Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Fita og kolvetni eru gerð úr sömu frumefnum, en hvað er ólíkt með þeim?

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir og Guðrún V. Skúladóttir

Kolvetni eru gerð úr frumefnunum kolefni (C), vetni (H) og súrefni (O), rétt eins og fita. Uppröðun frumefnanna og innbyrðis hlutföll eru aftur á móti mismunandi. Kolvetni eru gerð úr kolefnishring sem á hanga vetnis- og súrefnisfrumeindir.

Fituefnið þríglýseríð, sem er algengasta fæðufitan, er gert úr þremur fitusýrum sem hanga á glýserólgrind. Fitusýrurnar eru úr kolefniskeðju og á henni hanga vetnisfrumeindir. Fitusýrurnar eru festar við glýserólgrindina með estertengjum sem innihalda súrefni.

Mun fleiri vetnisfrumeindir hanga hins vegar á kolefniskeðju fitusýranna en á kolefnishring kolvetna, sem gerir að verkum að oxunarstaða fitu er mun hærri en kolvetna. Fita inniheldur þar af leiðandi mun meiri orku en kolvetni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundar

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir

næringarfræðingur, doktor í heilbrigðisvísindum

lífefnafræðingur

Útgáfudagur

5.3.2002

Spyrjandi

Jón Grímsson

Tilvísun

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir og Guðrún V. Skúladóttir. „Fita og kolvetni eru gerð úr sömu frumefnum, en hvað er ólíkt með þeim?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2002, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2152.

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir og Guðrún V. Skúladóttir. (2002, 5. mars). Fita og kolvetni eru gerð úr sömu frumefnum, en hvað er ólíkt með þeim? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2152

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir og Guðrún V. Skúladóttir. „Fita og kolvetni eru gerð úr sömu frumefnum, en hvað er ólíkt með þeim?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2002. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2152>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Fita og kolvetni eru gerð úr sömu frumefnum, en hvað er ólíkt með þeim?
Kolvetni eru gerð úr frumefnunum kolefni (C), vetni (H) og súrefni (O), rétt eins og fita. Uppröðun frumefnanna og innbyrðis hlutföll eru aftur á móti mismunandi. Kolvetni eru gerð úr kolefnishring sem á hanga vetnis- og súrefnisfrumeindir.

Fituefnið þríglýseríð, sem er algengasta fæðufitan, er gert úr þremur fitusýrum sem hanga á glýserólgrind. Fitusýrurnar eru úr kolefniskeðju og á henni hanga vetnisfrumeindir. Fitusýrurnar eru festar við glýserólgrindina með estertengjum sem innihalda súrefni.

Mun fleiri vetnisfrumeindir hanga hins vegar á kolefniskeðju fitusýranna en á kolefnishring kolvetna, sem gerir að verkum að oxunarstaða fitu er mun hærri en kolvetna. Fita inniheldur þar af leiðandi mun meiri orku en kolvetni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...