Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru helstu einkenni krabbameins í blöðruhálskirtli?

Jón Gunnlaugur Jónasson

Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein hjá íslenskum körlum. Þetta mein er nú hátt í þriðjungur allra nýgreindra krabbameina hjá körlum á Íslandi. Á árunum 2000-2004 var aldursstaðlað nýgengi þessara æxla 91,4 af 100.000. Krabbamein í blöðruhálskirtli greinist fyrst og fremst hjá eldri karlmönnum; í tveimur af hverjum þremur tilvikum greinist sjúkdómurinn hjá karlmönnum sem eru komnir yfir sjötugt, en meðalaldur við greiningu er um 72 ár.

Nýgengi blöðruhálskirtilskrabbameins hefur aukist verulega á undanförnum árum og áratugum. Þetta kemur meðal annars til vegna þess að sjúkdómurinn uppgötvast fyrr en áður, einkum vegna mælinga á sérstökum mótefnavaka, svonefndu PSA (e. prostate specific antigen) í blóði karlmanna, en þessi mæling getur gefið til kynna að krabbameinsmyndun í blöðruhálskirtlinum sé til staðar. Þar með finnst talsverður fjöldi æxla á byrjunarstigi sem óvíst er hvernig hefðu þróast.



Orsakir blöðruhálskirtilskrabbameins eru langt frá því að vera ljósar en talið er að hormónabúskapur, erfðaþættir og umhverfisáhrif komi þar við sögu. Vitað er að karlkynshormónið testósterón á þar hlut að máli. Á seinni árum hefur komið í ljós að genabreytingar sem erfast virðast hafa talsverða þýðingu varðandi myndun sjúkdómsins. Rannsóknir benda einnig til að umhverfisáhrif séu þýðingarmikill þáttur.

Blöðruhálskirtilskrabbamein er oftast einkennalaust þangað til að æxlið er orðið það stórt að það hefur dreift sér út fyrir blöðruhálskirtilshýðið. Einkennin eru þá svipuð og við góðkynja blöðruhálskirtilsstækkun, sem er mun algengara fyrirbæri en blöðruhálskirtilskrabbamein. Dæmigerð einkenni eru tíð þvaglát, erfiðleikar við að byrja þvaglát, kraftlítil þvagbuna og erfiðleikar við að tæma þvagblöðruna. Ef þess háttar erfiðleikar koma fram nokkuð snögglega getur það bent til að orsökin sé krabbameinsmyndun fremur en góðkynja blöðruhálskirtilsstækkun. Stundum koma fyrstu einkenni blöðruhálskirtilskrabbameins frá meinvörpum æxlisins. Þau geta til dæmis verið bakverkir vegna meinvarpa í beinagrind, aðallega í hryggsúlu. Þreyta og þyngdartap geta einnig verið einkenni blöðruhálskirtilskrabbameins.

Hægt er að meðhöndla blöðruhálskirtilskrabbamein á marga vegu og stundum er ákveðið að veita enga meðferð að sinni heldur bíða átekta. Ef æxlið hefur ekki dreift sér út fyrir blöðruhálskirtilinn þegar það uppgötvast eru batahorfur sjúklingsins góðar, einkum ef æxlið er fjarlægt með aðgerð þar sem allur kirtillinn er numinn á brott. Aðgerðin getur leitt til getuleysis og í vissum tilfellum þvagleka.

Stundum er beitt geislameðferð, sem getur læknað staðbundið blöðruhálskirtilskrabbamein. Geislameðferð getur haft aukaverkanir, til dæmis getuleysi og óþægindi í endaþarmi. Ef krabbameinið hefur dreift sér út fyrir blöðruhálskirtilinn er ekki hægt að fjarlægja allt æxlið með skurðaðgerð. Þá er unnt að beita ýmsum aðferðum sem verka gegn karlhormónum, en þeir örva vöxt blöðruhálskirtilskrabbameins. Unnt er að takmarka framleiðslu og áhrif testósterons með lyfjum en einnig má fjarlægja eistu með skurðaðgerð í þeim tilgangi. Í sumum tilvikum er blöðruhálskirtilskrabbamein meðhöndlað með krabbameinslyfjum. Geislameðferð er stundum beitt til að minnka æxlisvöxt og lina verki vegna beinmeinvarpa.

Á Vísindavefnum eru mörg svör sem fjalla um krabbamein, til dæmis við spurningunum:

Mynd:

Þetta svar er stytt útgáfa af grein sem birtist í tímaritinu Heilbrigðismálum árið 2006. Áhugasamir eru hvattir til að skoða greinina í heild sinni en hana má nálgast á vef Krabbameinsfélagsins.

Höfundur

Jón Gunnlaugur Jónasson

prófessor og meinafræðingur, yfirlæknir Krabbameinsskrár Íslands

Útgáfudagur

22.3.2010

Spyrjandi

Örn Leó Guðmundsson

Tilvísun

Jón Gunnlaugur Jónasson. „Hver eru helstu einkenni krabbameins í blöðruhálskirtli?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2010, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55731.

Jón Gunnlaugur Jónasson. (2010, 22. mars). Hver eru helstu einkenni krabbameins í blöðruhálskirtli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55731

Jón Gunnlaugur Jónasson. „Hver eru helstu einkenni krabbameins í blöðruhálskirtli?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2010. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55731>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru helstu einkenni krabbameins í blöðruhálskirtli?
Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein hjá íslenskum körlum. Þetta mein er nú hátt í þriðjungur allra nýgreindra krabbameina hjá körlum á Íslandi. Á árunum 2000-2004 var aldursstaðlað nýgengi þessara æxla 91,4 af 100.000. Krabbamein í blöðruhálskirtli greinist fyrst og fremst hjá eldri karlmönnum; í tveimur af hverjum þremur tilvikum greinist sjúkdómurinn hjá karlmönnum sem eru komnir yfir sjötugt, en meðalaldur við greiningu er um 72 ár.

Nýgengi blöðruhálskirtilskrabbameins hefur aukist verulega á undanförnum árum og áratugum. Þetta kemur meðal annars til vegna þess að sjúkdómurinn uppgötvast fyrr en áður, einkum vegna mælinga á sérstökum mótefnavaka, svonefndu PSA (e. prostate specific antigen) í blóði karlmanna, en þessi mæling getur gefið til kynna að krabbameinsmyndun í blöðruhálskirtlinum sé til staðar. Þar með finnst talsverður fjöldi æxla á byrjunarstigi sem óvíst er hvernig hefðu þróast.



Orsakir blöðruhálskirtilskrabbameins eru langt frá því að vera ljósar en talið er að hormónabúskapur, erfðaþættir og umhverfisáhrif komi þar við sögu. Vitað er að karlkynshormónið testósterón á þar hlut að máli. Á seinni árum hefur komið í ljós að genabreytingar sem erfast virðast hafa talsverða þýðingu varðandi myndun sjúkdómsins. Rannsóknir benda einnig til að umhverfisáhrif séu þýðingarmikill þáttur.

Blöðruhálskirtilskrabbamein er oftast einkennalaust þangað til að æxlið er orðið það stórt að það hefur dreift sér út fyrir blöðruhálskirtilshýðið. Einkennin eru þá svipuð og við góðkynja blöðruhálskirtilsstækkun, sem er mun algengara fyrirbæri en blöðruhálskirtilskrabbamein. Dæmigerð einkenni eru tíð þvaglát, erfiðleikar við að byrja þvaglát, kraftlítil þvagbuna og erfiðleikar við að tæma þvagblöðruna. Ef þess háttar erfiðleikar koma fram nokkuð snögglega getur það bent til að orsökin sé krabbameinsmyndun fremur en góðkynja blöðruhálskirtilsstækkun. Stundum koma fyrstu einkenni blöðruhálskirtilskrabbameins frá meinvörpum æxlisins. Þau geta til dæmis verið bakverkir vegna meinvarpa í beinagrind, aðallega í hryggsúlu. Þreyta og þyngdartap geta einnig verið einkenni blöðruhálskirtilskrabbameins.

Hægt er að meðhöndla blöðruhálskirtilskrabbamein á marga vegu og stundum er ákveðið að veita enga meðferð að sinni heldur bíða átekta. Ef æxlið hefur ekki dreift sér út fyrir blöðruhálskirtilinn þegar það uppgötvast eru batahorfur sjúklingsins góðar, einkum ef æxlið er fjarlægt með aðgerð þar sem allur kirtillinn er numinn á brott. Aðgerðin getur leitt til getuleysis og í vissum tilfellum þvagleka.

Stundum er beitt geislameðferð, sem getur læknað staðbundið blöðruhálskirtilskrabbamein. Geislameðferð getur haft aukaverkanir, til dæmis getuleysi og óþægindi í endaþarmi. Ef krabbameinið hefur dreift sér út fyrir blöðruhálskirtilinn er ekki hægt að fjarlægja allt æxlið með skurðaðgerð. Þá er unnt að beita ýmsum aðferðum sem verka gegn karlhormónum, en þeir örva vöxt blöðruhálskirtilskrabbameins. Unnt er að takmarka framleiðslu og áhrif testósterons með lyfjum en einnig má fjarlægja eistu með skurðaðgerð í þeim tilgangi. Í sumum tilvikum er blöðruhálskirtilskrabbamein meðhöndlað með krabbameinslyfjum. Geislameðferð er stundum beitt til að minnka æxlisvöxt og lina verki vegna beinmeinvarpa.

Á Vísindavefnum eru mörg svör sem fjalla um krabbamein, til dæmis við spurningunum:

Mynd:

Þetta svar er stytt útgáfa af grein sem birtist í tímaritinu Heilbrigðismálum árið 2006. Áhugasamir eru hvattir til að skoða greinina í heild sinni en hana má nálgast á vef Krabbameinsfélagsins....