Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað eru sykrur?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Sykrur eru lífræn efni sem einnig kallast kolvetni. Efnafræðilega eru sykrur hýdröt kolefnis (hýdrat er efnasamband orðið til við samruna tiltekins efnis og vatns) með almennu formúluna (CH2O)n þar sem \(n\geq 3\). Ef sykrusameind er gerð úr einni slíkri einingu telst sykran til einsykra, ef hún er gerð úr tveimur einingum tengdum saman er hún tvísykra en fásykrur eru þær sykrur nefndar sem eru gerðar úr þremur til níu einingum. Fjölsykrur eru aftur á móti gerðar úr tíu eða fleiri einingum, oftast mörg hundruðum eða þúsundum.

Helstu einsykrur eru glúkósi (þrúgusykur), frúktósi (ávaxtasykur) og galaktósi (í mjólkursykri). Helstu tvísykrur eru súkrósi (borðsykur) úr einni glúkósaeiningu tengdri einni frúktósaeiningu, laktósi (mjólkursykur) úr glúkósa og galaktósa, og maltósi (maltsykur) úr tveimur glúkósaeiningum. Ein- og tvísykrur eru sætar á bragðið og leysast vel í vatni. Þær eru stundum kallaðar sykur einu nafni þótt oftast sé þá átt við borðsykur. Fjölsykrur eru oft bragðlitlar og leysast illa í vatni.



Ávextir innihalda mikið af einföldum sykrum, en kartöflur, hrísgrjón, baunir, brauð og pasta eru mjölvaríkar fæðutegundir. Trefjaefni er að finna í ávöxtum, grænmeti og grófu korni, eins og heilhveiti.

Í næringarfræðinni teljast sykrur til orkuefna, enda eru þær notaðar sem eldsneyti í frumum líkamans. Þetta á einkum við um glúkósa en hann er aðalorkugjafi líkamans. Tvísykrum og mjölva úr fæðu er breytt í glúkósa við meltinguna. Beðmi og aðrar fjölsykrur úr plöntufrumuvegg eru þó ekki nýttar sem orkuefni því að líkami okkar getur ekki melt þær. Í staðinn nýtast þær sem trefjaefni sem eru nauðsynleg fyrir eðlilega meltingu fæðunnar. Ef við fáum ekki nóg af trefjaefnum úr fæðunni berst fæðumauk hægt og illa niður eftir þörmunum og ristlinum og getur orðið hart og þurrt og leitt til harðlífis og hægðatregðu.

Sykrur myndast við ljóstillífun plantna og eru helstu orkugjafar þeirra. Plöntur geyma næringarforða sem fjölsykruna mjölva sem er gerð úr mörg þúsund glúkósaeiningum. Beðmi er einnig fjölsykra úr mörgum glúkósaeiningum en það er að finna í frumuvegg plöntufrumna og gerir plöntuafurðir harðar undir tönn. Lítið er um sykrur í dýraafurðum. Helsta dýrasykran er glýkógen (stundum kölluð dýramjölvi) sem er fjölsykra úr glúkósa og finnst í lifur og vöðvum, þar með talið í mannslíkamanum. Við fáum því sykrur nær eingöngu úr plöntuafurðum. Ávextir innihalda mikið af einföldum sykrum (ein- og tvísykrum), en kartöflur, hrísgrjón, baunir, brauð og pasta eru mjölvaríkar fæðutegundir. Trefjaefni er að finna í ávöxtum, grænmeti og grófu korni, eins og heilhveiti. Þegar korntegundir eru fínunnar eru trefjaefnin skilin frá og með þeim mikið af vítamínum og steinefnum. Því er mun hollara að borða gróf brauð en franskbrauð.

Ef við fáum meira en nóg af sykrum úr fæðunni breytir lifrin þeim í fjölsykruna glýkógen. Þannig geymir hún um kíló af orkuforða. Ef enn meira af sykrum en samsvarar þessu er borðað breytir lifrin umframmagninu í fitu. Lifrin getur geymt mun meira af orkuforða sem fitu og sent til fitugeymslustöðva undir húð og víðar í líkamanum. Heilinn og aðrir taugungar nota aftur á móti eingöngu glúkósa (eða ketóna í glúkósahallæri) sem orkugjafa. Líkaminn getur myndað svolítið af glúkósa úr tilteknum amínósýrum og úr glýseróli úr fituefnum en þó er ekki gott að vera án kolvetna í lengri tíma eins og fjallað er um í svari Önnu Rögnu Magnúsardóttur við spurningunni Hvað er hægt að svelta líkamann lengi um kolvetni?

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Aðrar spurningar um sykrur:
  • Hvað gera sykrur í líkamanum?
  • Hvar í líkamanum verða sykrur til og hvaða hlutverki gegna þær?

Höfundur

Útgáfudagur

10.3.2011

Spyrjandi

Katrín Sif, Stefán Árnason, Freydís Ósk Hjörvarsdóttir, Andri Jón Sigurbjörnsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað eru sykrur?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2011. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=17254.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2011, 10. mars). Hvað eru sykrur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=17254

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað eru sykrur?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2011. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=17254>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru sykrur?
Sykrur eru lífræn efni sem einnig kallast kolvetni. Efnafræðilega eru sykrur hýdröt kolefnis (hýdrat er efnasamband orðið til við samruna tiltekins efnis og vatns) með almennu formúluna (CH2O)n þar sem \(n\geq 3\). Ef sykrusameind er gerð úr einni slíkri einingu telst sykran til einsykra, ef hún er gerð úr tveimur einingum tengdum saman er hún tvísykra en fásykrur eru þær sykrur nefndar sem eru gerðar úr þremur til níu einingum. Fjölsykrur eru aftur á móti gerðar úr tíu eða fleiri einingum, oftast mörg hundruðum eða þúsundum.

Helstu einsykrur eru glúkósi (þrúgusykur), frúktósi (ávaxtasykur) og galaktósi (í mjólkursykri). Helstu tvísykrur eru súkrósi (borðsykur) úr einni glúkósaeiningu tengdri einni frúktósaeiningu, laktósi (mjólkursykur) úr glúkósa og galaktósa, og maltósi (maltsykur) úr tveimur glúkósaeiningum. Ein- og tvísykrur eru sætar á bragðið og leysast vel í vatni. Þær eru stundum kallaðar sykur einu nafni þótt oftast sé þá átt við borðsykur. Fjölsykrur eru oft bragðlitlar og leysast illa í vatni.



Ávextir innihalda mikið af einföldum sykrum, en kartöflur, hrísgrjón, baunir, brauð og pasta eru mjölvaríkar fæðutegundir. Trefjaefni er að finna í ávöxtum, grænmeti og grófu korni, eins og heilhveiti.

Í næringarfræðinni teljast sykrur til orkuefna, enda eru þær notaðar sem eldsneyti í frumum líkamans. Þetta á einkum við um glúkósa en hann er aðalorkugjafi líkamans. Tvísykrum og mjölva úr fæðu er breytt í glúkósa við meltinguna. Beðmi og aðrar fjölsykrur úr plöntufrumuvegg eru þó ekki nýttar sem orkuefni því að líkami okkar getur ekki melt þær. Í staðinn nýtast þær sem trefjaefni sem eru nauðsynleg fyrir eðlilega meltingu fæðunnar. Ef við fáum ekki nóg af trefjaefnum úr fæðunni berst fæðumauk hægt og illa niður eftir þörmunum og ristlinum og getur orðið hart og þurrt og leitt til harðlífis og hægðatregðu.

Sykrur myndast við ljóstillífun plantna og eru helstu orkugjafar þeirra. Plöntur geyma næringarforða sem fjölsykruna mjölva sem er gerð úr mörg þúsund glúkósaeiningum. Beðmi er einnig fjölsykra úr mörgum glúkósaeiningum en það er að finna í frumuvegg plöntufrumna og gerir plöntuafurðir harðar undir tönn. Lítið er um sykrur í dýraafurðum. Helsta dýrasykran er glýkógen (stundum kölluð dýramjölvi) sem er fjölsykra úr glúkósa og finnst í lifur og vöðvum, þar með talið í mannslíkamanum. Við fáum því sykrur nær eingöngu úr plöntuafurðum. Ávextir innihalda mikið af einföldum sykrum (ein- og tvísykrum), en kartöflur, hrísgrjón, baunir, brauð og pasta eru mjölvaríkar fæðutegundir. Trefjaefni er að finna í ávöxtum, grænmeti og grófu korni, eins og heilhveiti. Þegar korntegundir eru fínunnar eru trefjaefnin skilin frá og með þeim mikið af vítamínum og steinefnum. Því er mun hollara að borða gróf brauð en franskbrauð.

Ef við fáum meira en nóg af sykrum úr fæðunni breytir lifrin þeim í fjölsykruna glýkógen. Þannig geymir hún um kíló af orkuforða. Ef enn meira af sykrum en samsvarar þessu er borðað breytir lifrin umframmagninu í fitu. Lifrin getur geymt mun meira af orkuforða sem fitu og sent til fitugeymslustöðva undir húð og víðar í líkamanum. Heilinn og aðrir taugungar nota aftur á móti eingöngu glúkósa (eða ketóna í glúkósahallæri) sem orkugjafa. Líkaminn getur myndað svolítið af glúkósa úr tilteknum amínósýrum og úr glýseróli úr fituefnum en þó er ekki gott að vera án kolvetna í lengri tíma eins og fjallað er um í svari Önnu Rögnu Magnúsardóttur við spurningunni Hvað er hægt að svelta líkamann lengi um kolvetni?

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Aðrar spurningar um sykrur:
  • Hvað gera sykrur í líkamanum?
  • Hvar í líkamanum verða sykrur til og hvaða hlutverki gegna þær?
...