Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er sortuæxli og hvað gerir það?

Helga Ögmundsdóttir

Sortuæxli eru illkynja æxli sem eiga uppruna sinn í litarfrumum húðarinnar. Þau geta myndast í fæðingarblettum sem fyrir eru eða komið í ljós sem nýir blettir. Þess vegna er fólki ráðlagt að hafa auga með slíkum blettum og leita læknis ef breyting verður á fæðingarbletti. Örsjaldan geta þessi æxli einnig vaxið út frá lithimnu augans. Ef húð verður fyrir útfjólublárri geislun, annað hvort af sólarljósi eða úr lömpum, eykst hættan á illkynja æxlisvexti. Þannig er til dæmis tíðni þessara æxla há meðal útivinnandi fólks í sólríkum löndum og tíðnin meðal Íslendinga hefur aukist með auknum sólarlandaferðum. Þetta á þó sérstaklega við um þá sem eru ljósir á hörund því dökkur húðlitur verndar. Við sem erum með ljósa húð ættum því að nota sólarkrem með góðum varnarstuðli þegar við förum í sólina og gæta þess vel að brenna ekki.

Sortuæxli eru í 6. sæti fyrir konur og 12. sæti fyrir karla í algengisröð krabbameina á Íslandi og greinast að meðaltali 18 konur og 12 karlar á ári.

Meðan sortuæxlið er staðbundið er yfirleitt auðvelt að fjarlægja það með skurðaðgerð. Ef þessi æxli ná hins vegar að dreifa sér til eitla og síðan annarra líffæra og mynda meinvörp geta þau verið með illvígari æxlum. Þegar svo er komið er beitt lyfjameðferð. Sortuæxli eru þó að sumu leyti nokkuð sérkennileg og í rauninni eina krabbameinsæxli manna sem getur vakið mjög ákveðna ónæmissvörun. Þetta hefur verið þekkt lengi fyrir það að læknar tóku eftir því að sjúklingar með þessi æxli gátu átt það til að læknast eins og fyrir kraftaverk. Á síðari árum hafa læknar og vísindamenn síðan reynt að notfæra sér þetta og notið þá hliðsjónar af stóraukinni þekkingu í ónæmisfræði. Of snemmt er að segja að ónæmismeðferð gegn sortuæxlum sé komin af tilraunastigi en tilraunirnar lofa góðu.

Sjá einnig eftirfarandi svör um krabbamein:

Eftir sama höfund

Eftir Magnús Jóhannsson

Höfundur

Helga Ögmundsdóttir

prófessor í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

12.3.2001

Spyrjandi

Jóhann Grétar Gizurarson, f. 1986

Tilvísun

Helga Ögmundsdóttir. „Hvað er sortuæxli og hvað gerir það?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2001, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1374.

Helga Ögmundsdóttir. (2001, 12. mars). Hvað er sortuæxli og hvað gerir það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1374

Helga Ögmundsdóttir. „Hvað er sortuæxli og hvað gerir það?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2001. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1374>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er sortuæxli og hvað gerir það?
Sortuæxli eru illkynja æxli sem eiga uppruna sinn í litarfrumum húðarinnar. Þau geta myndast í fæðingarblettum sem fyrir eru eða komið í ljós sem nýir blettir. Þess vegna er fólki ráðlagt að hafa auga með slíkum blettum og leita læknis ef breyting verður á fæðingarbletti. Örsjaldan geta þessi æxli einnig vaxið út frá lithimnu augans. Ef húð verður fyrir útfjólublárri geislun, annað hvort af sólarljósi eða úr lömpum, eykst hættan á illkynja æxlisvexti. Þannig er til dæmis tíðni þessara æxla há meðal útivinnandi fólks í sólríkum löndum og tíðnin meðal Íslendinga hefur aukist með auknum sólarlandaferðum. Þetta á þó sérstaklega við um þá sem eru ljósir á hörund því dökkur húðlitur verndar. Við sem erum með ljósa húð ættum því að nota sólarkrem með góðum varnarstuðli þegar við förum í sólina og gæta þess vel að brenna ekki.

Sortuæxli eru í 6. sæti fyrir konur og 12. sæti fyrir karla í algengisröð krabbameina á Íslandi og greinast að meðaltali 18 konur og 12 karlar á ári.

Meðan sortuæxlið er staðbundið er yfirleitt auðvelt að fjarlægja það með skurðaðgerð. Ef þessi æxli ná hins vegar að dreifa sér til eitla og síðan annarra líffæra og mynda meinvörp geta þau verið með illvígari æxlum. Þegar svo er komið er beitt lyfjameðferð. Sortuæxli eru þó að sumu leyti nokkuð sérkennileg og í rauninni eina krabbameinsæxli manna sem getur vakið mjög ákveðna ónæmissvörun. Þetta hefur verið þekkt lengi fyrir það að læknar tóku eftir því að sjúklingar með þessi æxli gátu átt það til að læknast eins og fyrir kraftaverk. Á síðari árum hafa læknar og vísindamenn síðan reynt að notfæra sér þetta og notið þá hliðsjónar af stóraukinni þekkingu í ónæmisfræði. Of snemmt er að segja að ónæmismeðferð gegn sortuæxlum sé komin af tilraunastigi en tilraunirnar lofa góðu.

Sjá einnig eftirfarandi svör um krabbamein:

Eftir sama höfund

Eftir Magnús Jóhannsson

...