Samkvæmt kennslubók í meinafræði finnast meinvörp í hjarta hjá 5% sjúklinga sem deyja úr krabbameini. Þarna er þá um að ræða illkynja æxli sem eiga uppruna sinn einhvers staðar annars staðar í líkamanum en hafa sáð sér til ýmissa líffæra, meðal annars hjartans. Það er miklum mun sjaldgæfara að æxli myndist í hjartanu sjálfu. Slík æxli eru þá yfirleitt góðkynja, það er skemma ekki vefi með vexti sínum og sá sér ekki, en þau geta að sjálfsögðu valdið mjög alvarlegum einkennum vegna staðsetningar sinnar. Sárasjaldan gerist það að illkynja vöxtur hefst í hjartavöðvanum eða í æðum hjartans.
Sjá einnig eftirfarandi svör um krabbamein:
Eftir sama höfund:
- Er allt krabbamein lífshættulegt?
- Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum krabbamein?
- Eru til krabbameinsdrepandi efni?
- Hvernig veit maður hvort maður er með krabbamein?
- Hve margar geta krabbameinsfrumur í blóði orðið?
- Eru góðkynja heilaæxli krabbamein?
- Hvernig er krabbamein læknað?
- Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins?
- Af hverju er brjóstakrabbamein kvenna svona algengt og hver eru meðferðarúrræðin? eftir Magnús Jóhannsson
- Ef fólk greinist með krabbamein í lungum, hver eru stigin og hver er áætlaður líftími? eftir Höllu Skúladóttur
- Hvenær er talið að krabbamein hafi komið fram? eftir Jóhannes Björnsson
- Ef maður hefur einu sinni fengið krabbamein er þá líklegt að maður fái krabbamein aftur? eftir Jón Gunnlaug Jónasson
- Geta góðkynja æxli verið lífshættuleg? eftir Jón Gunnlaug Jónasson
- MedlinePlus. Sótt 13.12.2010.