Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Er hægt að smitast af krabbameini?

Laufey Tryggvadóttir

Það sem einkennir krabbamein er að frumur í tilteknum vef eða líffæri hætta að skynja sig sem hluta af heildinni, en fara þess í stað að skipta sér óháð þörfum líkamans. Annað einkenni á krabbameinsfrumum er að þær geta rutt sér leið yfir í vefi sem liggja nálægt upprunastaðnum. Þannig geta þær komist inn í sogæðar og blóðæðar og borist til fjarlægra vefja og líffæra einstaklingsins og valdið skaða þar. Orsökina fyrir hinni afbrigðilegu hegðun krabbameinsfruma má rekja til truflana eða stökkbreytinga í erfðaefninu (DNA) sem er í stjórnstöð frumunnar, kjarnanum. Þekktir eru ýmsir þættir úr umhverfinu sem geta valdið þessum truflunum, þar á meðal eru tóbaksreykur, útfjólublá geislun og tilteknar örverur.Krabbameinsfrumur fjölga sér með skiptingu eins og þessar brjóstakrabbameinsfrumur. Þær geta einnig dreifst um líkama þess sem er með krabbamein en geta ekki borist í líkama annarrar manneskju.

Þar sem krabbamein er í raun gert úr frumum einstaklingsins sem ber meinið, er útilokað að sjálft krabbameinið geti smitast milli einstaklinga. Líkamsfrumur mannsins hafa ekki möguleika á að koma sér fyrir í öðrum mannslíkama af sjálfsdáðum, eins og ýmsar örverur geta.

Þannig eru krabbameinin sjálf ekki smitandi. Hins vegar tengjast örverur, svo sem bakteríur og veirur, myndun sumra krabbameina og þessar örverur geta smitast milli einstaklinga. Slíkt smit er mun algengara í þróunarlöndunum en í þróuðum löndum. Áætlað er að ef hægt væri að útrýma þeim smitsjúkdómum sem þarna koma við sögu myndi krabbameinum fækka um 26,3% í þróunarlöndunum (1,5 milljón tilfelli árlega) og um 7,7% í þróuðum löndum (390.000 tilfelli árlega).

Dæmi um krabbamein sem orsakast af veirusmiti er krabbamein í leghálsi kvenna. Þetta krabbamein myndast ekki nema að undangenginni sýkingu af völdum svokallaðra vörtuveira (e. human papilloma viruses – HPV). Til eru margir stofnar af vörtuveirum og nokkrir þeirra valda leghálskrabbameini. Þess ber þó að geta að þótt sýkingar af völdum þessara stofna séu algengar, fær aðeins lítið brot sýktra kvenna krabbamein. Í flestum tilvikum læknast sýkingin fyrir tilstilli ónæmiskerfis líkamans, en af óþekktum orsökum tekst það ekki alltaf og þá leiðir sýkingin til myndunar krabbameins. Vörtuveirurnar berast milli einstaklinga við kynmök og því eru konur í þeim mun meiri hættu á smiti sem þær hafa átt fleiri rekkjunauta, eða ef þær hafa sængað hjá körlum sem hafa átt marga rekkjunauta.

Aðrar mikilvægar örverur sem vitað er að koma við sögu við myndun krabbameina eru bakterían Helicobacter pylori sem tengist myndun krabbameins í maga, lifrarbólguveirur af B- og C-stofni, Epstein-Barr veiran, alnæmisveiran og einn stofn af herpesveiru.

Rannsóknir á þessu sviði eru enn umtalsverðar og líklegt er að þær eigi eftir að leiða til uppgötvunar fleiri sambanda milli sýkla og myndunar krabbameina.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Telegraph.co.uk. Sótt 6. 11. 2008.

Höfundur

Laufey Tryggvadóttir

faraldsfræðingur, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands

Útgáfudagur

7.11.2008

Spyrjandi

Valdimar Jónsson

Tilvísun

Laufey Tryggvadóttir. „Er hægt að smitast af krabbameini?“ Vísindavefurinn, 7. nóvember 2008. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=23474.

Laufey Tryggvadóttir. (2008, 7. nóvember). Er hægt að smitast af krabbameini? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=23474

Laufey Tryggvadóttir. „Er hægt að smitast af krabbameini?“ Vísindavefurinn. 7. nóv. 2008. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=23474>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að smitast af krabbameini?
Það sem einkennir krabbamein er að frumur í tilteknum vef eða líffæri hætta að skynja sig sem hluta af heildinni, en fara þess í stað að skipta sér óháð þörfum líkamans. Annað einkenni á krabbameinsfrumum er að þær geta rutt sér leið yfir í vefi sem liggja nálægt upprunastaðnum. Þannig geta þær komist inn í sogæðar og blóðæðar og borist til fjarlægra vefja og líffæra einstaklingsins og valdið skaða þar. Orsökina fyrir hinni afbrigðilegu hegðun krabbameinsfruma má rekja til truflana eða stökkbreytinga í erfðaefninu (DNA) sem er í stjórnstöð frumunnar, kjarnanum. Þekktir eru ýmsir þættir úr umhverfinu sem geta valdið þessum truflunum, þar á meðal eru tóbaksreykur, útfjólublá geislun og tilteknar örverur.Krabbameinsfrumur fjölga sér með skiptingu eins og þessar brjóstakrabbameinsfrumur. Þær geta einnig dreifst um líkama þess sem er með krabbamein en geta ekki borist í líkama annarrar manneskju.

Þar sem krabbamein er í raun gert úr frumum einstaklingsins sem ber meinið, er útilokað að sjálft krabbameinið geti smitast milli einstaklinga. Líkamsfrumur mannsins hafa ekki möguleika á að koma sér fyrir í öðrum mannslíkama af sjálfsdáðum, eins og ýmsar örverur geta.

Þannig eru krabbameinin sjálf ekki smitandi. Hins vegar tengjast örverur, svo sem bakteríur og veirur, myndun sumra krabbameina og þessar örverur geta smitast milli einstaklinga. Slíkt smit er mun algengara í þróunarlöndunum en í þróuðum löndum. Áætlað er að ef hægt væri að útrýma þeim smitsjúkdómum sem þarna koma við sögu myndi krabbameinum fækka um 26,3% í þróunarlöndunum (1,5 milljón tilfelli árlega) og um 7,7% í þróuðum löndum (390.000 tilfelli árlega).

Dæmi um krabbamein sem orsakast af veirusmiti er krabbamein í leghálsi kvenna. Þetta krabbamein myndast ekki nema að undangenginni sýkingu af völdum svokallaðra vörtuveira (e. human papilloma viruses – HPV). Til eru margir stofnar af vörtuveirum og nokkrir þeirra valda leghálskrabbameini. Þess ber þó að geta að þótt sýkingar af völdum þessara stofna séu algengar, fær aðeins lítið brot sýktra kvenna krabbamein. Í flestum tilvikum læknast sýkingin fyrir tilstilli ónæmiskerfis líkamans, en af óþekktum orsökum tekst það ekki alltaf og þá leiðir sýkingin til myndunar krabbameins. Vörtuveirurnar berast milli einstaklinga við kynmök og því eru konur í þeim mun meiri hættu á smiti sem þær hafa átt fleiri rekkjunauta, eða ef þær hafa sængað hjá körlum sem hafa átt marga rekkjunauta.

Aðrar mikilvægar örverur sem vitað er að koma við sögu við myndun krabbameina eru bakterían Helicobacter pylori sem tengist myndun krabbameins í maga, lifrarbólguveirur af B- og C-stofni, Epstein-Barr veiran, alnæmisveiran og einn stofn af herpesveiru.

Rannsóknir á þessu sviði eru enn umtalsverðar og líklegt er að þær eigi eftir að leiða til uppgötvunar fleiri sambanda milli sýkla og myndunar krabbameina.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Telegraph.co.uk. Sótt 6. 11. 2008....