Sólin Sólin Rís 10:14 • sest 17:08 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:55 • Sest 06:13 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:24 • Síðdegis: 19:50 í Reykjavík

Hvernig er hægt að athuga hvort fólk sé með HPV?

Kristján Sigurðsson

HPV-veirupróf er gert til að kanna hvort kona eða maður hafi smitast af veiru sem á ensku kallast Human Papilloma Virus (HPV). Veiran hefur meira en 100 undirflokka og valda sumir þeirra góðkynja vörtum á kynfærum (e. condyloma), en aðrir flokkar geta leitt til þróunar leghálskrabbameins og forstiga þess sjúkdóms. Veiran smitast við samfarir og getur jafnframt valdið krabbameini á skapabörmum, í leggöngum, getnaðarlim, hálsi og öndunarvegi. Greina má nýlegt smit með því að taka strok frá leghálsi konu eða getnaðarlim karlmanns. Eldra smit þarf að greina með blóðsýni. HPV-smit er ekki unnt að lækna nema það leiði til kynfæravarta eða forstigsbreytinga en þær breytingar er unnt að lækna með minniháttar læknismeðferð.

Tíðni HPV smits

Talið er að um 50% allra kvenna sem hafa haft samfarir fái slíkt smit einhvern tímann á ævinni. Sýnt hefur verið fram á að áhættan eykst með fjölda rekkjunauta. Ónæmiskerfi smitaðra einstaklinga vinnur þó gegn sýkingu af völdum veirunnar sem glögglega má sjá á því að tíðni forstigsbreytinga og kynfæravarta hjá yngri konum er mun lægri en tíðni HPV smitaðra.Hér sjást tvö stroksýni úr leghálsi. Frumurnar hægra megin eru HPV smitaðar.

Alvarleiki forstigsbreytinga

Forstigsbreytingum í leghálsi er skipt í mismunandi stig eftir því hversu alvarlegar þær teljast. Vitað er að flest væg forstig geta sjálfkrafa horfið án meðferðar og reynslan hefur sannað að óhætt er að fylgja vægri forstigsbreytingu eftir með nýju leghálsstroki innan hálfs árs frá greiningu. Meðalsterkar og sterkar forstigsbreytingar hverfa aftur á móti síður af sjálfsdáðum og leiðir greining þeirra því ávallt strax til nánari skoðunar með leghálsspeglun. Við speglunina er tekið lítið vefjasýni frá leghálsi en rannsókn þess ákvarðar síðan hvort gera þurfi svokallaðan keiluskurð.

HPV-próf getur flýtt fyrir ákvörðunartöku um meðferð

Erlendar rannsóknir hafa bent til þess að HPV-próf geti auðveldað ákvörðun um hvort framkvæma eigi strax leghálsspeglun hjá konu með óljósar vægar frumubreytingar. Erlendis er eftirlit þó mun slakara en hér á landi og því meiri hætta á að konunni sé ekki fylgt eftir sem skyldi. Hér á landi hefur því verið ákveðið að spara þann kostnað sem fylgir slíkri veirurannsókn og ákvörðun er tekin um leghálsspeglun eftir hálft ár þegar ljóst er hvort forstigsbreytingin hefur gengið til baka eða ekki.

HPV veirupróf getur aftur á móti komið að gagni hjá konum þar sem misræmi er milli niðurstöðu frumustroks og leghálsspeglunar. HPV-próf auðveldar í slíkum tilfellum ákvörðunartöku um hvort sleppa megi slíkri konu úr eftirliti eða senda hana í keiluskurð þrátt fyrir eðlilega niðurstöðu leghálsspeglunar. Jafnframt hefur verið rætt um að HPV-próf geti auðveldað að sjá hvaða konur eru í áhættu að fá sjúkdóminn aftur eftir keiluskurð. Prófið gæti loks hentað til að ákveða hvort óhætt sé að hætta krabbameinsleit eða lengja millibil skoðana hjá konum eftir miðjan aldur sem hafa haft eðlileg leghálsstrok.

Bólusetning

Að lokum má geta þess að sú staðreynd að leghálskrabbamein orsakast af veiru hefur leitt til þróunar bóluefnis sem leitt getur til útrýmingar sjúkdómsins er fram í sækir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Wikimedia Commons

Þetta svar birtist fyrst á vef Doktor.is og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins

Útgáfudagur

15.2.2008

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Kristján Sigurðsson. „Hvernig er hægt að athuga hvort fólk sé með HPV?“ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2008. Sótt 30. janúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=7071.

Kristján Sigurðsson. (2008, 15. febrúar). Hvernig er hægt að athuga hvort fólk sé með HPV? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7071

Kristján Sigurðsson. „Hvernig er hægt að athuga hvort fólk sé með HPV?“ Vísindavefurinn. 15. feb. 2008. Vefsíða. 30. jan. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7071>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að athuga hvort fólk sé með HPV?
HPV-veirupróf er gert til að kanna hvort kona eða maður hafi smitast af veiru sem á ensku kallast Human Papilloma Virus (HPV). Veiran hefur meira en 100 undirflokka og valda sumir þeirra góðkynja vörtum á kynfærum (e. condyloma), en aðrir flokkar geta leitt til þróunar leghálskrabbameins og forstiga þess sjúkdóms. Veiran smitast við samfarir og getur jafnframt valdið krabbameini á skapabörmum, í leggöngum, getnaðarlim, hálsi og öndunarvegi. Greina má nýlegt smit með því að taka strok frá leghálsi konu eða getnaðarlim karlmanns. Eldra smit þarf að greina með blóðsýni. HPV-smit er ekki unnt að lækna nema það leiði til kynfæravarta eða forstigsbreytinga en þær breytingar er unnt að lækna með minniháttar læknismeðferð.

Tíðni HPV smits

Talið er að um 50% allra kvenna sem hafa haft samfarir fái slíkt smit einhvern tímann á ævinni. Sýnt hefur verið fram á að áhættan eykst með fjölda rekkjunauta. Ónæmiskerfi smitaðra einstaklinga vinnur þó gegn sýkingu af völdum veirunnar sem glögglega má sjá á því að tíðni forstigsbreytinga og kynfæravarta hjá yngri konum er mun lægri en tíðni HPV smitaðra.Hér sjást tvö stroksýni úr leghálsi. Frumurnar hægra megin eru HPV smitaðar.

Alvarleiki forstigsbreytinga

Forstigsbreytingum í leghálsi er skipt í mismunandi stig eftir því hversu alvarlegar þær teljast. Vitað er að flest væg forstig geta sjálfkrafa horfið án meðferðar og reynslan hefur sannað að óhætt er að fylgja vægri forstigsbreytingu eftir með nýju leghálsstroki innan hálfs árs frá greiningu. Meðalsterkar og sterkar forstigsbreytingar hverfa aftur á móti síður af sjálfsdáðum og leiðir greining þeirra því ávallt strax til nánari skoðunar með leghálsspeglun. Við speglunina er tekið lítið vefjasýni frá leghálsi en rannsókn þess ákvarðar síðan hvort gera þurfi svokallaðan keiluskurð.

HPV-próf getur flýtt fyrir ákvörðunartöku um meðferð

Erlendar rannsóknir hafa bent til þess að HPV-próf geti auðveldað ákvörðun um hvort framkvæma eigi strax leghálsspeglun hjá konu með óljósar vægar frumubreytingar. Erlendis er eftirlit þó mun slakara en hér á landi og því meiri hætta á að konunni sé ekki fylgt eftir sem skyldi. Hér á landi hefur því verið ákveðið að spara þann kostnað sem fylgir slíkri veirurannsókn og ákvörðun er tekin um leghálsspeglun eftir hálft ár þegar ljóst er hvort forstigsbreytingin hefur gengið til baka eða ekki.

HPV veirupróf getur aftur á móti komið að gagni hjá konum þar sem misræmi er milli niðurstöðu frumustroks og leghálsspeglunar. HPV-próf auðveldar í slíkum tilfellum ákvörðunartöku um hvort sleppa megi slíkri konu úr eftirliti eða senda hana í keiluskurð þrátt fyrir eðlilega niðurstöðu leghálsspeglunar. Jafnframt hefur verið rætt um að HPV-próf geti auðveldað að sjá hvaða konur eru í áhættu að fá sjúkdóminn aftur eftir keiluskurð. Prófið gæti loks hentað til að ákveða hvort óhætt sé að hætta krabbameinsleit eða lengja millibil skoðana hjá konum eftir miðjan aldur sem hafa haft eðlileg leghálsstrok.

Bólusetning

Að lokum má geta þess að sú staðreynd að leghálskrabbamein orsakast af veiru hefur leitt til þróunar bóluefnis sem leitt getur til útrýmingar sjúkdómsins er fram í sækir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Wikimedia Commons

Þetta svar birtist fyrst á vef Doktor.is og er birt hér með góðfúslegu leyfi....