Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er nóróveira?

Landlæknisembættið

Hugtakið nóróveirur er notað sem samheiti yfir nokkrar gerðir af skyldum veirum sem valda iðrasýkingum í mönnum. Þessar veirur hafa einnig verið kallaðar Norwalk-veirur. Nóróveira greindist fyrst eftir að hafa valdið faraldri iðrasýkinga í skóla í Norwalk í Ohio í Bandaríkjunum árið 1968. Í kjölfar þessa greindust fleiri veirur með svipað útlit og eiginleika og fengu þær nöfn eftir stöðunum þar sem þær fundust (Hawaii, Montgomery County, Taunton og Snow Mountain).

Nóróveirur eru svipaðar í útliti. Í rafeindasmásjá sjást þær sem litlar og hringlaga veirur. Þær fengu því nafnið „litlu hringlaga veirurnar" (e. small round structured viruses) en ganga nú hérlendis undir nafninu nóróveirur, sem dregið er af eldra heiti þeirra, Norwalk líkar veirur (NLV). Allir geta sýkst af nóróveirunum því ekki eru til lyf gegn sýkingunni né bóluefni til að hindra hana.


Við skoðun í rafeindasmásjá eru nóróveirur litlar og hringlaga.

Nóróveirur eru bráðsmitandi og berast auðveldlega manna á milli. Hópsýkingar á sjúkrahúsum og öðrum meðferðar- og umönnunarstofnunum geta verið alvarlegt vandamál þegar þær koma upp og því er mjög mikilvægt að reyna að hindra útbreiðslu veiranna innan sjúkrastofnana. Hópsýkingar á skemmtiferðaskipum og hótelum hafa einnig valdið töluverðum usla.

Meðgöngutími sýkingarinnar, það er tími frá smiti til einkenna, er einn til tveir sólarhringar. Algengustu einkennin eru niðurgangur og/eða uppköst sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til þremur sólarhringum án nokkurrar meðferðar.

Smitleiðir eru margar og geta veirurnar smitast beint manna á milli við snertingu en einnig benda líkur til að smitið geti verið loftborið. Uppköst eru bráðsmitandi og eru dæmi þess að veiran hafi borist í loftinu til fólks í nánasta umhverfi. Önnur algeng smitleið er með fæðu og vatni og er mengun matvæla frá sýktum einstaklingum algeng smitleið. Einnig er smit með ostrum vel þekkt, en smitið berst í ostrurnar með nóróveirumenguðu vatni.

Einstaklingar með nóróveirusýkingu smita meðan á veikindum stendur en eru í flestum tilfellum lausir við smit tveimur til þremur sólarhringum eftir að einkenni eru horfin. Þó eru dæmi um smitandi einstaklinga allt að tíu dögum eftir bata.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Þetta svar er sett saman úr tveimur textum af heimasíðu Landlæknisembættisins og birt með góðfúslegu leyfi. Upprunalegu textarnir nefnast Nóróveira og Nóróveirur.

Höfundur

Landlæknisembættið

embætti landlæknis

Útgáfudagur

20.10.2010

Spyrjandi

Magnfreð Ingi Ottesen

Tilvísun

Landlæknisembættið. „Hvað er nóróveira?“ Vísindavefurinn, 20. október 2010, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54258.

Landlæknisembættið. (2010, 20. október). Hvað er nóróveira? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54258

Landlæknisembættið. „Hvað er nóróveira?“ Vísindavefurinn. 20. okt. 2010. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54258>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er nóróveira?
Hugtakið nóróveirur er notað sem samheiti yfir nokkrar gerðir af skyldum veirum sem valda iðrasýkingum í mönnum. Þessar veirur hafa einnig verið kallaðar Norwalk-veirur. Nóróveira greindist fyrst eftir að hafa valdið faraldri iðrasýkinga í skóla í Norwalk í Ohio í Bandaríkjunum árið 1968. Í kjölfar þessa greindust fleiri veirur með svipað útlit og eiginleika og fengu þær nöfn eftir stöðunum þar sem þær fundust (Hawaii, Montgomery County, Taunton og Snow Mountain).

Nóróveirur eru svipaðar í útliti. Í rafeindasmásjá sjást þær sem litlar og hringlaga veirur. Þær fengu því nafnið „litlu hringlaga veirurnar" (e. small round structured viruses) en ganga nú hérlendis undir nafninu nóróveirur, sem dregið er af eldra heiti þeirra, Norwalk líkar veirur (NLV). Allir geta sýkst af nóróveirunum því ekki eru til lyf gegn sýkingunni né bóluefni til að hindra hana.


Við skoðun í rafeindasmásjá eru nóróveirur litlar og hringlaga.

Nóróveirur eru bráðsmitandi og berast auðveldlega manna á milli. Hópsýkingar á sjúkrahúsum og öðrum meðferðar- og umönnunarstofnunum geta verið alvarlegt vandamál þegar þær koma upp og því er mjög mikilvægt að reyna að hindra útbreiðslu veiranna innan sjúkrastofnana. Hópsýkingar á skemmtiferðaskipum og hótelum hafa einnig valdið töluverðum usla.

Meðgöngutími sýkingarinnar, það er tími frá smiti til einkenna, er einn til tveir sólarhringar. Algengustu einkennin eru niðurgangur og/eða uppköst sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til þremur sólarhringum án nokkurrar meðferðar.

Smitleiðir eru margar og geta veirurnar smitast beint manna á milli við snertingu en einnig benda líkur til að smitið geti verið loftborið. Uppköst eru bráðsmitandi og eru dæmi þess að veiran hafi borist í loftinu til fólks í nánasta umhverfi. Önnur algeng smitleið er með fæðu og vatni og er mengun matvæla frá sýktum einstaklingum algeng smitleið. Einnig er smit með ostrum vel þekkt, en smitið berst í ostrurnar með nóróveirumenguðu vatni.

Einstaklingar með nóróveirusýkingu smita meðan á veikindum stendur en eru í flestum tilfellum lausir við smit tveimur til þremur sólarhringum eftir að einkenni eru horfin. Þó eru dæmi um smitandi einstaklinga allt að tíu dögum eftir bata.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Þetta svar er sett saman úr tveimur textum af heimasíðu Landlæknisembættisins og birt með góðfúslegu leyfi. Upprunalegu textarnir nefnast Nóróveira og Nóróveirur....