Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvaða næringarefni taka smáþarmar upp?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Þau næringarefni sem við fáum úr matnum eru að mestu leyti tekin upp í smáþörmunum þegar meltingu er lokið. Helstu efnin eru glúkósi og aðrar einsykrur (til dæmis frúktósi og galaktósi) úr kolvetnum, amínósýrur úr prótínum, fitusýrur og glýseról úr fitu, vítamín, vatn og steinefni. Öll lífrænu næringarefnin eru tekin upp í smáþörmunum en upptaka hinna ólífrænu klárast ekki alveg þar. Þannig eru 80% af vatni soguð upp í smáþörmunum en afgangurinn ekki fyrr en komið er ofan í ristilinn. Það sama er að segja um steinefnin, upptaka þeirra fer að einhverju leyti fram í ristlinum.

Það sem stuðlar að upptöku næringarefnanna í smáþörmum er fyrst og fremst flæði, þegar efnin flytjast úr meiri styrk í minni. Þá skiptir máli hversu stórt yfirborð fæðumaukið kemst í snertingu við.

Fellingar, þarmatotur og örtotur auka flatarmál þarmanna og auðvelda þar með frásog næringarefna.

Smáþarmarnir í okkur eru nokkurra metra langir (hér er miðað við um 6 metra en heimildum ber ekki saman um lengdina og fer það eftir því hvernig mælingar eru framkvæmdar, hvort um lifandi manneskju er að ræða eða mælingu við krufningu). Ef innra borð smáþarmanna sem snýr að meltingarholinu væri slétt myndi yfirborðið sem flæðið færi um ekki vera nema um hálfur fermetri, sem er engan veginn nægilegt til þess að taka upp það magn næringarefni sem við þurfum. Í reynd er yfirborð smáþarmanna sem flæði og þar með upptaka næringarefna fer um, allt að 300 fermetrar. Þessi margföldun á yfirborðsflatarmáli miðað við lengd og þvermál þarmanna stafar af fellingum í smáþörmunum sem þrefalda yfirborðið, þarmatotum á fellingunum sem auka yfirborðið tífalt og síðan örtotum á frumuhimnum þekjufrumna þarmatotnanna sem margfalda yfirborðið 20 sinnum.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

29.11.2012

Spyrjandi

Hilmar Mathisen

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða næringarefni taka smáþarmar upp?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2012. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61884.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2012, 29. nóvember). Hvaða næringarefni taka smáþarmar upp? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61884

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða næringarefni taka smáþarmar upp?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2012. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61884>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða næringarefni taka smáþarmar upp?
Þau næringarefni sem við fáum úr matnum eru að mestu leyti tekin upp í smáþörmunum þegar meltingu er lokið. Helstu efnin eru glúkósi og aðrar einsykrur (til dæmis frúktósi og galaktósi) úr kolvetnum, amínósýrur úr prótínum, fitusýrur og glýseról úr fitu, vítamín, vatn og steinefni. Öll lífrænu næringarefnin eru tekin upp í smáþörmunum en upptaka hinna ólífrænu klárast ekki alveg þar. Þannig eru 80% af vatni soguð upp í smáþörmunum en afgangurinn ekki fyrr en komið er ofan í ristilinn. Það sama er að segja um steinefnin, upptaka þeirra fer að einhverju leyti fram í ristlinum.

Það sem stuðlar að upptöku næringarefnanna í smáþörmum er fyrst og fremst flæði, þegar efnin flytjast úr meiri styrk í minni. Þá skiptir máli hversu stórt yfirborð fæðumaukið kemst í snertingu við.

Fellingar, þarmatotur og örtotur auka flatarmál þarmanna og auðvelda þar með frásog næringarefna.

Smáþarmarnir í okkur eru nokkurra metra langir (hér er miðað við um 6 metra en heimildum ber ekki saman um lengdina og fer það eftir því hvernig mælingar eru framkvæmdar, hvort um lifandi manneskju er að ræða eða mælingu við krufningu). Ef innra borð smáþarmanna sem snýr að meltingarholinu væri slétt myndi yfirborðið sem flæðið færi um ekki vera nema um hálfur fermetri, sem er engan veginn nægilegt til þess að taka upp það magn næringarefni sem við þurfum. Í reynd er yfirborð smáþarmanna sem flæði og þar með upptaka næringarefna fer um, allt að 300 fermetrar. Þessi margföldun á yfirborðsflatarmáli miðað við lengd og þvermál þarmanna stafar af fellingum í smáþörmunum sem þrefalda yfirborðið, þarmatotum á fellingunum sem auka yfirborðið tífalt og síðan örtotum á frumuhimnum þekjufrumna þarmatotnanna sem margfalda yfirborðið 20 sinnum.

Heimildir og mynd:...