Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Mikil neysla á fínunnum sykri (hvítum sykri) getur haft í för með sér að næringarþéttni fæðisins verði lítil og að þörf kyrrsetufólks fyrir næringarefni sé ekki fullnægt. Ástæðan er sú að hvítum sykri fylgja engin lífsnauðsynleg vítamín né steinefni - aðeins orka. Ef þörf okkar fyrir næringarefni er ekki fullnægt, getur það leitt til næringarefnaskorts sem getur haft slæm áhrif á líkamann. Hvítur sykur er einnig slæmur fyrir tennurnar.
Hvítt hveiti inniheldur ýmis lífnauðsynleg næringarefni en þó í mun minna magni heldur en er til staðar í heilu hveiti. Hvítt hveiti er því snauðara af vítamínum, steinefnum og trefjum heldur en heilhveiti eða hveitiklíð. Þetta er meginástæða þess að hvítt hveiti hefur verið talið óhollt, þó svo að það hafi ekki beint slæm áhrif á líkamann - er það bara ekki eins hollt og heilkorn. Þar sem uppistaðan í fæði fólks er brauð, þá gæti verið hætta á næringarefnaskorti ef aðeins hvítt hveiti er notað í baksturinn.
Kenningin sem líklega er verið að vitna til í spurningunni er sú að stundum sé til staðar ákveðinn sveppur í meltingarvegi sem nærist á hvítum sykri og hvítu hveiti og að hann geti haft slæm áhrif á líkamann. Þessi kenning á ekki við vísindaleg rök að styðjast og ekki hefur verið hægt að sýna fram á með vísindalegum rannsóknum að hvítur sykur og hvítt hveiti séu beinlínis skaðleg fyrir líkamann (nema hvað þau geta hugsanlega stuðlað að því að næringarþéttni fæðisins verði ekki fullnægjandi eins og áður er sagt). --- Áhrif gers á líkamann hafa ekki verið rannsökuð nægjanlega mikið til að hægt sé að fullyrða að það hafi ekki slæm áhrif.
Hvítur sykur er ekki ofnæmisvaldur. Glútein í hveiti getur valdið ofnæmiseinkennum í þeim sem þjást af glúteinóþoli. En ef viðkomandi hefur glúteinóþol á annað borð þá þolir hann hvorki hvítt hveiti né heilhveiti, því að ofnæmi fyrir hvítu hveiti eingöngu þekkist ekki. Í geri eru prótein sem geta verið ofnæmisvaldar, en ger er mjög fátíður ofnæmisvaldur hér á landi.
Ingibjörg Gunnarsdóttir. „Getur fæða eins og hvítur sykur, hvítt hveiti og ger haft slæm áhrif á líkamann og valdið ofnæmi?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2000, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=215.
Ingibjörg Gunnarsdóttir. (2000, 9. mars). Getur fæða eins og hvítur sykur, hvítt hveiti og ger haft slæm áhrif á líkamann og valdið ofnæmi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=215
Ingibjörg Gunnarsdóttir. „Getur fæða eins og hvítur sykur, hvítt hveiti og ger haft slæm áhrif á líkamann og valdið ofnæmi?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2000. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=215>.