Næringargildi er skylt að merkja þegar fullyrðing um næringarfræðilega eiginleika tiltekinnar vöru kemur fram í merkingu, kynningu eða auglýsingu. Að öðru leyti er merkingin valfrjáls.Á umbúðum matvæla geta því upplýsingar um næringargildi verið af skornum skammti. Hægt er að nálgast upplýsingar um næringargildi matvæla í ýmsum ritum, til dæmis í Næringarefnatöflum sem Námsgagnastofnun og Rannsóknastofnun landbúnaðarins gefa út, en þær ættu að fást í bókabúðum. Einnig hefur Manneldisfélag Íslands gefið út bækling með næringargildi í völdum matvælum. Síðast en ekki síst má benda á Veraldarvefinn, en Matarvefurinn.is byggir á íslenskum gagnagrunni um efnainnihald matvæla, eins og reyndar ritin tvö sem hér hafa verið nefnd. Grunnurinn er uppfærður reglulega á heimasíðu Matarvefsins, en þar er bæði hægt að skrá og meta næringargildi eigin neyslu og skoða næringargildi einstakra matvæla.
Hvernig er farið að því að finna út næringargildi matvæla?
Útgáfudagur
12.7.2002
Spyrjandi
Jóhanna Engelhartsdóttir
Tilvísun
Björn Sigurður Gunnarsson. „Hvernig er farið að því að finna út næringargildi matvæla?“ Vísindavefurinn, 12. júlí 2002, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2585.
Björn Sigurður Gunnarsson. (2002, 12. júlí). Hvernig er farið að því að finna út næringargildi matvæla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2585
Björn Sigurður Gunnarsson. „Hvernig er farið að því að finna út næringargildi matvæla?“ Vísindavefurinn. 12. júl. 2002. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2585>.