Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Er hægt að grennast með því að leika á fiðlu?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Vitað er að bæði lífsstíll og erfðir hafa áhrif á holdarfar fólks. Enn sem komið er höfum við litla stjórn á erfðaeiginleikunum en lifnaðarháttunum stýrum við sjálf, þar með talið hvað og hversu mikið við borðum og hversu miklu við brennum. Þeir sem vilja grennast þurfa að finna leið til þess að brenna meiri orku en þeir innbyrða.

Víða á Netinu má finna upplýsingar um það hversu mikla orku þarf til þess að framkvæma ákveðið athæfi, allt frá því að sofa til þess að hlaupa spretthlaup. Yfirleitt er miðað við brennslu hitaeininga á klukkustund og einhverja ákveðna líkamsþyngd. Á einni slíkri síðu má sjá að gert er ráð fyrir að 59 kg manneskja (130 pund) brenni um 148 hitaeiningum þegar hún leikur á fiðlu í eina klukkustund, 70 kg manneskja (155 pund) brennir um 176 hitaeiningum við sömu spilamennsku og manneskja sem vegur 86 kg (190 pund) brennir við þetta 216 hitaeiningum.

Það kemur reyndar ekki fram hvort hljóðfæraleikarinn stendur eða situr en það getur sjálfsagt haft einhver áhrif á brennsluna. Það er heldur ekki tekið fram hvers konar tónlist er leikin en gera má ráð fyrir að brennslan sé meiri ef leikin er mjög hröð eða fjörug tónlist heldur en ef tónverkið er rólegt.



Breski fiðlusnillingurinn Nigel Kennedy lætur fiðluleikinn ekki duga til að halda sér í líkamlegu formi því hann skokkar líka.

Miðað við tölurnar hér að ofan tekur það 59 kg fiðluleikara 1 klukkustund og 25 mínútur að brenna 210 hitaeiningum sem er sú orka sem fæst úr hálfum lítra af kóki. Sami einstaklingur er um 1 klukkustund og 50 mínútur að brenna með fiðluleik þeim hitaeiningum sem eru í einu Snickers-súkkulaði (273 hitaeiningar) og 4 klukkutíma og 45 mínútur að brenna einum stórum McDonalds-ostborgara (704 hitaeiningar). Það er því rúmlega dagsverk að brenna hamborgara, kóki og súkkulaði í eftirmat með spilamennskunni einni saman.

Til samanburðar má gera ráð fyrir að í tiltölulega rólegri klukkustundarlangri hjólaferð brenni þessi sami einstaklingur um eða yfir 235 hitaeiningum, á rólegu sundi í klukkustund brenni hann rúmlega 350 hitaeiningum og á nokkuð rólegu skokki (8 km/klst), sé orkunotkunin rúmlega 470 hitaeiningar. Fiðluleikarinn þarf því að spila í tæpar 2 ½ klukkustund til þess að brenna jafn miklu og hann myndi gera á rólegu sundi í klukkutíma.

Miðað við þetta er fiðluleikur ekki vænlegasta leiðin til að grennast, léttar íþróttir krefjast mun meiri orkunotkunar og ættu því að skila meiri árangri. Hins vegar er öll hreyfing af hinu góða. Ef saman fer aðgát á hitaeiningainnihaldi fæðunnar og mikil iðjusemi fiðluleikarans má því gera ráð fyrir að smám saman missi hann einhver kíló.

Með því að skoða heimildirnar hér fyrir neðan er hægt að fá nánari upplýsingar um það hversu mörgum hitaeiningum gera má ráð fyrir að brenna við ákveðnar athafnir. Hafa ber í huga að þessar tölur eru til viðmiðunar en ekki algildur sannleikur þar sem taka þarf tillit til ýmissa þátta, eins og til dæmis þyngdar einstaklinga og af hversu miklum ákafa verkin eru unnin.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.7.2008

Spyrjandi

Fidel Atli Quintero Gasparsson, f. 1996

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Er hægt að grennast með því að leika á fiðlu?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2008. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=31915.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2008, 14. júlí). Er hægt að grennast með því að leika á fiðlu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=31915

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Er hægt að grennast með því að leika á fiðlu?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2008. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=31915>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að grennast með því að leika á fiðlu?
Vitað er að bæði lífsstíll og erfðir hafa áhrif á holdarfar fólks. Enn sem komið er höfum við litla stjórn á erfðaeiginleikunum en lifnaðarháttunum stýrum við sjálf, þar með talið hvað og hversu mikið við borðum og hversu miklu við brennum. Þeir sem vilja grennast þurfa að finna leið til þess að brenna meiri orku en þeir innbyrða.

Víða á Netinu má finna upplýsingar um það hversu mikla orku þarf til þess að framkvæma ákveðið athæfi, allt frá því að sofa til þess að hlaupa spretthlaup. Yfirleitt er miðað við brennslu hitaeininga á klukkustund og einhverja ákveðna líkamsþyngd. Á einni slíkri síðu má sjá að gert er ráð fyrir að 59 kg manneskja (130 pund) brenni um 148 hitaeiningum þegar hún leikur á fiðlu í eina klukkustund, 70 kg manneskja (155 pund) brennir um 176 hitaeiningum við sömu spilamennsku og manneskja sem vegur 86 kg (190 pund) brennir við þetta 216 hitaeiningum.

Það kemur reyndar ekki fram hvort hljóðfæraleikarinn stendur eða situr en það getur sjálfsagt haft einhver áhrif á brennsluna. Það er heldur ekki tekið fram hvers konar tónlist er leikin en gera má ráð fyrir að brennslan sé meiri ef leikin er mjög hröð eða fjörug tónlist heldur en ef tónverkið er rólegt.



Breski fiðlusnillingurinn Nigel Kennedy lætur fiðluleikinn ekki duga til að halda sér í líkamlegu formi því hann skokkar líka.

Miðað við tölurnar hér að ofan tekur það 59 kg fiðluleikara 1 klukkustund og 25 mínútur að brenna 210 hitaeiningum sem er sú orka sem fæst úr hálfum lítra af kóki. Sami einstaklingur er um 1 klukkustund og 50 mínútur að brenna með fiðluleik þeim hitaeiningum sem eru í einu Snickers-súkkulaði (273 hitaeiningar) og 4 klukkutíma og 45 mínútur að brenna einum stórum McDonalds-ostborgara (704 hitaeiningar). Það er því rúmlega dagsverk að brenna hamborgara, kóki og súkkulaði í eftirmat með spilamennskunni einni saman.

Til samanburðar má gera ráð fyrir að í tiltölulega rólegri klukkustundarlangri hjólaferð brenni þessi sami einstaklingur um eða yfir 235 hitaeiningum, á rólegu sundi í klukkustund brenni hann rúmlega 350 hitaeiningum og á nokkuð rólegu skokki (8 km/klst), sé orkunotkunin rúmlega 470 hitaeiningar. Fiðluleikarinn þarf því að spila í tæpar 2 ½ klukkustund til þess að brenna jafn miklu og hann myndi gera á rólegu sundi í klukkutíma.

Miðað við þetta er fiðluleikur ekki vænlegasta leiðin til að grennast, léttar íþróttir krefjast mun meiri orkunotkunar og ættu því að skila meiri árangri. Hins vegar er öll hreyfing af hinu góða. Ef saman fer aðgát á hitaeiningainnihaldi fæðunnar og mikil iðjusemi fiðluleikarans má því gera ráð fyrir að smám saman missi hann einhver kíló.

Með því að skoða heimildirnar hér fyrir neðan er hægt að fá nánari upplýsingar um það hversu mörgum hitaeiningum gera má ráð fyrir að brenna við ákveðnar athafnir. Hafa ber í huga að þessar tölur eru til viðmiðunar en ekki algildur sannleikur þar sem taka þarf tillit til ýmissa þátta, eins og til dæmis þyngdar einstaklinga og af hversu miklum ákafa verkin eru unnin.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

...