Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Hvað er góðkynja æxli?

Jón Gunnlaugur Jónasson

Hugtakið æxli eða æxlisvöxtur er þýðing á hugtakinu „neoplasia“, sem upprunnið er úr grísku orðunum „neo“ sem þýðir nýr og „plassein“ sem er vöxtur. Erfitt er að finna nákvæma meinafræðilega skilgreiningu á hugtakinu æxli, en gjarnan er notast við skilgreiningu breska meinafræðingsins Rupert Willis frá 1952. Samkvæmt henni er æxli óeðlileg fyrirferðaraukning í vef þar sem ofvöxtur í vefnum og skortur á samhæfingu við aðlægan eðlilegan vef er til staðar og þetta viðhelst þrátt fyrir að áreitið sem kom meininu af stað sé tekið í burtu eða hætti. Vitað er að þessi sjálfvirkni fruma í æxlum á rætur að rekja til breytinga í erfðaefni frumanna. Þær erfðaefnisbreytingar leyfa óhefta og stjórnlausa frumufjölgun sem verður sjálfstýrð, óháð lífeðlisfræðilegri vaxtarörvun eða annars konar stjórn.

Hefð er fyrir að skipta æxlum upp í góðkynja æxli og illkynja æxli. Illkynja æxli eru einnig nefnd krabbamein. Samkvæmt almennri skoðun lýtur þessi skipting að því að góðkynja æxli séu ekki lífshættuleg, gagnstætt því sem ætti við um illkynja æxli. Þetta á sér að mestu leyti stoð í raunveruleikanum, en málið er þó ekki alveg svo einfalt. Í raun geta góðkynja æxli verið lífshættuleg og margir sjúklingar hafa mjög góðar lífshorfur þrátt fyrir að vera með æxli sem talin eru illkynja. Vert er að taka fram að góðkynja æxli eru þó sjaldan lífshættuleg. Þessi skipting er einnig gerð flóknari með því að eðli sumra æxla er best flokkað sem þarna mitt á milli.


Góðkynja svitakirtilsæxli (e. hidradenoma) á kinn.

Það sem best greinir milli góðkynja æxla og illkynja æxla er hæfileiki illkynja æxla til að vaxa á ífarandi máta, bæði inn í aðlægan vef (það er með því að vaxa óreglulega ísmjúgandi inn í aðlægan eðlilegan vef) og einnig að sá sér (mynda meinvörp) til fjarlægra líffæra. Þennan hæfileika hafa góðkynja æxli ekki nema að mjög takmörkuðu leyti. Annars koma helstu þættir sem aðgreina góðkynja og illkynja æxli fram í þessari töflu:


Góðkynja æxli Illkynja æxli
Vaxtarmáti Æxliskantur þenst út
Oft hring- eða kúlulaga
Æxliskantur með ífarandi máta
Illa afmörkuð
Vaxtarhraði fruma Lítill Mikill
Smásætt útlit Vel sérhæfð
Frumur einsleitar
Kjarnadeilingar fáar
Oft hýði eða gervihýði
Frumur líkjast upphafsvef
Sjaldan drep
Sjaldan sármyndun
Mis- eða illa sérhæfð
Frumur breytilegar
Kjarnadeilingar margar
Oftast án hýðis
Frumur ólíkar upphafsvef
Oft drep í æxli
Oft sármyndun í æxli
Meinvörp Ekki til staðar Oft til staðar
Klínísk áhrif Stundum vefræn áhrif eða hormónaframleiðsla Vefræn áhrif, hormónamyndun, niðurbrotsáhrif og almenn einkenni
Lífshætta Afar sjaldan lífshætta Mjög gjarnan lífshætta

Upplýsingarnar í töflunni eru almenn upptalning á margvíslegum atriðum sem hjálpleg geta verið við aðgreiningu í góð- og illkynja æxli. Það er hins vegar veruleg skörun varðandi nánast öll þessi atriði. Það sem kemur best að notum í hvert sinn við að greina á milli góð- og illkynja æxla er mjög mismunandi og er til dæmis mjög háð staðsetningu innan líkamans og því líffæri sem æxlið myndast í. Það er enda um að ræða gríðarlegan fjölda mjög mismunandi meina sem flokkast sem góðkynja og jafnvel ennþá fjölskrúðugri hóp æxla sem flokkast undir illkynja æxli í líkamanum, eða æxli sem þar eru mitt á milli og gjarnan eru flokkuð með illkynja æxlum, sem þó hafa afar litla tilhneigingu til að sá sér út um líkamann.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað er æxli?
  • Hvað er neoplasm?

Höfundur

Jón Gunnlaugur Jónasson

prófessor og meinafræðingur, yfirlæknir Krabbameinsskrár Íslands

Útgáfudagur

9.4.2010

Spyrjandi

Herdís Helgadóttir, Selma Gestsdóttir, Guðrún Sigursteinsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnlaugur Jónasson. „Hvað er góðkynja æxli? “ Vísindavefurinn, 9. apríl 2010. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55653.

Jón Gunnlaugur Jónasson. (2010, 9. apríl). Hvað er góðkynja æxli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55653

Jón Gunnlaugur Jónasson. „Hvað er góðkynja æxli? “ Vísindavefurinn. 9. apr. 2010. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55653>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er góðkynja æxli?
Hugtakið æxli eða æxlisvöxtur er þýðing á hugtakinu „neoplasia“, sem upprunnið er úr grísku orðunum „neo“ sem þýðir nýr og „plassein“ sem er vöxtur. Erfitt er að finna nákvæma meinafræðilega skilgreiningu á hugtakinu æxli, en gjarnan er notast við skilgreiningu breska meinafræðingsins Rupert Willis frá 1952. Samkvæmt henni er æxli óeðlileg fyrirferðaraukning í vef þar sem ofvöxtur í vefnum og skortur á samhæfingu við aðlægan eðlilegan vef er til staðar og þetta viðhelst þrátt fyrir að áreitið sem kom meininu af stað sé tekið í burtu eða hætti. Vitað er að þessi sjálfvirkni fruma í æxlum á rætur að rekja til breytinga í erfðaefni frumanna. Þær erfðaefnisbreytingar leyfa óhefta og stjórnlausa frumufjölgun sem verður sjálfstýrð, óháð lífeðlisfræðilegri vaxtarörvun eða annars konar stjórn.

Hefð er fyrir að skipta æxlum upp í góðkynja æxli og illkynja æxli. Illkynja æxli eru einnig nefnd krabbamein. Samkvæmt almennri skoðun lýtur þessi skipting að því að góðkynja æxli séu ekki lífshættuleg, gagnstætt því sem ætti við um illkynja æxli. Þetta á sér að mestu leyti stoð í raunveruleikanum, en málið er þó ekki alveg svo einfalt. Í raun geta góðkynja æxli verið lífshættuleg og margir sjúklingar hafa mjög góðar lífshorfur þrátt fyrir að vera með æxli sem talin eru illkynja. Vert er að taka fram að góðkynja æxli eru þó sjaldan lífshættuleg. Þessi skipting er einnig gerð flóknari með því að eðli sumra æxla er best flokkað sem þarna mitt á milli.


Góðkynja svitakirtilsæxli (e. hidradenoma) á kinn.

Það sem best greinir milli góðkynja æxla og illkynja æxla er hæfileiki illkynja æxla til að vaxa á ífarandi máta, bæði inn í aðlægan vef (það er með því að vaxa óreglulega ísmjúgandi inn í aðlægan eðlilegan vef) og einnig að sá sér (mynda meinvörp) til fjarlægra líffæra. Þennan hæfileika hafa góðkynja æxli ekki nema að mjög takmörkuðu leyti. Annars koma helstu þættir sem aðgreina góðkynja og illkynja æxli fram í þessari töflu:


Góðkynja æxli Illkynja æxli
Vaxtarmáti Æxliskantur þenst út
Oft hring- eða kúlulaga
Æxliskantur með ífarandi máta
Illa afmörkuð
Vaxtarhraði fruma Lítill Mikill
Smásætt útlit Vel sérhæfð
Frumur einsleitar
Kjarnadeilingar fáar
Oft hýði eða gervihýði
Frumur líkjast upphafsvef
Sjaldan drep
Sjaldan sármyndun
Mis- eða illa sérhæfð
Frumur breytilegar
Kjarnadeilingar margar
Oftast án hýðis
Frumur ólíkar upphafsvef
Oft drep í æxli
Oft sármyndun í æxli
Meinvörp Ekki til staðar Oft til staðar
Klínísk áhrif Stundum vefræn áhrif eða hormónaframleiðsla Vefræn áhrif, hormónamyndun, niðurbrotsáhrif og almenn einkenni
Lífshætta Afar sjaldan lífshætta Mjög gjarnan lífshætta

Upplýsingarnar í töflunni eru almenn upptalning á margvíslegum atriðum sem hjálpleg geta verið við aðgreiningu í góð- og illkynja æxli. Það er hins vegar veruleg skörun varðandi nánast öll þessi atriði. Það sem kemur best að notum í hvert sinn við að greina á milli góð- og illkynja æxla er mjög mismunandi og er til dæmis mjög háð staðsetningu innan líkamans og því líffæri sem æxlið myndast í. Það er enda um að ræða gríðarlegan fjölda mjög mismunandi meina sem flokkast sem góðkynja og jafnvel ennþá fjölskrúðugri hóp æxla sem flokkast undir illkynja æxli í líkamanum, eða æxli sem þar eru mitt á milli og gjarnan eru flokkuð með illkynja æxlum, sem þó hafa afar litla tilhneigingu til að sá sér út um líkamann.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað er æxli?
  • Hvað er neoplasm?

...