Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er allt krabbamein lífshættulegt?

Helga Ögmundsdóttir

Einfalt og fljótlegt svar við þessari spurningu er nei.

En við skulum líta örlítið nánar á þetta og þá blasir strax við að mikill munur er milli mismunandi tegunda krabbameina. Langt er síðan farið var að líta svo á að þær tegundir krabbameina sem helst leggjast á börn og ungt fólk séu læknanlegar. Þetta á til dæmis við um hvítblæði (blóðkrabbamein) í börnum og krabbamein í eistum sem leggst á unga karlmenn. Vissulega er meðferðin, sem eru lyf og geislar, mjög erfið og gengur hart að sjúklingunum, en nánast allir ná fullum bata.

Ef við færum okkur svo upp í aldri verður brjóstakrabbamein næst fyrir okkur. Þetta er langalgengasta krabbamein kvenna og árlega finnst það hjá 135 íslenskum konum að meðaltali. Brjóstakrabbameinið byrjar að láta á sér kræla um fertugsaldurinn, en flestar konur sem greinast eru þó um og yfir sextugt. Í árslok 1999 voru tæplega 1500 íslenskar konur á lífi sem einhvern tíma höfðu fengið brjóstakrabbamein. Rúmlega 80% kvenna sem fá brjóstakrabbamein lifa í 5 ár eða lengur eftir að það uppgötvast og þetta hlutfall hefur aukist úr rúmlega 50% kringum 1960. Meðferðin er skurðaðgerð þar sem meinið er fjarlægt. Áður fyrr var allt brjóstið tekið en það er ekki gert lengur ef æxlið er lítið. Síðan tekur stundum við meðferð með lyfjum og geislum í nokkra mánuði. Frá 1988 er konum boðið að koma í röntgenmyndatöku annað hvert ár til að leita að brjóstakrabbameini og þetta hefur borið þann árangur að æxlin eru yfirleitt lítil þegar þau finnast, en það eykur líkurnar á lækningu.

Lungnakrabbamein sést í svarta kassanum. Flest tilfelli eru vegna reykinga, beinna og óbeinna.

Hjá körlunum er krabbamein í blöðruhálskirtli algengast og fjöldatölur svipaðar og fyrir brjóstakrabbamein hjá konunum, en ýmislegt er þó ólíkt. Þannig voru tæplega 1000 karlar á lífi í árslok 1999 sem höfðu fengið krabbamein í blöðruhálskirtil. Hvers vegna eru þeir svona miklu færri en konurnar með brjóstakrabbamein? Í fyrsta lagi eru þeir eldri þegar sjúkdómurinn kemur fram, um og yfir sjötugt, og þá eru menn farnir að deyja úr ýmsum öðrum sjúkdómum. Í öðru lagi er ekki völ á eins góðri meðferð eins og við brjóstakrabbameini, en þar kemur reyndar á móti að þetta eru oft krabbamein sem fara sér hægt. Fimm árum eftir greiningu eru 75% enn á lífi. Oft hefur verið rætt um að hefja skipulega leit að þessu krabbameini en það er talsvert vandasamara en leitin að brjóstakrabbameini.

Lítum á nokkur önnur dæmi: Krabbamein í ristli fá um það bil 90 karlar og konur á hverju ári og af þeim lifa rúmlega 50% í fimm ár eða lengur. Eitt svartasta dæmið er tvímælalaust lungnakrabbameinið og þar má segja að gömlu hugmyndirnar um að það að greinast með krabbamein sé dauðadómur eigi enn talsverðan rétt á sér. Árlega greinast rúmlega 100 slíkir sjúklingar og aðeins 10% lifa lengur en 5 ár. Hægt væri að koma nánast alveg í veg fyrir þetta krabbamein með því að fólk hætti að reykja.

Að lokum: Hvers vegna er alltaf horft á hlutfall þeirra sem eru á lífi eftir 5 ár? Ef ekki tekst að komast fyrir meinið er það langoftast búið að segja til sín aftur innan 5 ára, þannig að þeir sem hafa lifað sjúkdóminn af í 5 ár hafa líklega fengið lækningu. Vissulega eru undantekningar frá þessu, en því lengra sem líður án þess að sjúkdómurinn taki sig upp aftur því minni líkur eru á að hann geri það.

Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins má finna ýmiss konar fróðleik um krabbamein.

Eftir sama höfund:

Aðrir höfundar:

Mynd:

Höfundur

Helga Ögmundsdóttir

prófessor í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

25.1.2001

Spyrjandi

Ragnheiður Árnadóttir, f. 1989

Tilvísun

Helga Ögmundsdóttir. „Er allt krabbamein lífshættulegt?“ Vísindavefurinn, 25. janúar 2001, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1296.

Helga Ögmundsdóttir. (2001, 25. janúar). Er allt krabbamein lífshættulegt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1296

Helga Ögmundsdóttir. „Er allt krabbamein lífshættulegt?“ Vísindavefurinn. 25. jan. 2001. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1296>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er allt krabbamein lífshættulegt?
Einfalt og fljótlegt svar við þessari spurningu er nei.

En við skulum líta örlítið nánar á þetta og þá blasir strax við að mikill munur er milli mismunandi tegunda krabbameina. Langt er síðan farið var að líta svo á að þær tegundir krabbameina sem helst leggjast á börn og ungt fólk séu læknanlegar. Þetta á til dæmis við um hvítblæði (blóðkrabbamein) í börnum og krabbamein í eistum sem leggst á unga karlmenn. Vissulega er meðferðin, sem eru lyf og geislar, mjög erfið og gengur hart að sjúklingunum, en nánast allir ná fullum bata.

Ef við færum okkur svo upp í aldri verður brjóstakrabbamein næst fyrir okkur. Þetta er langalgengasta krabbamein kvenna og árlega finnst það hjá 135 íslenskum konum að meðaltali. Brjóstakrabbameinið byrjar að láta á sér kræla um fertugsaldurinn, en flestar konur sem greinast eru þó um og yfir sextugt. Í árslok 1999 voru tæplega 1500 íslenskar konur á lífi sem einhvern tíma höfðu fengið brjóstakrabbamein. Rúmlega 80% kvenna sem fá brjóstakrabbamein lifa í 5 ár eða lengur eftir að það uppgötvast og þetta hlutfall hefur aukist úr rúmlega 50% kringum 1960. Meðferðin er skurðaðgerð þar sem meinið er fjarlægt. Áður fyrr var allt brjóstið tekið en það er ekki gert lengur ef æxlið er lítið. Síðan tekur stundum við meðferð með lyfjum og geislum í nokkra mánuði. Frá 1988 er konum boðið að koma í röntgenmyndatöku annað hvert ár til að leita að brjóstakrabbameini og þetta hefur borið þann árangur að æxlin eru yfirleitt lítil þegar þau finnast, en það eykur líkurnar á lækningu.

Lungnakrabbamein sést í svarta kassanum. Flest tilfelli eru vegna reykinga, beinna og óbeinna.

Hjá körlunum er krabbamein í blöðruhálskirtli algengast og fjöldatölur svipaðar og fyrir brjóstakrabbamein hjá konunum, en ýmislegt er þó ólíkt. Þannig voru tæplega 1000 karlar á lífi í árslok 1999 sem höfðu fengið krabbamein í blöðruhálskirtil. Hvers vegna eru þeir svona miklu færri en konurnar með brjóstakrabbamein? Í fyrsta lagi eru þeir eldri þegar sjúkdómurinn kemur fram, um og yfir sjötugt, og þá eru menn farnir að deyja úr ýmsum öðrum sjúkdómum. Í öðru lagi er ekki völ á eins góðri meðferð eins og við brjóstakrabbameini, en þar kemur reyndar á móti að þetta eru oft krabbamein sem fara sér hægt. Fimm árum eftir greiningu eru 75% enn á lífi. Oft hefur verið rætt um að hefja skipulega leit að þessu krabbameini en það er talsvert vandasamara en leitin að brjóstakrabbameini.

Lítum á nokkur önnur dæmi: Krabbamein í ristli fá um það bil 90 karlar og konur á hverju ári og af þeim lifa rúmlega 50% í fimm ár eða lengur. Eitt svartasta dæmið er tvímælalaust lungnakrabbameinið og þar má segja að gömlu hugmyndirnar um að það að greinast með krabbamein sé dauðadómur eigi enn talsverðan rétt á sér. Árlega greinast rúmlega 100 slíkir sjúklingar og aðeins 10% lifa lengur en 5 ár. Hægt væri að koma nánast alveg í veg fyrir þetta krabbamein með því að fólk hætti að reykja.

Að lokum: Hvers vegna er alltaf horft á hlutfall þeirra sem eru á lífi eftir 5 ár? Ef ekki tekst að komast fyrir meinið er það langoftast búið að segja til sín aftur innan 5 ára, þannig að þeir sem hafa lifað sjúkdóminn af í 5 ár hafa líklega fengið lækningu. Vissulega eru undantekningar frá þessu, en því lengra sem líður án þess að sjúkdómurinn taki sig upp aftur því minni líkur eru á að hann geri það.

Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins má finna ýmiss konar fróðleik um krabbamein.

Eftir sama höfund:

Aðrir höfundar:

Mynd:...