Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er farið að því að finna út næringargildi matvæla?

Björn Sigurður Gunnarsson

Næringargildi matvæla segir til um innihald þeirra af orkugefandi næringarefnum (próteini, fitu og kolvetnum), vítamínum og steinefnum. Styrkur efnanna er mældur með efnagreiningu á rannsóknarstofu, þar sem tiltekin fjöldi af sýnum er greindur með viðurkenndum rannsóknaraðferðum. Matvæli eru sögð næringarsnauð ef innihald vítamína og steinefna er lítið eða ekkert, eins og til dæmis á við um sykur.

Í reglugerð um merkingu næringargildis stendur meðal annars í II. kafla, 4. grein:
Næringargildi er skylt að merkja þegar fullyrðing um næringarfræðilega eiginleika tiltekinnar vöru kemur fram í merkingu, kynningu eða auglýsingu. Að öðru leyti er merkingin valfrjáls.
Á umbúðum matvæla geta því upplýsingar um næringargildi verið af skornum skammti. Hægt er að nálgast upplýsingar um næringargildi matvæla í ýmsum ritum, til dæmis í Næringarefnatöflum sem Námsgagnastofnun og Rannsóknastofnun landbúnaðarins gefa út, en þær ættu að fást í bókabúðum. Einnig hefur Manneldisfélag Íslands gefið út bækling með næringargildi í völdum matvælum.

Síðast en ekki síst má benda á Veraldarvefinn, en Matarvefurinn.is byggir á íslenskum gagnagrunni um efnainnihald matvæla, eins og reyndar ritin tvö sem hér hafa verið nefnd. Grunnurinn er uppfærður reglulega á heimasíðu Matarvefsins, en þar er bæði hægt að skrá og meta næringargildi eigin neyslu og skoða næringargildi einstakra matvæla.

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

12.7.2002

Spyrjandi

Jóhanna Engelhartsdóttir

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hvernig er farið að því að finna út næringargildi matvæla?“ Vísindavefurinn, 12. júlí 2002, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2585.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2002, 12. júlí). Hvernig er farið að því að finna út næringargildi matvæla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2585

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hvernig er farið að því að finna út næringargildi matvæla?“ Vísindavefurinn. 12. júl. 2002. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2585>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er farið að því að finna út næringargildi matvæla?
Næringargildi matvæla segir til um innihald þeirra af orkugefandi næringarefnum (próteini, fitu og kolvetnum), vítamínum og steinefnum. Styrkur efnanna er mældur með efnagreiningu á rannsóknarstofu, þar sem tiltekin fjöldi af sýnum er greindur með viðurkenndum rannsóknaraðferðum. Matvæli eru sögð næringarsnauð ef innihald vítamína og steinefna er lítið eða ekkert, eins og til dæmis á við um sykur.

Í reglugerð um merkingu næringargildis stendur meðal annars í II. kafla, 4. grein:
Næringargildi er skylt að merkja þegar fullyrðing um næringarfræðilega eiginleika tiltekinnar vöru kemur fram í merkingu, kynningu eða auglýsingu. Að öðru leyti er merkingin valfrjáls.
Á umbúðum matvæla geta því upplýsingar um næringargildi verið af skornum skammti. Hægt er að nálgast upplýsingar um næringargildi matvæla í ýmsum ritum, til dæmis í Næringarefnatöflum sem Námsgagnastofnun og Rannsóknastofnun landbúnaðarins gefa út, en þær ættu að fást í bókabúðum. Einnig hefur Manneldisfélag Íslands gefið út bækling með næringargildi í völdum matvælum.

Síðast en ekki síst má benda á Veraldarvefinn, en Matarvefurinn.is byggir á íslenskum gagnagrunni um efnainnihald matvæla, eins og reyndar ritin tvö sem hér hafa verið nefnd. Grunnurinn er uppfærður reglulega á heimasíðu Matarvefsins, en þar er bæði hægt að skrá og meta næringargildi eigin neyslu og skoða næringargildi einstakra matvæla....