg brennir um 63 hitaeiningum á hverri klukkustund þegar hún sefur. Það þýðir að átta tíma svefn krefst rétt rúmlega 500 hitaeininga. Ef þetta er sett í samhengi þá krefst góður nætursvefn svipaðs fjölda hitaeininga og er að finna í 100 g af kartöfluflögum eða um sex meðalstórum eplum. Með því að ganga rösklega í um tvær klukkustundir eða skokka rólega í tæpa klukkustund má brenna sama fjölda hitaeininga og líkaminn notar þegar sofið er í átta klukkustundir.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Brennur maður einhverjum hitaeiningum í svefni og ef svo er, hvað brennur meðal maður mörgum hitaeiningum ef sofið er í um 8 klst?
...