Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eiga hlutföll fitu, kolvetnis og prótíns að vera í ráðlögðum dagskammti matar?

Dagur Snær Sævarsson

Til að fá sem flest næringarefni og sem hagstæðasta orku fyrir líkamann þarf mataræðið fyrst og fremst að vera fjölbreytt. Orkuefni líkamans eru fita, kolvetni og prótín og er orkan mæld í einingunum kJ (kílójúl) eða kcal (kílókaloríur eða hitaeiningar).

Orkuþörf einstaklinga er háð aldri, kyni, stærð og þeirri áreynslu sem líkaminn verður fyrir. Þannig þarf fólk sem vinnur erfiðisvinnu eða stundar mikla hreyfingu eðlilega mun meiri orku en það sem situr á bóksafninu og lærir fyrir próf. Algeng orkuþörf fullorðinna karla sem vinna kyrrsetustörf er um 2700 hitaeiningar á dag en kvenna um 2200 hitaeiningar. Grunnorkuþörfin er þó um 1440 hitaeiningar sem fer í daglegan rekstur líkamans.

Landlæknisembættið hefur gefið út grundvöll ráðlegginga um mataræði og ráðlegir dagskammtar næringar. Ráðleggingarnar eru hugsaðar sem forvarnarráðleggingar ætlaðar heilbrigðu fólki með það að markmiði að efla heilsu bæði. Þær eru ekki sniðnar að þörfum einstaklinga með sjúkdóma eða aðra kvilla sem gætu haft áhrif á þörf fyrir næringarefni. Í slíkum tilfellum getur verið þörf á einstaklingsmiðaðri næringarráðgjöf sérfræðinga.

Í ráðleggingunum kemur fram að talið er æskilegt að um 45-60% af orkunni komi úr kolvetnum, 25-40% úr fitu og 10-20% úr prótínum. Hvert gramm af kolvetnum gefur 4 hitaeiningar og sama er að segja um prótín. Hins vegar gefur hvert gramm af fitu um 9 hitaeiningar.

Samkvæmt þessu væri æskilegt að kona sem þarf 2200 hitaeiningar á dag fengi 990-1320 kcal (247-330 g) úr kolvetnum, 550-880 kcal (61-97 g) úr fitu og 220-440 kcal (55-110 g) úr prótíni. Að sama skapi ætti karlmaður sem þarf 2700 hitaeiningar á dag að fá 1215-1620 kcal (303-405 g) úr kolvetnum, 675-1080 (75-120 g) kcal ættu að koma frá fitu og 270-540 (68-135 g) úr prótínum.

Hins vegar er rétt að hafa í huga að fita er ekki bara fita heldur eru mismunandi gerðir fitu sem eru misgóðar fyrir okkur eða nýtast okkur misvel. Það sama gildir um kolvetni og prótín, þau orkuefni má einnig flokka eftir því hversu góð þau eru fyrir okkur og í raun er nauðsynlegt að taka tillit til þess ef máltíðin á að vera sem best sniðin að þörfum mannsins. Í því sambandi má benda á Ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri.

Heimildir og nánari upplýsingar:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hver er dagleg kolvetnisþörf manneskju?

Höfundur

nemi í lífefnafræði við Kaupmannahafnarháskóla

Útgáfudagur

15.5.2008

Síðast uppfært

8.2.2021

Spyrjandi

Björgvin Sigurðsson, Rannveig Eva Tryggvadóttir

Tilvísun

Dagur Snær Sævarsson. „Hver eiga hlutföll fitu, kolvetnis og prótíns að vera í ráðlögðum dagskammti matar?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2008, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=26368.

Dagur Snær Sævarsson. (2008, 15. maí). Hver eiga hlutföll fitu, kolvetnis og prótíns að vera í ráðlögðum dagskammti matar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=26368

Dagur Snær Sævarsson. „Hver eiga hlutföll fitu, kolvetnis og prótíns að vera í ráðlögðum dagskammti matar?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2008. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=26368>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eiga hlutföll fitu, kolvetnis og prótíns að vera í ráðlögðum dagskammti matar?
Til að fá sem flest næringarefni og sem hagstæðasta orku fyrir líkamann þarf mataræðið fyrst og fremst að vera fjölbreytt. Orkuefni líkamans eru fita, kolvetni og prótín og er orkan mæld í einingunum kJ (kílójúl) eða kcal (kílókaloríur eða hitaeiningar).

Orkuþörf einstaklinga er háð aldri, kyni, stærð og þeirri áreynslu sem líkaminn verður fyrir. Þannig þarf fólk sem vinnur erfiðisvinnu eða stundar mikla hreyfingu eðlilega mun meiri orku en það sem situr á bóksafninu og lærir fyrir próf. Algeng orkuþörf fullorðinna karla sem vinna kyrrsetustörf er um 2700 hitaeiningar á dag en kvenna um 2200 hitaeiningar. Grunnorkuþörfin er þó um 1440 hitaeiningar sem fer í daglegan rekstur líkamans.

Landlæknisembættið hefur gefið út grundvöll ráðlegginga um mataræði og ráðlegir dagskammtar næringar. Ráðleggingarnar eru hugsaðar sem forvarnarráðleggingar ætlaðar heilbrigðu fólki með það að markmiði að efla heilsu bæði. Þær eru ekki sniðnar að þörfum einstaklinga með sjúkdóma eða aðra kvilla sem gætu haft áhrif á þörf fyrir næringarefni. Í slíkum tilfellum getur verið þörf á einstaklingsmiðaðri næringarráðgjöf sérfræðinga.

Í ráðleggingunum kemur fram að talið er æskilegt að um 45-60% af orkunni komi úr kolvetnum, 25-40% úr fitu og 10-20% úr prótínum. Hvert gramm af kolvetnum gefur 4 hitaeiningar og sama er að segja um prótín. Hins vegar gefur hvert gramm af fitu um 9 hitaeiningar.

Samkvæmt þessu væri æskilegt að kona sem þarf 2200 hitaeiningar á dag fengi 990-1320 kcal (247-330 g) úr kolvetnum, 550-880 kcal (61-97 g) úr fitu og 220-440 kcal (55-110 g) úr prótíni. Að sama skapi ætti karlmaður sem þarf 2700 hitaeiningar á dag að fá 1215-1620 kcal (303-405 g) úr kolvetnum, 675-1080 (75-120 g) kcal ættu að koma frá fitu og 270-540 (68-135 g) úr prótínum.

Hins vegar er rétt að hafa í huga að fita er ekki bara fita heldur eru mismunandi gerðir fitu sem eru misgóðar fyrir okkur eða nýtast okkur misvel. Það sama gildir um kolvetni og prótín, þau orkuefni má einnig flokka eftir því hversu góð þau eru fyrir okkur og í raun er nauðsynlegt að taka tillit til þess ef máltíðin á að vera sem best sniðin að þörfum mannsins. Í því sambandi má benda á Ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri.

Heimildir og nánari upplýsingar:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hver er dagleg kolvetnisþörf manneskju?
...