Til að svara spurningunni „af hverju eru veirur til?“ þarf fyrst að átta sig á því hvað veirur eru og hvað þær gera. Þegar svör við því hafa fengist er hægt að svara spurningunni um tilvist veira.
Hvað eru veirur?
Veirur eru agnarsmáar lífverur sem þurfa að sýkja frumur til að fjölga sér. Þær geta ekki fjölg...
Ýmsar veirusýkingar geta borist með mat og drykk. Margar þeirra valda iðrakvefi, það er bólgu í meltingarvegi. Einkennin geta verið niðurgangur, ógleði og uppköst og stundum höfuðverkur, sótthiti og kveisuverkir. Sjúkdómseinkenni koma oftast fram 1-2 sólarhringum eftir smit og standa mislengi eftir veirutegundum, ...
Erfðamengi veira er lítið, það getur verið frá rúmlega þúsund bösum upp í um milljón basa. Til samanburðar eru um 6,5 milljarðar basa í hverri frumu manna. Stökkbreytihraði erfðaefnis er í öfugu hlutfalli við stærð erfðamengja, þannig að minni erfðamengi stökkbreytast örar. Fjallað er meira um þetta í svari við sp...
Leðurblökur (Chiroptera) er annar tegundaauðugasti ættbálkur spendýra. Rúmlega 1.200 leðurblökutegundir eru þekktar og er það um 20% af öllum spendýrategundum. Aðeins ættbálkur nagdýra (Rodentia) er fjölmennari. Þar finnast um 2.300 tegundir sem eru um 40% þekktra spendýrategunda. Flest bendir til þess að veirur s...
Með erfðatæknilegum aðferðum má nýta veirur sem ferjur til þess að flytja framandi gen inn í frumur. Bólusetning er ein ástæða þess að slíkum genaflutningi er beitt. Ferjaða genið á þá uppruna í sýkli. Genaferjur byggðar á veirum flytja genið inn í frumur líkamans og þannig er hægt að fá þær til að framleiða frama...
Nýjir smitsjúkdómar sem reglulega koma fram í mönnum orsakast flestir af veirum sem berast úr dýrum í menn. Slíkar veirur hafa sérstakt fræðiheiti og kallast súnuveirur (e. zoonotic viruses). Mesta hættan á súnuveirusmiti er talin vera frá leðurblökum, þar á eftir koma prímatar, hófdýr og síðan nagdýr.[1]
Nokkr...
Öll spurningin hljóðaði svona:
Er gagn að því að „spritta“ hendur sem vörn gegn kórónaveirunni? Drepur spritt veiruna? Ef ekki, hvers vegna er verið að mæla með „sprittun“ á höndum?
Fyrst er rétt að minna á það að veirur eru ekki eiginlegar lífverur og orðalagið „að drepa“ á því ekki vel við þær. Spritt (al...
Spyrjandi er væntanlega að velta fyrir sér fjölda veira frekar en fjölda veirutegunda. Það veit auðvitað enginn hversu margar veirur finnast á jörðinni en hins vegar er hægt að áætla fjölda þeirra með ýmsum aðferðum.
Ein ágiskun er sú að í lífhvolfi jarðar, það er í lofti, láði og legi, sé fjöldi veira um 1031....
Orðin baktería og veira taka til þess um hvers konar lífveru er að ræða, en orðið sýkill tekur til þess hvað hún gerir: Sýkill er örvera sem veldur sjúkdómi. Sýklar geta verið lífverur af flokki veira, baktería, sveppa og frumdýra, sem eiga það eitt sameiginlegt að valda sjúkdómum. Aðeins örlítið brot allra bakter...
Upprunalega spurningin var:
Er veirum gefið nafn eftir tvínafnakerfinu? Hvernig eru veirur flokkaðar í flokkunarkerfi Carls von Linné?
Í stuttu máli má segja að veirum er ekki gefið nafn eftir tvínafnakerfinu, en hins vegar er flokkunarfræði veira byggð á því flokkunarkerfi sem notað er fyrir lífverur. Veir...
Öll spurningin var:
Hvað hefur heimspekin að segja um hugtakið óvinur? Geta veirur verið óvinir manna?
Innan heimspeki er að finna aldalanga hefð fyrir umfjöllun um vináttu, til að mynda hafa meira en tveggja árþúsunda gamlar hugmyndir Aristótelesar (384–322 f.Kr.) um vináttu orðið mörgum að viðfangsefni. M...
Almennt má segja að veirur þoli betur kulda en hita. Veirur eru margar frostþolnar en fer það nokkuð eftir gerð veiranna og ekki síst eftir því í hvaða umhverfi veiran er. Vísindamenn sem vinna við veirurannsóknir geyma veirur í sermisríkum frumuræktunarvökva við -80°C. Hægt er að geyma þær á þann hátt árum saman ...
Óhætt er að fullyrða að veirur gegni hlutverki í mannslíkamanum þrátt fyrir að þekking á því sé enn afar takmörkuð. Fyrst ber að nefna að veirur hafa mikil áhrif í þróun lífsins og flutningi gena á milli lífvera og að stór hluti erfðamengis mannsins virðist kominn frá veirum.
Ef einblínt er á veirur sem finnast...
Veira (e. virus) er örvera sem inniheldur erfðaefni en getur þó ekki fjölgað sér sjálf. Hver gerð af veiru getur sýkt ákveðna lífveru og fjölgað sér innan fruma hennar. Veirur eru mjög sértækar með tilliti til hýsillífvera og geta oftast bara sýkt eina eða fáar tegundir, til dæmis bara menn eða nokkrar tegundir dý...
Já, vísindamenn geta „búið til“ veirur en þá þarf að hafa í huga hvað felst í orðalaginu „að búa til.“ Vísindamenn fara ekki inn á tilraunastofu með sín tæki, tól og efni og koma síðan út með áður óþekktar veiruagnir, heldur geta þeir breytt þekktum veirum með erfðatæknilegum aðferðum og meðal annars nýtt þær til ...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!